Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Nýsköpunarbraut (Staðfestingarnúmer 355) 18-355-3-6 nýsköpunar- og tæknistúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á nýsköpunarbraut er áhersla lögð á grunngreinar í frumkvöðla- og markaðsfræði, mynd- og sjónlist, verklegar smiðjur og tölvuvinnslu auk almennra kjarnagreina. Brautinni lýkur með stúdentsprófi. Námið er 201 eining og meðalnámstími er 6 annir. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi og í sérskólum á sviði skapandi greina.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemandi þarf að hafa lokið grunnskólaprófi til að hefja nám á brautinni. Til að stunda nám í kjarnagreinum þ.e. ensku, íslensku, stærðfræði og dönsku á öðru þrepi þarf nemandinn að hafa fengið einkunnina B eða hærra í grunnskóla eða lokið námi á fyrsta þrepi í viðkomandi námsgrein.
Skipulag: Nýsköpunarbraut á 3. þrepi er byggð upp af kjarna, brautarkjarna, bundnu vali og frjálsu vali. Kjarni brautarinnar samanstendur af 105 eininingum, brautarkjarni af 78 einingum og óbundið val telur 18 einingar. Nemendur þurfa að gæta að hlutfalli milli þrepa í valinu. Á brautinni er lögð áhersla á nýsköpun og hönnun, frumkvöðlafræði, markaðsfræði og listasögu, Mikið er um verklegar smiðjur, myndlistar- og hönnunaráfanga.
Námsmat Námsmat byggir á skólareglum. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat sem byggir að mestu á símati og verkefnavinnu þar sem stöðu- og sjálfsmat nemandans og val hans á verkefnum til námsmats vegur þungt.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að fá einkunnina 5,0 til að standast áfanga og halda áfram í framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • sýna þroskaða siðferðisvitund, sjálfstraust, frumkvæði, ábyrgð, víðsýni og umburðarlyndi
 • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins í víðum skilningi, s.s. náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir og axla ábyrgð á eigin námi
 • búa yfir frumkvæði og skapandi hugsun
 • beita gagnrýnni hugsun
 • beita vísindalegum vinnubrögðum og nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna
 • leita lausna í samvinnu við aðra
 • færa sér upplýsingatækni í nyt
 • hafa samskipti og tjá sig á íslensku sem móðurmáli
 • hafa samskipti og tjá sig á erlendum tungumálum, sérstaklega ensku
 • njóta menningarlegra verðmæta
 • takast á við frekara nám
 • standa að opinberri sýningu/viðburði og miðla þar hugmyndum sínum með markaðssetningu í huga
 • sýna færni til að greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

201  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni 3. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni 3. þrep
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Bundið val
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val nemenda er 18 einingar. Nemendur þurfa að haga vali sínu þannig að 201 eining brautarinnar dreifist þannig á hæfniþrep að 17-33% lendi á fyrsta þrepi, 33 - 50% lendi á öðru þrepi, 17 - 33% lendi á þriðja þrepi og 0 - 10% á fjórða þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Í stærðfræði er unnið með almennan skilning á tölum
 • Í smiðjum vinna nemendur með tölur, rúmfræði, hornafræði og tengja saman margvíslegar upplýsingar sem þarf til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri
 • Í Fab Lab er unnið með tölur, tölulæsi og tæknilæsi í gegnum tölvuforrit líkt og Inkscape, 1,2, 3D og Sketchup
 • Í frumkvöðlafræði og markaðsfræði fá nemendur innsýn í hvernig á að gera rekstraráætlanir og hvað þarf til þess að koma sér á framfæri
Námshæfni:
 • Í FabLab smiðju, málmsmiðju og rafsmiðju er meðal annars unnið með tölvulæsi sem gefur nemandanum víðtæka þekkingu á hinum ýmsu teikniforitum og færni í almennri tölvunotkun
 • Í áföngum námsbrautarinnar er lögð áhersla á hæfni nemandans til að taka þátt í lýðræðsþjóðfélagi m.a. með því að sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi
 • Í smiðjum, FabLab og stærðfræði lærir nemandinn að beyta vísindalegum vinnubrögðum og nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna auk þess að gera sér grein fyrir möguleikum sínum í námi og starfi
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að víkka sjóndeildarhring nemenda með fjölbreyttum áföngum og fá þá til þess að hugsa utan hins hefðbundna ramma menntunar
 • með því að efla sköpunarkraft nemandans í gegnum verkefni einstakra áfanga. Má í því sambandi nefna verkleg og bókleg verkefni með mismunandi miðla, efni, og mismunandi nálgun við námsefnið og umhverfið
 • með því að beita fjölbreyttum aðferðum við kennslu bóklegra áfanga sem ná til sem flestra nemenda
Jafnrétti:
 • með því að gefa öllum kost á að sækja nám sem lokið hafa grunnskóla
 • með því að bjóða upp á heimavist fyrir þá nemendur sem sækja nám fjarri heimili
 • með því að gefa nemendum kost á því að stunda nám á þeim hraða sem hentar hverjum og einum
 • með því að bjóða upp á nám í kynjafræðum
 • með því að bjóða upp á fjölbreytt námsmat
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að gera nemendur meðvitaða um neyslu og nýtingu auðlinda jarðar
 • með því að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi þess að flokka sorp og minnka neyslu
 • með því að upplýsa nemendur um hvernig best er að losa sig við það sorp sem til fellur
 • með því að stuðla að því að samfélagslega sjálfbærri kennslu, til dæmis með því að nýta þjónustu og þekkingu í nærumhverfinu
 • með því að fást við efnahagslega sjálfbærni í áföngum um frumkvöðla- og markaðsfræði
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að í áfanga um listir og menningu er fjallað um ólíka menningarheima, meðal annars um sögu, menningu og listir
 • Í námsáföngum í ensku og dönsku er fengist við bókmenntir og menningu viðkomandi málsvæða auk málnotkunar
 • Í hönnunarsögu er farið yfir erlenda hönnunarsögu sem og hönnunarstíla frá iðnbyltingu til seinni heimstyrjaldar og hvernig hún hefur haft áhrif á menningu og þjóðlíf Evrópu og Ameríku
Heilbrigði:
 • með því að skólinn er þátttakandi í Heilsueflandi framhaldsskóla
 • með því að gera nemendum skylt að sækja líkamsrækt, innan veggja skólans eða utan
 • með því að bjóða upp á nám í öryggisfræði og líkamsbeitingu
 • með því að nám í lýðheilsu er skylduáfangi á námsbrautinni
 • með því að vera með virka eineltisáætlun
 • með því að stjórnendur skólans eru í góðu samstarfi við nemendafélagið
 • með því að efla sjálfstraust nemandans með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati í öllum séráföngum brautarinnar
 • með því að efla sjálfstæði nemandans með þemaverkefnum í stað ákveðinna verkefna skv. forskrift
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að nemendur sækja áfanga í íslenskri málnotkun og bókmenntum
 • með því að í hönnunarsögu er farið yfir sögu íslenskra húsgagnahönnuða og þá þróun sem þar hefur átt sér stað
 • með því að í áfanga um leður og roð er farið yfir sögu sútunar á Íslandi og þær hefðir sem hafa skapast í kringum hana
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að nemendum er gefinn kostur á að þróa sinn námsferil sjálfir. Nemandinn hefur 19 einingar til þess að undirbúa það nám sem hann kýs að stunda að námi loknu.
 • með því að bjóða upp á námsmat sem eykur virkni nemandans
 • með því að gefa nemendum kost á því að velja sjálfir vægi verkefna til einkunna, má hér nefna til dæmis fyrirkomulag smiðjanna
 • með því að gefa nemendum kost á verkefnum undir handleiðslu kennara fremur en fyrirfram ákveðin verkefni þar sem kennarinn hefur svörin á reiðum höndum
 • með því að nemendur læri að virða hugmyndir og skoðanir hvers annars
 • með því að kenna nemendum hvernig hægt er að setja fram jákvæða gagnrýni