Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut (Staðfestingarnúmer 371) 18-371-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Námi á framhaldsskólabraut er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi undir nám á bók- eða verknámsbrautum skólans. Námið er að lágmarki 100 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhaldsskólabraut hefji nám á annarri námsbraut í framhaldi af eða samhliða námi á framhaldsskólabraut.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á framhaldsskólabraut er að hafa lokið grunnskólaprófi.
Skipulag: Nám á framhaldsskólabraut er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á góða almenna menntun og traustan grunn í kjarnagreinunum.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Miðað er við að nemendur ljúki námi á framhaldsskólabraut á tveimur árum. Námið er einstaklingsmiðað þannig að nemandi með nægan undirbúning í tiltekinni grein getur hafið þar nám á 2. námsþrepi þó svo að hann sé á fyrsta þrepi í öðrum greinum. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • efla sjálfsmynd sína og styrkleika.
 • hefja nám í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi.
 • afla sér almennrar þekkingar
 • takast á við frekara nám
 • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka
 • koma hugmyndum sínum á framfæri á margvíslegan hátt, s.s. í ritgerðum, skýrslum og framsögn
 • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
 • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
 • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, gagnrýni í hugsun og hæfni til samstarfs
 • nota upplýsingatækni á ábyrgan hátt

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

100  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni framhaldskólabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Enska, hæfnieinkunn D
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska, hæfnieinkunn C
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Danska, hæfnieinkunn D
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Danska, hæfnieinkunn C
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Stærðfræði, hæfnieinkunn D
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði, hæfnieinkunn C
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Íslenska, hæfnieinkunn D eða C
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íslenska, hæfnieinkunn B
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á framhaldsskólabraut er 33 einingar og skulu nemendur velja þær af 1. og 2. þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
 • nemendur vinna með styrkleika sína til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
 • nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
 • nemendur taka ábyrgð á eigin námi
 • nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
 • nemendur læra sjálfstæði í vinnubrögðum
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • hvetja nemendur til að sjá nýjar og ólíkar hliðar á sama veruleika
 • hvetja nemendur til að sýna frumkvæði og áræðni og nýta þekkingu sína á frumlegan hátt
 • flétta tjáningu og sjálfstæðri verkefnavinnu saman við nám
 • veita nemendum tækifæri til skapandi starfs
 • gera nemendur meðvitaða um styrkleika sína þannig að þeir geti nýtt þá í vinnu og námi
Jafnrétti:
 • nemendum gefinn kostur á að nýta hæfileika sína án fordóma
 • nota fjölbreyttar kennsluaðferðir til að mæta þörfum ólíkra nemenda
 • nemendur kynnist ýmsum tegundum jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti, jöfnum rétti fatlaðra og ófatlaðra og jafnan jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
Menntun til sjálfbærni:
 • aðstoða nemendur að sjá sig í víðu samhengi, sem hluta af náttúru, menningu og sögu
 • hvetja nemendur til hófsemi og nægjusemi
 • hvetja nemendur til að láta sig varða um umhverfið og velferð komandi kynslóða
 • virkja nemendur til ábyrgðar gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
 • nemendur auka orðaforða sinn til að afla sér upplýsinga á ólíkum tungumálum
 • skapa aðstæður sem hvetja nemendur til lestrar á erlendum tungumálum
Heilbrigði:
 • nemendur nýta hæfileika sína og fá hrós fyrir það sem vel er gert
 • nemendur eru hvattir til heilbrigðra lífshátta
 • byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
 • hvetja nemendur til heilsusamlegs lífsstíls í tengslum við heilsueflandi framhaldsskóla
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • örva nemendur til að tjá sig í ræðu og riti og skapa aðstæður sem hvetja til lestrar
 • auka orðaforða nemenda og fjölga hugtökum sem þeir hafa á valdi sínu
 • efla skilning nemenda á fjölbreyttu námsefni og auka hæfni þeirra til að túlka það og setja í víðara samhengi
 • nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
Lýðræði og mannréttindi:
 • gæta þess að ákvarðanir um skólastarfið styðjist við málefnaleg rök og ástæður sem allir fá tækifæri til að gagnrýna og ræða
 • hvetja alla nemendur til virkni í félagslífi, gefa þeim kost á að hafa áhrif á skólasamfélagið og gera þeim ljóst hvernig þeir geta gert það
 • hvetja alla nemendur til að láta sig varða um almannahag, mannréttindi og málefni samfélagsins
 • nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu