Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Náttúrufræðibraut - búfræðisvið (Staðfestingarnúmer 99) 16-99-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Landbúnaðarháskóli Íslands og Menntaskóli Borgarfjarðar standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá MB og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúrufræðibraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). 15% á 1 þrepi, 20% á 2 þrepi, 49% á 3 þrepi og 15% á 4 þrepi. Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. Til að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar með tilskilinn fjölda eininga á hverju hæfniþrepi verða nemendur að velja valfög við Lbhí þannig að 15 einingar verði á 1. þrepi, 9 einingar á 2. þrepi og 3 einingar á 4. þrepi. Nemendur klára þá námsbrautina með 17% á 1. þrepi, 44% á 2. þrepi, 32% á 3. þrepi og 7% á 4. þrepi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Á náttúrufræðibraut- búfræðisviði er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, t.d. fyrirlestrar, leitarnám, hópvinna, verklegar æfingar og rauntengt nám. Nemendur taka 120 einingar við Menntaskóla Borgarfjarðar og 119 einingar við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. |
Námsmat | Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg lokapróf í lok anna eru ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 200 einingar en heildareiningafjöldi ræðst af þeim einingum á búfræðisviði sem við bætast. Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur taka valgreinar við Landbúnarháskóla Íslands. Þær greinar sem nemendur þurfa að taka við Lbhí eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). 15% á 1 þrepi, 20% á 2 þrepi, 49% á 3 þrepi og 15% á 4 þrepi. Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. |