Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Námsbraut netagerðar (Staðfestingarnúmer 181) 16-181-3-8 netagerðarmaður hæfniþrep 3
Lýsing: Námið er samningsbundið iðnnám og skiptist í bóklegar greinar (tvær annir í skóla) og vinnustaðanám, samtals 204 feiningar. Í vinnustaðanámi afla nemendur sér námssamningi í fyrirtæki sem samvarar 146 feiningum. Námi í netagerð lýkur með sveinsprófi. Netagerð er löggilt iðngrein.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Hæfnieinkunn C+ í stærðfræði og íslensku. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum þurfi nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B, B+ eða A í þessum greinum í grunnskóla.
Skipulag: Skólanám er tvær annir, samtals 58 framhaldskólaeiningar. Vinnustaðanám er 82. vikur eða 146 feiningar samkvæmt ferilbók.
Námsmat Með námsmati er kannað að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau markmið sem sett eru í viðkomandi áföngum. Námsmat skal vera fjölbreytt. Í upphafi hvers skólaárs skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Æskilegt er að í námsmati felist leiðsögn til nemenda um hvernig þeir geti með árangursríkum hætti hagað námi sínu. Hver skóli setur sér reglur um námsmat og birtir í skólanámskrá.
Starfsnám: Vinnustaðanám í netagerð er skilgreint sem 82 vikna þjálfunartímabil. Hluti starfsþjálfunar getur farið fram milli fyrstu og annarrar annar. Megináhersla er þó á starfsþjálfun að loknum öllum áföngum skólanáms. Vinnustaðanám og skólanám skal mynda eina skipulagslega heild með þeim hætti að kennsla og nám í skóla er undanfari kennslu og þjálfunar á vinnustað. Starfsþjálfunartímabilið er 82 vinnuvikur í fyrirtæki. Fleiri en eitt fyrirtæki geta annast vinnustaðakennslu með samningi sín í milli. Ferilbók fylgir nemandanum í gegnum vinnustaðanámið. Hlutverk ferilbókar er að sýna skipulag vinnustaðanámsins sem heild og tengsl þess við skólanám. Skrá námsferil nemenda á vinnustað og gefa umsagnir um árangur nemenda á námsferlinum.
Reglur um námsframvindu: Sjá reglur um námsframvindu í skólanámskrá
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • kunna skil á öllum framleiðsluaðferðum veiðarfæra sem notuð eru við Ísland. Hann þekkir merkingar og mæliaðferðir, kann handbrögð og verklag við handhnýtingu, framleiðslu og uppsetningu. Hann getur lagt mat á gæði vinnu sinnar og annarra
 • meta ástand veiðarfæra og ályktar um viðgerða- og endurnýjunarþörf, gerir áætlun um tíma og kostnað, og framkvæmir samkvæmt áætlun
 • hafa samráð við skipstjórnar- og útgerðarmenn. Hann útskýrir tillögur sínar gaumgæfilega og tekur tillit til óska og krafna viðskiptavina
 • þekkja skaða sem veiðarfæri í sjó kunna að valda og tekur tillit til þeirra þátta við hönnun og framleiðslu. Hann virðir reglur um meðferð og förgun úreltra veiðarfæra. Hann gerir veiðarfæri þannig úr garði að þau hafi sem mesta valhæfni til þess að vernda þau sjávardýr sem ekki á að veiða
 • þekkja flokkun og þróun veiðarfæra, kjör- og valhæfni, mælitæki og veiðarfæranema sem auka afrakstur og hámarka nýtni. Hann þekkir takmarkanir á heimildum til notkunar veiðarfæra við landið. Hann ber skyn á atferli nytjafiska og viðbrögð þeirra við veiðarfærum. Hann þekkir hvernig áhrif veiðarfæri hafa á umhverfi og hvernig ber að varast óæskileg umhverfisáhrif
 • þekkja uppbyggingu og lögun veiðarfæra, efni til veiðarfæragerðar og getur hannað veiðarfæri í ljósi þekkingar sinnar og reynslu
 • þekkja og hlíta ákvæðum vinnuverndarlaga. Hann fer að opinberum fyrirmælum um meðferð efna og úrgangs. Hann er fyllilega meðvitaður um rétta líkamsbeitingu við vinnu og hollustuhætti almennt.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

204  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennar greinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérgreinar netagerðar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Vinnustaðanám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

1 af 12
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 1 af 12

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
 • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
 • með því að nemendur vinni með talnagögn í áföngum
 • taka siðferðilega afstöðu til samskipta og efnis á samskiptamiðlum og temja sér vönduð vinnubrögð við notkun netmiðla
Námshæfni:
 • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
 • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
 • með því að nemendur geri áætlanir um uppbyggingu náms síns og áætluð námslok
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
 • með því að gefa nemendur að kynnast fjölbreyttum störfum innan atvinnugreinarinnar í gegnum vinnustaðanám
Jafnrétti:
 • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
 • með því að tengja lýðræðis og mannréttindahugsjónir við hverdagslegan raunveruleika sinn í starfi, félags- og einkalífi
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
 • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
 • með samskiptum við erlenda skóla
Heilbrigði:
 • með því að fylgja settri forvarnastefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
 • bera ábyrgð á eigin heilsufari og tileinka sér lífshætti sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og velferð
 • þekkja grundvallaratriði í næringarfræði og hollustu í matarræði og annari neyslu
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
 • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
 • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
 • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
 • með því að auka skilning á eigin afstöðu til lýðræðis, gagnrýninnar hugsunar, umburðarlyndis, jafnréttis, mannréttinda ásamt virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarr