Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Grunnnám heilbrigðisgreina (Staðfestingarnúmer 503) 21-503-2-5 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 2 |
Lýsing: | Grunnnám heilbrigðisgreina er 94 eininga nám með námslok á 2. hæfniþrepi. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa hug á starfsmenntun á heilbrigðissviði, en hafa ekki gert upp hug sinn hvaða braut skuli velja eða uppfylla ekki inntökuskilyrði brautar. Eftir grunnnám heilbrigðisgreina má bæta við og ljúka stúdentsprófi af bóknámsbraut. Grunnnám heilbrigðisgreina fléttað við náttúrufræðibraut er góður undirbúningur fyrir háskólanám á heilbrigðissviði, t.d. læknisfræði, hjúkrunarfræði eða sjúkraþjálfun. Grunnnám heilbrigðisgreina tekur þrjár annir. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf í samræmi við samræmt námsmat sem ráðuneytið birtir um viðmið við lok grunnskóla í almennum hluta aðalnámsskrár grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í viðkomandi grein. |
Skipulag: | Grunnnám heilbrigðisgreina skiptist í almennar greinar (44 einingar) og heilbrigðisgreinar (51 eining). Námsgreinar í grunnnámi heilbrigðisgreina, sem eru fyrst og fremst bóklegar, eru einnig hluti af námskrá allra starfsmenntabrauta á heilbrigðissviði. |
Námsmat | Skólinn leggur áherslu á að námsmat sé fjölbreytt og að símat sé notað þar sem því verður við komið. Námsmat getur þó verið mismunandi eftir áföngum. Leitast er við að beita leiðsagnarmati þar sem nemendur eru aðstoðaðir við að bæta frammistöðu í ljósi mats. Tilhögun námsmats í einstökum greinum skal vera nemendum ljós í upphafi hverrar annar. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Nemandi sem staðist hefur grunnskólapróf í kjarnagreinum getur lokið námi á brautinni á þremur árum. Til þess þarf hann að ljúka 31-32 feiningum á hverri önn. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
94 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft