Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Starfstengt ferðafræðinám (Staðfestingarnúmer 316) 18-316-4-11 viðbótarnám við framhaldsskóla hæfniþrep 4
Lýsing: Nám í starfstengdum ferðafræðum býr nemendur undir fjölbreytt störf við ferðaþjónustu. Þetta geta verið ýmis störf hjá ferðaskrifstofum/ferðaskipuleggjendum, uppýsingamiðstöðvum, gististöðum, bílaleigum, flugfélögum, ráðstefnu-, hvata-, og afþreyingarfyrirtækjum svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þverfagleika greinarinnar og skörunar annarra starfsgreina við ferðaþjónustuna er áhersla lögð á þverfaglega kennslu sem undirbýr nemendur til að veita ferðamönnum fjölbreytta og viðeigandi þjónustu á ólíkum vettvangi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í starfstengdum ferðafræðum skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi, sveinsprófi eða öðru sambærilegu námi. Próf frá frumgreinadeildum háskóla teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku. Umsækjendur sem hafa náð 25 ára aldri og eru án formlegrar menntunar en hafa starfað í ferðaþjónustu á síðustu fimm árum geta óskað eftir undanþágu frá inntökuskilyrðunum. Vegna þverfagleika starfa í ferðaþjónustu áskilja stjórnendur skólans sér rétt til að meta hvort fyrri störf nemenda hafi nægilega sterka tengingu við atvinnugreinina til að undanþága geti verið veitt.
Skipulag: Starfstengt ferðafræðanám er námsbraut á 4. þrepi og skiptist í bóklegt nám og vinnustaðanám/starfsþjálfun. Hefðbundinn námstími er eitt ár í fullu námi en nemendur eiga þess kost að sitja hlutanám og ljúka því á tveimur árum. Námið er samtals 77 f-einingar. Bóklegir áfangar eru fimmtán talsins og telja 57 f-einingar, þar af eru fjórtán kjarna áfangar en nemendur velja að auki einn valáfanga. Auk bóknáms þurfa nemendur að standast starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem samsvarar þremur mánuðum í fullu starfi og hljóta 20 f-einingar fyrir þann hluta námsins. Nemandi útskrifast með diplóma í ferðafræði að bóklegum hluta loknum en öðlast ekki viðurkenningu á starfsnámi sínu fyrr en hann hefur skilað inn svokallaðri námsferilsbók að starfsþjálfun lokinni. Ef nemandi lýkur ekki starfsþjálfun hlýtur hann aðeins prófskírteini fyrir 59 f-eininga bóklegt nám í ferðafræðum. Útskrift úr námi í starfstengdum ferðafræðum fer fram í maí og desembermánuði ár hvert.
Námsmat Námsmat er fjölbreytt en sérstök áhersla er lögð á raunhæf viðfangsefni sem reyna á að nemendur beiti þekkingu sinni, leikni og hæfni. Mikilvægt er að nemendur skynji hagnýtt gildi þeirra verkefna sem fyrir þá eru lögð og að þeir fái að sýna það sem þeir kunna við sem eðlilegastar aðstæður. Af þessu leiðir að símat, stöðugt námsmat sem byggir á ólíkum viðfangsefnum sem unnin eru á önninni, er mikið notað en einnig eru lögð fyrir hefðbundnari lokapróf, bæði munnleg og skrifleg.
Starfsnám: Nemendum sem ljúka starfstengdu ferðafræðanámi er gert að ljúka þriggja til sex mánaða starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Þá er miðað við átta stunda vinnudag, fimm daga vikunnar, í þrjá mánuði eða hlutastarf í sex mánuði. Starfsþjálfunin er uppsett og skipulögð sem starfsnám og er nemandanum fylgt eftir af hálfu skólans allan starfstímann. Við upphaf starfsþjálfunar er undirritaður vinnusamningur milli nemanda, vinnuveitanda og fulltrúa skólans en allir starfsnámssamningar eru gerðir með tilliti til kjarasamninga Verslunarfélags Reykjavíkur. Störf sem viðurkennd eru til starfsþjálfurnar byggja á eðli samskipta og þjónustu við ferðamenn. Um er að ræða ýmis störf í ferðaþjónustu þar sem nemandi á annaðhvort bein samskipti við ferðamenn eða veitir ferðamönnum mikilvæga beina þjónustu. Dæmi um starfsvettvang sem hæfir starfsþjálfun eru t.d. hjá ferðaskrifstofum, gestamóttöku á hótelum/gististöðum, störf hjá ráðstefnudeildum í ferðaþjónustu, afþreyingarfyrirtækjum, bílaleigum og margt fleira. Það er í höndum stjórnenda skólans að meta hvort eðli starfs sé hentugt og nytsamlegt til starfsþjálfunar. Nemanda er heimilt að leggja í starfsleit á eigin vegum og ráða sig í starf hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Tilkynna þarf ráðninguna til skóla og að loknum þremur mánuðum skal nemandi skila inn námsferilsbók, launaseðlum og staðfestingu á ráðningu á löggiltum pappír með undirskrift og stimpli frá vinnuveitanda. Nemandi sem þá þegar starfar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki eða hefur starfað við ferðaþjónustu á síðustu fimm árum getur fengið starf sitt metið til starfsnáms. Í stað dagbókar er útfyllt skýrsla ásamt því að ljúka þarf öðrum og þriðja hluta námsferilsbókar. Auk þess þarf nemandi að sýna launaseðla fyrir sem samsvarar þriggja mánaða vinnu og skila inn staðfestingu á ráðningu á löggiltum pappír með undirskrift og stimpli frá vinnuveitanda.
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að ljúka hverjum áfanga fyrir sig með lágmarkseinkunninni 5.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • geta unnið bæði sjálfstætt og í hópi að fjölbreyttum verkefnum innan ferðaþjónustunnar.
 • geta fylgt eftir gæða-og öryggisstöðlum ferðaþjónustufyrirtækja og stunda sjálfbæra og ábyrga starfshætti í hverju verkefni.
 • tryggja jákvæða upplifun ferðamanna með góðri þjónustu, ábyrgum og skipulögðum starfsháttum og samskiptafærni.
 • skipuleggja og halda utan um ferðalög einstaklinga og hópa auk þess að veita ferðamönnum gagnlegar og viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf.
 • taka þátt í markaðsstarfi s.s. markaðssetningar vöru í ferðaþjónustu og framkvæmd markaðsrannsókna og markaðsáætlana.
 • nýta sjálfstæða og gagnrýna hugsun, víðsýni og frumkvæði í hverskonar störfum sem hann tekur sér fyrir hendur auk þess að geta tekið þátt í orðræðu atvinnugreinarinnar á gagnrýnan og uppbyggilegan máta.
 • viðhalda þekkingu sinni og bæta við hana með öflun og lestri nýrra gagna og rannsókna á sviði ferðamála.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

77  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Starfstengt ferðafræðinám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Starfsnám í ferðaþjónustu
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 1

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Í ferðalandafræði Íslands og útlanda er nemendum kennt að reikna út kostnað við ferðir og verðleggja þær og reikna út vegalengdir vegna skipulagningar ferða.
 • Í áfanganum rekstur og fjármál vinna nemendur við gerð rekstraráætlana og kynnast gerð ársreikninga og viðskiptaáætlana. Einnig er kenndur fjárfestingaútreikningar.
 • Nemendum gefst kostur að á að læra fargjaldaútreikning á sérstöku valnámskeiði.
 • Í upplýsingatækni er unnið með tölulegar upplýsingar í töflurekni og framsetningu þeirra í myndrænu formi (gröf, súlurit o.fl.)
Námshæfni:
 • Námsráðgjafar koma í upphafi hvers skólaárs og leiðbeina nemendum um námstækni og annað sem getur ýtt undir námshæfni þeirra. Þá hafa nemendur einnig aðgang að námsráðgjöfum á námstímanum.
 • Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá.
 • Í öllum áföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í náminu.
 • Nemendur þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið. Nemendur vinna í innra tölvukerfi skólans með góðan aðgang að kennara í hverri grein og geta lagt inn til hans fyrirspurnir varðandi þætti er varða áfangann. Með þessu móti fá nemendur endurgjöf frá kennara á meðan á námi á áfanganum stendur.
 • Nemendur þurfa að nota fjölbreytt gögn og fá sérstaka tilsögn í heimildaleit og meðferð upplýsinga.
 • Í ferðamálanáminu er lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum ferðafræðinámsins reynir á frumkvæði og skapandi hugsun. Nemendur þurfa að hagnýta þekkingu sína með margs konar verkefnavinnu og kynningum á niðurstöðum.
 • Í lokaverkefnum reynir á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemenda þar sem þeir skila af sér tillögum, hugmyndum og fullmótuðum afurðum sem tengjast hinum ýmsu þáttum ferðaþjónustunnar.
Jafnrétti:
 • Í skólastarfinu öllu er áhersla á jafnrétti sem byggir á jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun MK.
 • Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir, kennsluefni og námsmat með það fyrir augum að allir hafi jafna möguleika til að standa sig sem best í náminu.
 • Brýnt er fyrir nemendum að sýna virðingu og virða skoðanir annarra, t.d. óháð kyni, bakgrunni eða námslegri getu.
 • Boðið er upp á sveigjanleika í námi þannig að nemendur geta farið sér hægar í náminu ef aðstæður þeirra koma í veg fyrir að þeir geti stundað fullt nám.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar, bæði gagnvar samfélaginu og umhverfi sínu.
 • Í öllum áföngum ferðamálanámsins gefst nemendum kostur á að vinna með raunhæf verkefni sem tengjast atvinnulífinu. Með þessu læra þeir að meta eigin vinnubrögð og annarra og æfast í að setja sér raunhæf markmið á vinnumarkaði.
 • Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni nemenda. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Einnig nota nemendur reynslu sína og þekkingu úr atvinnulífinu til að öðlast dýpri skilning á því efni sem tekið er fyrir í náminu. Með þessu móti er hægt að mennta nemendur til sjálfbærni með markvissum hætti.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í Ferðamálaskólanum eru kenndir tveir sérhæfðir enskuáfangar: enska fyrir ferðaþjónustu I & II
 • Læsi er þjálfað með lestri ólíkra texta með sérhæfðum orðaforða ferðaþjónustunnar.
 • Skilningur er þjálfaður með lestri og hlustun á almennt talað mál, sérhæft fagmál ferðaþjónustunnar og þar sem málnotendur tala með mismunandi hreim.
 • Tjáning er þjálfuð með markvissum samtalsæfingum, umræðum og kynningum.
 • Nemendur fá þjálfun í að beita ritmáli í mismunandi tilgangi og með þeim stílbrigðum og málsniði sem við á við ólíkar aðstæður s.s. bréf, tölvupóst og skýrslur.
Heilbrigði:
 • Í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við að MK er heilsueflandi framhaldsskóli. Unnið er með næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Þessir þættir eru nánar útfærðir í heilsustefnu skólans. Gengið er út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.
 • Nemendur eru hvattir til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og jákvæð samskipti þar sem einelti og annað ofbeldi líðst ekki.
 • Í öllum samskiptum við nemendur er áhersla lögð á jákvæðni og hvatningu, bæði í samskiptum kennara og nemenda og samskiptum nemenda innbyrðis. Með því er stuðlað að félagslegu heilbrigði og betri líðan.
 • Með stöðugri örvun og æfingu í framsetningu texta er sjálfsöryggi nemenda styrkt, til dæmis með því að nemendur æfast í að tjá sig og flytja eigið efni.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Í ferðamálanáminu er gerð krafa um verkefnavinnu nemenda í öllum áföngum. Þar reynir á samskipti og samskiptahæfni ásamt tjáningu, bæði í rituðu og töluðu máli, við kynningu niðurstaðna.
 • Nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður. Við þessa kennsluaðferð skapast tækifæri fyrir skoðanaskipti milli nemenda með ólíka reynslu og bakgrunn sem nýtist öllum þeim er þátt taka í umræðunum.
 • Í öllum áföngum vinna nemendur með raunhæf verkefni og við það kynnst þeir nýjum hugtökum sem tengjast mismunandi þáttum milli áfanganna. Áhersla er lögð á hópavinnu og að einstaklingar fái tækifæri til að njóta sín í slíkri vinnu.
 • Allir nemendur í ferðamálanámi þurfa að sitja sérstakt námskeið um upplýsingaöflun, upplýsingaleit, framsetningu efnis og meðferð heimilda.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í íslensku samfélagi.
 • Reglulega eru lagðar fyrir áfangakannanir þar sem nemendur fá tækifæri til að láta í ljósi álit sitt á skipulagi og innihaldi áfnaga, námsefni og kennsluháttum.
 • Í öllum áföngum skólans eru nemendur hvattir til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum. Þannig þjálfast nemendur í því að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
 • Í áfanganum þjónustusamskipti læra nemendur m.a. um mikilvægi þess að sýna viðskiptavinum viðhlítandi virðingu og fá einnig innsýn í viðhorf ólíkra menningarheima og hvernig best sé að taka á móti gestum frá fjarlægum löndum.