Viðbótarnám til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 370) |
1556894482.19 |
3 |
4fe3212d045c2618e32ae413 |
Viðbótarnám til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 370) 19-370-3-7 |
stúdent |
hæfniþrep 3 |
Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Markmið með námsleiðinni er að uppfylla þær lágmarkskröfur sem aðalnámskrá framhaldsskóla setur til stúdentsprófs. Sérhæfing nemandans er fólgin í starfsnámi hans. Mikilvægt er að nemendur skipuleggi nám sitt til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. |
Grunnupplýsingar
Meginatriði brautarlýsingar
Brautin er ætluð nemendum í starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi, eða þeim sem hafa lokið starfsnámi með námslok á 3. hæfniþrepi. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áföngum í þessum greinum. |
Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nemendur af starfsnámsbrautum þurfa að lágmarki að taka til að ljúka stúdentsprófi af starfsnámsbraut. Heildarfjöldi eininga ræðst af einingafjölda starfsnámsbrautar og þeim einingum sem koma fram hér, að því tilskyldu að þessir áfangar hafi ekki verið hluti af starfsnámsbraut. Við bætast einingar sem nemandi tekur til að mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem hann stefnir á í háskóla.
Nemendur útskrifast að lágmarki með 200 einingar. Nemandi getur tekið þessa áfanga jafnt og þétt gegnum námið eða bætt þeim við þegar starfsnámi lýkur hyggi hann á áframhaldandi nám. |
Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt námsáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. |
Brautin samanstendur af þeim áföngum sem nauðsynlegt er að bæta við starfsnámsbrautir á 3. hæfniþrepi til að uppfylla viðmið aðalnámskrár fyrir stúdentsbrautir. |
Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- afla sér almennrar þekkingar auk þekkingar á völdu sviði
- takast á við frekara nám
- afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
- koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
- lesa og setja fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
- nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
|
Einingafjöldi
Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
Kjarni
Skylduáfangar brautarinnar
Áfangar:
|
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
15 af 35
|
|
15 af 35
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
5 af 15
|
|
5 af 15
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Frjálst Val
Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Til að ljúka stúdentsprófi þarf nemandi að lágmarki 200 einingar. Vanti nemanda einingar til að ná því lágmarki er frjálst val nauðsynlegt.
Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.
Hafa þarf reglur um hlutföll eininga á þrepum við valið. |