Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Vefþróun 2021 | viðbótarnám við framhaldsskóla | hæfniþrep 4 |
Lýsing: | Nám í Vefþróun er ætlað nemendum sem hafa áhuga á störfum innan vefiðnaðarins. Áhersla er á viðmótsforritun í náminu og náið samstarf við Vefstofur og fagaðila innan vefiðnaðarins. Nemandinn fær að takast á við raunveruleg verkefni í hönnun, forritun og þróun veflausna. Viðmótshönnuðir- og vefforritarar starfa meðal annars hjá vefstofum og í vefdeildum hjá stórum og meðal stórum fyrirtækjum sem leggja áherslu á stafræna nálgun. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Miðað er við að nemendur sem hefja nám í Vefþróun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það skoðað sérstaklega. |
Skipulag: | Námið er skipulagt sem verkefnastýrt nám sem möguleiki er á að ljúka á einu ári (haustönn, vorönn og sumarönn), miðað við að nemendur stundi þetta sem fullt nám (30 einingar a önn) og er þá lokaverkefnið unnið á sumarönninni í samvinnu við fyrirtæki á markaðnum eða aðra aðila. Náminu er skipt upp í ákveðið mörg verkefni sem þarf að ljúka og getur nemandinn þannig haft áhrif á námshraða með því hversu hratt hann fer í gegnum verkefnin. Þó er ætlast til að öllu sé lokið á 2 árum. Náist það ekki þarf að skoða það sérstaklega. Vettvangur er skapaður fyrir samvinnu og frjóar umræður. Í náminu er mikil áhersla lögð á tengsl við vefstofur og fagaðila innan vefiðnarins. Einnig er rík áhersla lögð á að nemendur öðlist góða yfirsýn yfir vefiðnaðinn og þær kröfur sem gerðar eru á þeim vettvangi. Á brautinni er gert ráð fyrir 24 klukkustunda vinnuframlagi nemanda fyrir hverja einingu. |
Námsmat | Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og því er sjálfsmat einn þáttur af námsmati í viðmótsforritun |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur þurfa að ljúka öllum verkefnum námsins með fullnægjandi árangri. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
90 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft