Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Opin braut ( 16-164-3-6 ) | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Á Opinni braut til stúdentsprófs setur nemandi sjálfur saman stúdentspróf sitt eftir sínu áhugasviði og velur hvaða leið hann vill fara. Nemandi tekur skólakjarna sem telur 123 einingar og velur til viðbótar 77 einingar. Á Opinni stúdentsbraut er áhersla lögð á að nemandi velji sér áfanga eftir eigin áhugasviði. Námsbrautin er ekki hugsuð sem lykill að fyrirfram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur setur nemandinn það saman á þann hátt að það samræmist áformum hans um áframhaldandi nám. Mikilvægt er því að nemandinn hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig nám og störf hann hyggur á í framhaldinu þegar hann velur sér áfanga. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa eða aðra fagaðila. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans. |
Skipulag: | Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Á Opinni braut skal þó lögð áhersla á góða almenna menntun, traustan grunn í kjarnagreinunum þremur, íslensku, ensku og stærðfræði og sérhæfingu að vali nemanda. |
Námsmat | Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseiningafjöldi á brautinni eru 200 einingar. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá skólans. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
19
69
15
0
103
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
18%
67%
15%
0%
Bundið pakkaval
Þriðja mál, Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
15
0
0
0
15
Þriðja mál, Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
15
0
0
0
15
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Bundið áfangaval
2 af 11
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
íþróttir
ÍÞRÓ1BA01(FB)_125
ÍÞRÓ1BL01(FB)_116
ÍÞRÓ1HA01(FB)_119
ÍÞRÓ1HL02(FB)_118
ÍÞRÓ1KN01(FB)_124
ÍÞRÓ1KÖ01(FB)_123
ÍÞRÓ1ST02(FB)_122
ÍÞRÓ1SV01(FB)_121
ÍÞRÓ1ÚT01(FB)_120
ÍÞRÓ1BL01(FB)_116
ÍÞRÓ1HA01(FB)_119
ÍÞRÓ1HL02(FB)_118
ÍÞRÓ1KN01(FB)_124
ÍÞRÓ1KÖ01(FB)_123
ÍÞRÓ1ST02(FB)_122
ÍÞRÓ1SV01(FB)_121
ÍÞRÓ1ÚT01(FB)_120
11
11
0
0
0
11
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 2 af 11 |
Bundið áfangaval
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 3 af 6 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur velja að lágmarki 77 framhaldsskólaeiningar til viðbótar við kjarna sem er 123 einingar. Þeir áfangar sem kenndir eru hverju sinni eru í boði en nemendur á Opinni braut geta valið áfanga úr öllu áfangasafni skólans. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla. |