Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Nýsköpunar- og tæknibraut (Staðfestingarnúmer 2) 15-2-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Á Nýsköpunar- og tæknibraut er áhersla lögð á grunngreinar í frumkvöðla- og markaðsfræðum, hönnunarsögu, myndlistargreinum, verklegum smiðjum og tölvuvinnslu, sem og almennar kjarnagreinar. Brautin er góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á stúdentsbraut og hentar vel fyrir þá sem stefna að starfi eða frekara námi í listgreinum, frumkvöðlafræðum eða tæknigreinum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi.
Skipulag: Nýsköpunar- og tæknibraut er á 2. þrepi og er byggð upp af kjarna og brautarkjarna. Kjarni og brautarkjarni eru samtals 120 einingar og eru skylduáfangar fyrir nemendur brautarinnar. Á brautinni er áhersla á verklegt nám, hönnun, list og nýsköpun. Verklegar smiðjur einkenna brautina sem og myndlistar- og hönnunaráfangar. Á brautinni er einnig bóklegt nám í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði. Sérkenni brautarinnar í bóklegum greinum koma fram í áherslu á frumkvöðlafræði, markaðsfræði og listasögu.
Námsmat Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram í hvorum hluta fyrir sig. Á brautinni er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat. Í verklegum smiðjum og teikniáföngum er lögð áhersla á símat, sjálfsmat og val nemenda á verkefnum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að hafa lokið áfanga með fullnægjandi árangri (5) til að fá hann metinn og til þess að nemandinn öðlist rétt til þess að sækja framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • tengja þekkingu sína við starfsumhverfi og daglegt líf
 • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt nýsköpun og tækni á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt
 • taka ábyrgð á eigin námi og sýna sjálfstæði
 • nálgast viðfangsefni af víðsýni og umburðarlyndi
 • sýna frumkvæði og skapandi hugsun í námi og starfi
 • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
 • leita lausna í samvinnu við aðra
 • njóta menningarlegra verðmæta
 • takast á við frekara nám
 • standa að opinberri sýningu/viðburði og miðla þar hugmyndum sínum með markaðssetningu í huga
 • vera ábyrg í umhverfinu, gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins í víðum skilningi og bera virðingu fyrir því
 • nýta upplýsingatækni, íslensku og erlend tungumál í námi og starfi
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • beita gagnrýninni hugsun og vísindalegum vinnubrögðum við lausn verkefna

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur Kjarni 2. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautakjarni 2. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur öðlist hæfni til að að lesa úr, tjá sig um og nýta sér til gagns tölulegar upplýsingar
 • með því að í smiðjum vinna nemendur með tölur, horn, flatarmyndir og rúmmyndir sem auðveldar þeim að greina hugmyndir og miðla þeim
 • með því að í Fab Lab, er unnið með tölur, tölulæsi og tæknilæsi með notkun tölvuforrita eins og til dæmis Inkscape og Sketchup
 • með því að nemendur fá í markaðsfræði og frumkvöðlafræði innsýn í hvernig á að gera rekstraráætlanir og hvað þarf til þess að koma hugmyndum á framfæri
Námshæfni:
 • með því að nemendur læra að þekkja eigin styrkleika og veikleika og verða færir um að taka ákvarðanir á þeim grunni. Nemendur fá fjölda tækifæra til að læra að þekkja og vinna með styrkleika m.a. í Fab Lab og smiðjum.
 • með því að smiðjur, Fab Lab og fjölbreytt nám auðvelda nemendum að sjá möguleikana í frekara námi og starfi
 • með því að nemendur fái tækifæri til að vinna með styrkleika sína í margvíslegum viðfangsefnum áfanga og öðlast þannig trú á eigin getu og hæfileika til að beita þekkingu sinni, leikni og hæfni
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að markvisst er unnið að því að víkka sjóndeildarhring nemenda meðal annars með viðfangsefnum sem þeir hafa ekki tekist á við áður
 • með því að nemendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraft í verkefnum í áföngum brautarinnar. Tækifæri til þess gefast jafnt í bóklegum og verklegum áföngum, sérstaklega í smiðjum
 • með því að í bóklegum greinum er lögð áhersla á nýbreytni þar sem nemendur og kennarar leita sífellt nýrra leiða í sköpun og endurbótum.
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að fræða nemendur um þær takmarkanir sem vistkerfi jarðar setur manninum, jöfnuð innan og milli kynslóða, skynsamlega nýtingu auðlinda og sanngjarna skiptingu þeirra
 • með því að virkja nemendur til ábyrgðar í flokkun á sorpi, en leggja jafnframt áherslu á að minnka neyslu
 • með því að upplýsa nemendur um þá flokkun á sorpi sem fram fer í nærsamfélagi
 • með því að vera sjálfbær í kennslu, til dæmis með því að nýta þá þjónustu og þekkingu sem er á svæðinu. Má þar nefna áfanga þar sem unnið er með leður og roð í samstarfi við atvinnulíf á svæðinu. Einnig er Fab Lab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands staðsett í skólanum og geta nemendur og kennarar sótt þjónustu þangað
 • með því að leggja áherslu á efnahagslega sjálfbærni í áföngum í frumkvöðla- og markaðsfræðum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að í áfanga um listir og menningu er fjallað um ólíka menningarheima, meðal annars um sögu, menningu og listir
 • með því að í ensku er lögð áhersla á að geta átt samskipti við enskumælandi einstaklinga, einnig er fjallað um menningu og þjóðlíf enskumælandi þjóða
 • með því að í dönsku er lögð áhersla á að geta átt samskipti við dönskumælandi einstaklinga, einnig er fjallað um menningu og þjóðlíf í Danmörku
 • með því að í hönnunarsögu kynnast nemendur erlendri hönnunarsögu sem og hönnunarstílum frá iðnbyltingu til seinni heimstyrjaldar
 • með því að í ensku og dönsku öðlast nemendur þekkingu, leikni og hæfni sem veitir þeim aðgengi að upplýsingum og faglegu efni á ensku og dönsku
Heilbrigði:
 • með því skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli með áherslu á hreyfingu og heilsu
 • með því að hafa íþróttir sem hluta af námi á brautinni
 • með því að kenna öryggisfræði og líkamsbeitingu
 • með því að vera með virka eineltisáætlun
 • með því að vera í góðu samstarfi við nemendafélagið
 • með því að efla sjálfstraust nemandans með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati. Þetta matsform er notað að einhverju leyti í öllum smiðjunum og myndlistaráföngum.
 • með því að efla sjálfstæði nemenda með þemaverkefnum í staðinn fyrir fyrirfram ákveðin forskriftarverkefni
 • með því að efla sjálfstraust nemenda með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati í smiðjum og myndlistaráföngum
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að nemendur þjálfast í læsi á íslensku þannig að þeir búi yfir hæfni til að skynja og skilja umhverfi sitt og samfélag á gagnrýninn hátt og taka þátt í að móta það
 • með því að í hönnunarsögu er farið yfir sögu íslenskra hönnuða og þróun íslenskrar hönnunar
 • með því að í áfanga um leður og roð er farið yfir sögu sútunar á Íslandi og þá hefð sem hefur skapast í kringum hana
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að virkja nemendur til samábyrgðar, meðvitundar og virkni um að móta samfélag sitt
 • með því að bjóða upp á námsmat sem eykur virkni nemandans
 • með því að gefa nemendum kost á því að velja sjálfir vægi verkefna til einkunna, til dæmis í smiðjum
 • með því að gefa nemendum kost á verkefnum sem hægt er að leysa á ýmsa vegu þar sem nemendur njóta leiðsagnar kennara til að leysa verkefnin eftir þeirri leið sem nemendurnir sjálfir kjósa
 • með því að kenna nemendum að virða hvert annað
 • með því að gefa nemendum kost á að þróa námsferla sína, en að loknu námi á brautinni eru margar leiðir til áframhaldandi náms eða starfs
Jafnrétti:
 • með því að gefa öllum kost á að sækja námið sem lokið hafa grunnskóla
 • með því að bjóða upp á heimavist fyrir þá nemendur sem sækja nám fjarri búsetu
 • með því að leyfa nemendum að velja námshraða við hæfi
 • með því að hafa fjölbreytt námsmat