Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Opin braut (Staðfestingarnúmer 96) 15-96-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Á opinni braut til stúdentsprófs er megin áherslan kjarnagreinar. Nemendur velja sér sjálfir þá leið sem þeir kjósa að fara. Nemendur velja að lágmarki 114 framhaldsskólaeiningar til viðbótar við kjarna sem er 86 einingar. Miðað er við að lágmark 17% námsins sé almennt nám á fyrsta hæfniþrepi og aldrei meira en 33%. Þriðjungur (33%) til helmingur námsins er á öðru hæfniþrepi. Á þriðja hæfniþrepi skal að lágmarki vera skilgreint 17% námsins og að hámarki 33%. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Opin braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Á opnu brautinni er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, t.d. fyrirlestrar, leitarnám, hópvinna, samvinnunám og rauntengt nám. |
Námsmat | Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg lokapróf í lok anna eru ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseiningafjöldi á brautinni eru 200 einingar. Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka 33-34 einingar á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. Sjá nánar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur velja að lágmarki 114 framhaldsskólaeiningar til viðbótar við kjarna sem er 86 einingar. Þeir áfangar sem kenndir eru hverju sinni eru í boði. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. |