Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Opin stúdentsbraut (Staðfestingarnúmer 363) 18-363-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 107 eininga kjarna. Nemendur velja síðan eitt af kjörsviðum brautarinnar: Almennt kjörsvið, Listgreinakjörsvið, Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið eða Hestakjörsvið. Á Almenna kjörsviðinu velja nemendur 93 einingar úr öllu námsframboði skólans. Á Listgreinakjörsviðinu og Íþrótta- og lýðheilsukjörsviðinu velja nemendur 40 einingar úr kjörsviðinu og 53 einingar í frjálsu vali. Á Hestakjörsviðinu velja nemendur 43 einingar úr kjörsviðinu og 50 einingar í frjálsu vali. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. á sviði lista, íþrótta eða hestamennsku. Brautin er einnig góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á opinni stúdentsbraut getur verið bæði bóklegt og verklegt. Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Á brautinni er 107 eininga kjarni sem allir nemendur taka. Á brautinni eru 4 kjörsvið: Almennt kjörsvið, Listgreinakjörsvið, Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið og Hestakjörsvið. Huga þarf að því að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein, hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er mikilvægt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. Almennt kjörsvið: Til að ljúka stúdentsprófi á almennu kjörsviði þarf að ljúka 107 einingum í kjarnagreinum. Nemendur velja síðan 93 einingar úr öllu áfangaframboði skólans og þurfa tvær námsgreinar að ná upp á 3. þrep. Listgreinakjörsvið og Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið: Til að ljúka stúdentsprófi af Listgreinakjörsviði og Íþrótta- og lýðheilsukjörsviði þarf að ljúka 107 einingum í kjarnagreinum og 40 einingum í listgreinum eða íþrótta- og lýðheilsugreinum. Nemendur velja 53 einingar til viðbótar eftir áhugasviði sínu og þurfa tvær námsgreinar að ná upp á 3. þrep. Hestakjörsvið: Til að ljúka stúdentsprófi af Hestakjörsviði þarf að ljúka 107 einingum í kjarnagreinum og 43 einingum í hestagreinum. Nemendur velja 50 einingar til viðbótar eftir áhugasviði sínu og þurfa tvær námsgreinar að ná upp á 3. þrep. Kennsluaðferðir eru verkefnamiðaðar þannig að kennarar ræða við nemendur um verkefnavinnuna, leiðbeina þeim og aðstoða við verkefnin. Hugmyndafræðin í kennslunni gengur út á að búa til námssamfélög með samvinnu kennara og nemenda þar sem samtalið á milli þeirra er mikilvægur þáttur í náminu.
Námsmat Námsmatið einkennist af leiðsagnarmati. Kennsluaðferðir eru fléttaðar saman við námsmatið þannig að úr verður leiðsagnarnám. Ekki eru haldin stór skrifleg lokapróf, en nemendur eru metnir jafnóðum alla önnina með fjölbreyttum verkefnum. Sem dæmi má nefna skrifleg og munnleg verkefni, myndbönd, veggspjöld og stutt próf. Engar einkunnir í tölum eru gefnar fyrir verkefni heldur fá nemendur umsagnir, ýmist skriflegar eða munnlegar sem leiða þá áfram. Í leiðsagnarnáminu er einnig markviss notkun á sjálfsmati og jafningjamati. Síðustu tvær vikur hverrar annar eru verkefnadagar þar sem nemendur vinna stór lokaverkefni þar sem þekkingar-, leikni-, og hæfniviðmið áfangans liggja til grundvallar. Í lok annar fá nemendur lokaeinkunn í heilum tölum í hverjum áfanga.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Gerð er krafa um að nemendur ljúki 15 einingum á önn. Meðalnámstími er 6 annir. Ef nemandi ætlar að ljúka brautinni á 6 önnum þarf hann að ljúka 33-34 einingum á hverri önn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • sýna frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði
 • tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendum tungumálum
 • takast á við frekara nám á næsta skólastigi
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi framtíð sína
 • nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
 • nýta sérþekkingu sína sem hann hefur öðlast á brautinni til frekara náms eða starfs

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarnagreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja tungumál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

40 af 48
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 40 af 48

Bundið áfangaval

40 af 47
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 40 af 47

Bundið áfangaval

43 af 53
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 43 af 53

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Á opinni stúdentsbraut geta nemendur valið á milli 4 kjörsviða. Velji nemendur Almennt kjörsvið taka þeir 107 eininga kjarna og geta síðan valið 93 einingar í frjálsu vali úr áfangaframboði skólans. Velji nemendur Listgreinakjörsvið eða Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið taka þeir 107 einingar í kjarna, 40 einingar á kjörsviði og 53 einingar í frjálsu vali. Velji nemendur Hestakjörsvið taka þeir 107 einingar í kjarna, 43 einingar á kjörsviði og 50 einingar í frjálsu vali. Uppfylla þarf tvenn skilyrði: að tvær námsgreinar nái upp á 3. þrep og að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er mikilvægt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
 • með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir
 • með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
 • með því að nemendur öðlast hæfni í að tjá sig bæði í ræðu og riti
 • með því að nemendur geti sett fram og notað tölulegar upplýsingar í röksemdafærslur
Námshæfni:
 • með því að nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
 • með því að nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
 • með því að nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
 • með því að nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
 • með því að nemendur taka ábyrgð á eigin námi
 • með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
 • með því að nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
 • með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
 • með því að nemendur nýta umsagnir kennara til þess að betrumbæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
 • með því að nemendur virkja sköpunarkraftinn til að sýna fram á námsárangur sinn
 • með því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína
 • með því að ögra nemendum til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna
Jafnrétti:
 • með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra og jafnan rétt allra jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
 • með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
 • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að nemendur fái kynningu á félagsauði, mannauði og náttúru- og umhverfisauði
 • með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
 • með því að nemendur þjálfast í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
 • með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
 • með því að nemendur afla sér upplýsinga á tungumálunum og túlka þær
 • með því að lesa fræðitexta á ensku
Heilbrigði:
 • með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
 • með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
 • með því að nemendur kynnast sjálfum sér betur
 • með því að og byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og túlkun
 • með því að leggja áherslu á samskipti, gögn, umhverfi og aðstæður
 • með því að nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
 • með því að nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti
 • með því að nemendur kynnast bókmenntum og menningu frá ýmsum tímum
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að nemendur fá val um verkefni
 • með því að nemendur fá val um framsetningarform verkefna
 • með því að nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu
 • með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
 • með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
 • með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi þróun skólastarfsins