Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Málm- og véltæknibraut - vélvirkjun (Staðfestingarnúmer 179) 19-179-3-8 vélvirki hæfniþrep 3
Lýsing: Vélvirki annast uppsetningu, viðgerðir, viðhald, endurnýjun og þjónustu á hvers kyns vél- og tæknibúnaði og flutningakerfum í skipum, vinnslustöðvum, vinnuvélum, verksmiðjum, orkuverum og orkuveitum. Hann skipuleggur fyrirbyggjandi viðhald, fylgist með ástandi vélbúnaðar og greinir bilanir. Vélvirkjar starfa hjá fyrirtækjum sem smíða og annast viðhald véla og vélbúnaðar, í framleiðslufyrirtækjum og bygginga- og skipasmíðafyrirtækjum. Vélvirki er lögverndað starfsheiti og vélvirkjun löggilt iðngrein.

Markmið náms í vélvirkjun er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa við vélvirkjun og til inngöngu í nám til iðnmeistararéttinda.

Nemendur geta lokið þeim hluta námsins sem kenndur er í skóla á þremur námsárum. Að þeim tíma loknum tekur við starfþjálfun á vinnumarkaði. Loks er gert ráð fyrir að nemendur taki sveinspróf í vélvirkjun.

Nám á málm- og véltæknibraut er starfsnám sem á rætur í ævafornum hefðum en byggir engu að síður á nýjustu þekkingu manna í tækni og vísindum. Í greinunum vefjast fornar handverkshefðir og vitneskja um eiginleika málma saman við nútíma tölvu- og stýritækni. Náminu er ætlað að búa nemendur undir þátttöku í nútímalegu lýðræðissamfélagi með því að auka hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar, efla vitund um eigin getu og takmarkanir og styrkja samskiptahæfni og samhug. Auk þess að búa nemendur sem best undir störf og frekara nám er áhersla lögð á að koma til móts við nemendur sem vilja hagnýta menntun sem felur í sér hæfni til starfa sem krefjast nákvæmni, útsjónarsemi, sköpunarhæfni og vandaðs verklags.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.
Skipulag: Heildarnámstími er fjögur ár. Gert er ráð fyrir að námi í skóla geti vel undirbúinn nemandi lokið á þremur árum (sex önnum). Nemendur geta lokið hluta af starfsþjálfun sinni samhliða skóla og þannig stytt námstímann.

Áhersla er lögð á að nemendur kynnist í námi sínu þeim verkferlum og tækni sem beitt er í atvinnulífinu og er leitast við að hafa samstarf við þau iðnfyrirtæki sem fremst standa á sviði málm- og véltækni hverju sinni þannig að nemendur kynnist því verklagi sem þar er stundað. Nemendur takast á við hagnýt verkefni og er verklegt nám að stærstum hluta einstaklings- og verkefnamiðað. Hagnýtir og fræðilegir þættir eru tengdir saman eins og kostur er þannig að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á þeim aðferðum sem beitt er við hvern verkþátt. Í bóklegum greinum er leitast við að svara kröfum samfélagsins um breiða, almenna menntun. Grunnþáttum menntunar eru gerð skil í ýmsum námsáföngum og leitast við að efla gagnrýna hugsun og sköpunarkraft nemenda með fjölbreyttum hætti.

Nám á málm- og véltæknibraut er 235 einingar. Kjarni brautarinnar er 105 einingar, kjörsvið 45 einingar og starfsþjálfun 80 einingar. Nemendur velja 5 einingar í bundnu áfangavali. Námslok eru á þriðja hæfniþrepi.
Námsmat Námsmati er ætlað að veita kennara haldgóða mynd af hæfni nemanda í ljósi hæfniviðmiða einstakra námsáfanga auk upplýsinga um framkvæmd kennslunnar og árangur þeirra aðferða sem beitt er. Tilgangur þess er ekki síður að veita nemandanum endurgjöf og leiðbeina honum á leið sinni í gegnum námið í viðkomandi áfanga. Því er um leiðsagnarmat að ræða í öllum áföngum. Sem dæmi um námsmatsaðferðir má nefna verkefnavinnu, skrifleg, munnleg og verkleg próf, jafningjamat, sjálfsmat, ritgerðarsmíð og skýrslugerð.
Starfsnám: Starfsþjálfun er skilgreindur hluti af námi á málm- og véltæknibraut. Henni er ætlað að þjálfa frekar hæfni nemenda á þeim sviðum sem nám þeirra á brautinni nær til. Á vinnustað fá þeir tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni við þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni. Nemendur kynnast af eigin raun þeirri menningu sem ríkir í íslenskum fyrirtækjum og eru beinir þátttakendur í henni. Gert er ráð fyrir að hverjum nema fylgi ferilbók þar sem grein er gerð fyrir þjálfun hans. Þeir verkþættir sem nemandi framkvæmir eru tíundaðir, mat lagt á framgöngu hans, verktækni, vinnuhraða og hæfni í viðkomandi iðngrein. Bera nemandi og atvinnurekandi eða fulltrúi hans sameiginlega ábyrgð á skráningu í ferilbók.

Nám á málm- og véltæknibraut er skipulagt sem ein heild. Því er mikilvægt að starfsþjálfun endurspegli eins og kostur er þau hæfniviðmið sem sett eru í einstökum áföngum. Þau fyrirtæki sem taka að sér að sjá um starfsþjálfun nemenda skuldbinda sig því til þess að sjá þeim fyrir þjálfun í samræmi við þau hæfniviðmið, auk þess sem þau veita verklega þjálfun og leiðsögn í faglegum vinnubrögðum.

Starfsnám á brautinni er 80 einingar sem jafngilda um 52 vikna vinnu. Nánari útfærslu á fyrirkomulagi starfsnáms er að finna í áfangalýsingum fyrir starfsþjálfun, ferilbókum og skólanámskrá.
Reglur um námsframvindu: Til þess að standast námsáfanga þurfa nemendur að ná einkunninni 5,0 eða S (staðið).
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi.
  • tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
  • sýna öðrum virðingu óháð kyni, þjóðerni, aðstæðum og lífsgildum.
  • sýna frumkvæði og beita sköpunargáfu til lausnar viðfangsefna.
  • leysa verkefni sem fela í sér meðferð á tölum og tölfræði.
  • gera grein fyrir skoðunum sínum og hugmyndum á fjölbreyttan hátt.
  • sýna ábyrgð í umgengni um umhverfi sitt og náttúru.
  • sinna almennum og sérhæfðum störfum sem tengjast málmiðngreinum.
  • gæta ávallt fyllsta öryggis við störf sín.
  • lesa teikningar og verk- og framleiðsluleiðbeiningar.
  • meðhöndla efni, áhöld og tæki sem notuð eru í málmiðngreinum.
  • tileinka sér nýjungar á starfsvettvangi sínum.
  • greina almenna þætti í málmiðngreinum, m.a. gæða- og framleiðslumál.
  • vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra.
  • meta efnismagn og kostnað fyrir tiltekin verkefni.
  • meta verk og aðstæður með tilliti til þekkingar sinnar, m.a. á afl- og straumfræði og efnisfræði málmiðna.
  • takast á við frekara nám, t.d. nám til meistararéttinda.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

235  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni málm- og véltæknibrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Vélvirkjun - sérgreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Starfsþjálfun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

5 af 20
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 20

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í stærðfræðiáföngum, eðlis- og rafmagnsfræði og iðnreikningi. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Námshæfni:
  • Á námsbrautinni er unnið með námshæfni í öllum námsáföngum. Námshæfni felur m.a. í sér að nemandi þekki eigin styrkleika og geti sett sér raunhæf markmið, geti deilt þekkingu sinni með öðrum, notað fjölbreyttar námsaðferðir og gögn og sé sjálfstæður í vinnubrögðum. Enn fremur er mikilvægt að nemandi geti lagt mat á eigið vinnuframlag, tekist á við áskoranir í námi, skipulagt vinnutíma sinn og forgangsraðað viðfangsefnum, geti borið ábyrgð á eigin námi og nýtt fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra viðfangsefna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar með því að gefa nemendum tækifæri til að vinna á skapandi hátt að verkefnum sem tengjast námsefninu. Nemendur eru hvattir til að leita frumlegra leiða til lausnar þeirra verkefna sem þeir glíma við hverju sinni. Nemendur fá innsýn í áhrif skapandi greina t.d. list- og hönnunargreina á iðnframleiðslu. Færni í skapandi hugsun öðlast nemendur m.a. í plötuvinnu, grunnteikningu og lífsleikni. Hagnýta þekkingu öðlast nemendur í öllum áföngum brautarinnar.
Jafnrétti:
  • Á námsbrautinni er unnið með jafnrétti í víðu samhengi. Fjallað er um tengd hugtök, s.s. kynhneigð, kynheilbrigði og kyngervi. Leitast er við að efla skilning nemenda á því hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Einnig er fjallað um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á ímynd og lífsstíl. Lífsleikniáfangi, tungumál og heilsu- og heilbrigðisáfanginn eru mikilvægir í þessu sambandi.
Menntun til sjálfbærni:
  • Á námsbrautinni er unnið með menntun til sjálfbærni í samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra, þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru, skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir og hvernig vitund um vistspor einstaklinga og samfélaga getur stuðlað að sjálfbærri þróun. Unnið er með menntun til sjálfbærni í öllum verklegum áföngum, rafmagnsfræði, eðlisfræði og lífsleikni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í enskuáföngum. Nemandi nýtir sér eftir atvikum handbækur og netið til faglegrar upplýsingaöflunar á ýmsum tungumálum. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Heilbrigði:
  • Á námsbrautinni er unnið með heilbrigði í íþróttaáföngum og lífsleikni. Nemendur hljóta þjálfun í íþróttum og markvissa fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Íþróttaáfangar og lífsleikni gegna lykilhlutverki í að veita nemendum þekkingu, leikni og hæfni á sviði heilbrigðis.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku í öllum námsáföngum. Nemendur vinna ýmiss verkefni og skýrslur og er áhersla lögð á að málfar sé vandað og skýrt.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Á námsbrautinni er unnið með lýðræði og mannréttindi í tengslum við fjölmarga námsþætti. Nemendur eru vaktir til vitundar um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og að virða mannréttindi og manngildi. Nemendur hljóta þjálfun í að setja fram eigin skoðanir og taka þátt í rökræðum og þjálfaðir í að taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála. Nemendur leita skilnings á grundvallarreglum samfélagsins og mikilvægi jákvæðra og uppbyggilegra félags- og samskiptahæfni. Lífsleikni gegnir mikilvægu hlutverki við þjálfun borgaravitundar nemenda svo og ýmsir verklegir áfangar þar sem reynir á samvinnu og samskipti.