Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 431) 19-431-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Starfsbraut er ætluð nemendum sem þurfa einstaklingsmiðað nám vegna fötlunar og sértækra námsörðugleika. Náminu er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu með áherslu á undirbúning fyrir lífið, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám. Áhersla er á að styrkja náms-, starfs-, og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstraust. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum. Þannig geta áherslur nemenda verið mismunandi á námstímabilinu og skráning nemenda í áfanga breytileg eftir einstaklingum. Nám á starfsbraut er á fyrsta hæfniþrepi og er fjögur ár, óháð fjölda eininga sem nemendur ljúka á námstímanum. Nemendur á starfsbraut geta jafnframt valið að stunda nám í áföngum á öðrum námsbrautum skólans og í sumum tilfellum á 2. og 3. hæfniþrepi. Leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast. Áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir. Á starfsbraut Flensborgarskólans er í boði að fara í starfsnám á vinnustað sem valáfanga á 3. og 4. námsári. Skipulag starfsnámsins er einstaklingsmiðað og unnið í samstarfi við sérhvern nemanda og forráðamenn hans.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992.
Skipulag: Nám á starfsbraut skiptist í kjarna 166 einingar og frjálst val 74 einingar. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Valáfanga taka nemendur jafnt og þétt í náminu, samhliða kjarnaáföngum. Áhersluþættir valáfanga eru, heilsuefling og lífsstíll, upplýsinga - og tölvutækni og skapandi greinar. Allir nemendur hafa umsjónarkennara, öll fjögur árin, sem styðja þá og halda utan um námið með nemandanum. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og áhersla er lögð á notkun margmiðlunar-, upplýsinga- og tölvutækni.
Námsmat Námsmat er einstaklingmiðað og fjölbreytt. Matsaðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Nánari tillhögun námsmats kemur fram í kennsluáætlunum áfanganna.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Brautskráning er óháð fjölda eininga sem nemandi hefur lokið.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • þekkja og nýta eigin styrkleika
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir og sýna frumkvæði
 • styrkja eigin sjálfsmynd
 • tjá eigin skoðanir og líðan
 • geta átt jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigin framtíð
 • nýta sér læsi í víðu samhengi
 • nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
 • virða fjölbreytileika mannlífsins og sjónarmið annarra
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu og á samfélagsmiðlum
 • vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

240  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í frjálsu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á starfsbraut ásamt öðru námsframboði skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn, þó aldrei minna en 74 einingar af þeim 240 einingum sem þarf til að útskrifast af brautinni. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
 • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
 • með því að nemendur þjálfi talnameðferð, m.a. í stærðfræðiáföngum
Námshæfni:
 • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
 • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
 • með því að stuðla að því að nemendur þjálfi hæfni sína til að miðla til annarra og styrkja þannig námshæfni sína, t.d. með kynningum á verkefnum
 • með því að stuðla að aukinni þekkingu og hæfni nemenda á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl, í heilsueflingaráföngum skólans
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að leggja áherslu á skapandi hugsun og verkefnavinnu í fjölda áfanga á brautinni
 • með því að í vali er boðið upp á hönnun og listgreinar
 • með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga
 • með því að hvetja nemendur til að taka frumkvæði í eigin námi, ígrunda og beita gagnrýninni hugsun
 • þar sem margir þættir í skólastarfinu falla undir skapandi starf, t.d.þátttaka í félagslífi skólans
Jafnrétti:
 • með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
 • með því að skólinn fylgi eftir jafnréttisstefnu sinni og hafi virka jafnréttisnefnd sem nemendur geta leitað til
 • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
 • með því að bjóða nemendum brautarinnar að stunda nám í áföngum á öðrum brautum skólans og stuðla þannig að blöndunmeð því að leggja áherslu í öllu skólastarfinu á að hver og einn nemandi fái tækifæri til að efla hæfni sína á eigin forsendum, jafnt einstaklingar með fötlun og aðrir
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
 • með því að taka sjálfbærni fyrir á fjölbreyttan hátt í ýmsum áföngum brautarinnar, s.s. matarsóun í matreiðslu, umfjöllunarefnum í tungumálum, stærðfræði o.fl.
 • með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
Heilbrigði:
 • þar sem skólinn er forystuskóli í Heilsueflandi framhaldsskólaverkefninu er heilbrigði og heilsuefling rauður þráður í skólastarfinu
 • með því að styðja nemendur til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu íþróttavali.
 • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
 • með því að bjóða upp á heilsusamlegt fæði í mötuneytinu
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
 • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
 • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
 • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
 • með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku