Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Snyrtibraut (Staðfestingarnúmer 315) 19-315-3-8 snyrtifræðingur hæfniþrep 3
Lýsing: Nám og kennsla í snyrtifræði miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð snyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Þá er stefnt að því að nemendur auki færni sína til þess að standast kröfur iðngreina um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Snyrtifræðingar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að þjálfa samskiptafærni nemenda og getu þeirra til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina. Í námskrá snyrtibrautar er lögð áhersla á að rækta með nemendum jákvætt viðhorf til gæða í þjónustu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri til þess að hefja nám í verklegum áföngum.
Skipulag: Nám á snyrtibraut er 255 eininga nám á þriðja hæfniþrepi og tekur að jafnaði fjögur ár. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla 195 einingar og 60 eininga starfsþjálfun í 9 mánuði. Námið undirbýr nemendur undir starf snyrtifræðings og er mikil áhersla lögð á mannleg samskipti, nærgætni, nákvæmni og stundvísi. Náminu á brautinni er jafnframt ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum. Að öllum áföngum loknum, bæði í skóla og starfsþjálfun á snyrtistofu sækir nemandi um að taka sveinspróf sem veitir starfsheitið snyrtifræðingur.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.
Starfsnám: Starfsþjálfun nemenda er 9 mánuðir og er metin til 60 eininga.
Reglur um námsframvindu: Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 einingum á önn. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5. Ljúka verður áföngum í kjarna í réttri röð. Reglur um skólasókn og skólasóknareinkunnir er að finna í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita skapandi hugsun við lausnarmiðað nám
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt og sýna þannig ábyrgð á námi sínu
  • nýta sér þekkingu sína á samfélaginu og félagslegu umhverfi til að taka þátt í upplýstri umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi
  • leita fullnægjandi röksemda fyrir skoðunum sínum og annarra og efli þannig víðsýni sína og virðingu fyrir skoðunum annarra
  • beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn viðfangsefna
  • sýna faglega umhyggju gagnvart viðskiptavinum
  • nýta samskiptafærni við margvíslegar aðstæður og tjá eigin hugmyndir og skoðanir
  • geta tekið á móti viðskiptavini á faglegan hátt og sýnt fágaða framkomu
  • geta greint ástand húðar líkamans, andlits, handa og fóta á grundvelli fræðilegrar þekkingar á uppbyggingu og starfsemi mannslíkamans með sérstakri áherslu á vöðva, blóðrásar- og taugastarfsemi, húð og líffæri hennar, t.d. neglur og hár og sjúkdóma þeim tengdum
  • búa yfir grundvallarþekkingu í eðlis- og efnafræði, og efnafræði snyrtivara sérstaklega og þekkja þá rafstrauma sem eru notaðir við snyrtingu
  • kunna mismunandi meðferðir með tækjum fyrir líkama og andlit, geta greint á milli þeirra og valið eftir þörfum viðskiptavinar
  • geta greint einstaklingsþarfir viðskiptavinar varðandi húðmeðferð og leiðbeiningar um val og notkun snyrtivara fyrir líkama, andlit, hendur og fætur
  • geta nuddað höfuð, líkama, hendur og fætur eftir sænska nuddkerfinu ásamt ilmolíu- og eða punktanuddi
  • kunna snyrtingu líkama, handa, fóta og andlits, þar með talið litun augnhára og augabrúna, með tilliti til þarfa einstaklings
  • þekkja áhrif og notkun hitagjafa sem eru notaðir við meðhöndlun líkamans s.s. gufu, saunu, innrauðs ljóss, paraffínvax og hitamaska
  • þekkja mismunandi ásetningu gervinagla og naglaskrauts
  • geta farðað einstakling með hliðsjón af aldri, þörfum og tilefni
  • kunna að fjarlægja hár með vaxi og þekki aðrar aðferðir við að fjarlægja hár svo sem rafræna háreyðingu og háreyðandi krem
  • kunna skipuleg og vönduð vinnubrögð og sýna vandaðan frágang á áhöldum og vinnusvæði
  • kunna að sótthreinsa áhöld og vinnuaðstöðu með mismunandi sótthreinsiefnum og þekkja til smitvarna
  • geta leiðbeint viðskiptavini um val á snyrtivörum, notkun þeirra og áframhaldandi meðferð húðar og lokið afgreiðslu snyrtivara til viðskiptavinar
  • þekkja öryggis- og varúðarráðstafanir varðandi vinnu sína og geta veitt algengustu skyndihjálp
  • vinna að eigin starfsþróun og tileinka sér nýjungar í starfi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

255  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Skólakjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

2 af 11
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 2 af 11

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Í skólanum reynir á þessa þætti í fjölmörgum áföngum brautarinnar. Nemendur læra að afla gagna, flokka, vinna úr, nota og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
  • Í náminu er komið inn á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar við úrvinnslu upplýsinga og áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
  • Í séráföngum brautar eru fagbækur, fagtímarit og efni á netinu hluti námsefnis og verkefna. Nemendur þurfa því að geta lesið í texta, tölulegar og myndrænar upplýsingar og vera læsir á tölur um hlutföll efna.
  • Í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri talnameðferð og stærðfræði daglegs lífs.
  • Í raungreinum er er framsetning og túlkun upplýsinga og lestur gagna úr töflum og línuritum æfð. Þá er gerð krafa um að nemendur læri að fara með kort, talnagögn, beiti jöfnum og læri að lesa úr þeim.
  • Í tungumálanámi eru nemendur látnir vinna með erlenda gjaldmiðla, breytilegan hnattrænan tíma og skipuleggja ferðalög sem allt tengist samskiptum með tölur og upplýsingar.
Námshæfni:
  • Í snyrtifræðinámi er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar með áherslu á leiðsagnarmat þar sem unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna.
  • Í vinnustaðanámi er áhersla lögð á að nemendur yfirfæri bóklega þekkingu með því að sýna hæfni í störfum sínum.
  • Snyrtifræðinám krefst lesturs fræðitexta og skilnings á þeim. Heimanám og vinna krefst forgangsröðunar og skipulags. Nemendur þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Margir þættir í skólastarfinu flokkast sem skapandi starf. Í flestum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og þurfa nemendur að sýna hæfni í alls kyns verkefnum, kynningu á þeim og flutningi.
  • Í mörgum áföngum vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika og að hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu þeirra. Lögð er áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og meðferðir og miðlunar viðskiptavina.
  • Í lokaáföngum reynir verulega á hagnýtingu og samþættingu þekkingar og skapandi hugsunar. Í þeim áföngum samhæfa nemendur þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast í náminu.
Jafnrétti:
  • Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er ekki gert upp á milli nemenda og allir fá tækifæri til að þroska hæfileika sína. Boðin er stoðkennsla fyrir þá nemendur sem þurfa, aðstoð í námsveri og aðstoð á prófatíma. Í skólanum starfar jafnréttisnefnd sem hefur sett sér jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun og fylgist jafnframt með að þeim sé fylgt.
  • Í náminu er lögð áhersla á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli.
  • Námsmat og kennsluaðferðir í áföngum er aðlagað að mismunandi leiðum nemenda til að læra og er fjölbreytt allan námstímann.
  • Í grunnáfanga í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning skilning sinn á skipulagi samfélagsins og verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsleg viðfangsefni og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi.
  • Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á að gera hlut kvenna sýnilegan, en einnig á jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Leitast er við að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og jafnrétti þjóðfélagshópa.
  • Í öllum erlendum málum eru lesnir textar sem tengjast bæði jafnrétti kynjanna og jafnrétti í sinni víðustu mynd og horft á myndefni sem hvetur til samræðna um jafnréttismál.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í snyrtifræðinámi er lögð áhersla á sjálfbærni með því að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu og umhverfi. Nemendur eru hvattir til þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Áhersla er lögð á að þeir verði öðrum til fyrirmyndar í krafti þekkingar sinnar. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
  • Í bóklegum og verklegum séráföngum brautar sýna nemendur ábyrgð í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk. Nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta.
  • Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt.
  • Í séráföngum brautar er lögð áhersla á nýtingu efna. Þar er fjallað um ábyrgð hvers einstaklings á umhverfi sínu. Nemendur læra meðhöndlun efna á vistvænan hátt og áhersla er lögð á að lámarka notkun á einnota vörum.
  • Í líffræði er umfjöllun um líkamlega heilsu og heilsu umhverfisins stór þáttur.
  • Í efnafræði er fjallað um mengunarefni í náttúrunni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Dönskunám grundvallast á því að auka tal, les- og hlustunarskilning nemenda og að þeir öðlist færni í að tjá sig í einföldum samtölum á dönsku. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í danska menningu.
  • Í enskunámi eru nemendur þjálfaðir í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræðu og riti. Farið er sérstaklega í fagorðaforða heilbrigðisgreina í síðasta enskuáfanga námsins í þeim tilgangi að nemendur verði hæfir til að lesa fræðigreinar í hjúkrun og heilbrigðisgreinum. Í öllum enskuáföngum er leitast við að gera nemendur meðvitaða um menningu og siði sem einkenna landsvæði, þar sem tungumálið er talað.
  • Í lokaritgerð þurfa nemendur að afla heimilda á erlendu tungumáli, nýta sér þær og fá þannig nokkra þjálfun í að lesa viðkomandi fagmál.
  • Nemendur læra fræðiheiti á ensku, frönsku og latínu í séráföngum til að geta aflað sér upplýsinga og nýtt í meðferðum.
Heilbrigði:
  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl. Nemendur taka 7 framhaldsskólaeiningar tengdar íþróttum, heilsu og skyndihjálp og læra þannig að bera ábyrgð á eigin heilsu.
  • Í snyrtifræðinámi eru fagleg umhyggja og heilsueflandi samskipti meginþráður í öllum sérágöngum. Fjallað er um heilbrigðan lífsstíl, heilsueflingu, forvarnir og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu.
  • Áhersla er lögð á persónulegt hreinlæti og andlegt heilbrigði í öllum áföngum. Fjallað er um áhrif streitu, kvíða, svefns, næringar og hreyfingar á líkamlegt og andlegt heilbrigði.
  • Í íþróttum er unnið að því að nemendur geri hreyfingu og þátttöku í íþróttum að hluta af daglegu lífi sínu og auki þannig lífsgæði sín. Þeir fá fræðslu um mataræði, mikilvægi hreyfingar og svefns og skaðsemi vímuefna og lyfja.
  • Í ensku og dönsku eru lesnir textar sem tengjast heilsu og heilbrigðum lífsháttum.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Skólinn leggur mikla áherslu á að efla læsi, samskiptahæfni og tjáningu nemenda í öllu námi. Nemendur þjálfast í læsi, tjáningu og samskiptum í alls kyns verkefnavinnu og verkefnaskilum í ræðu og riti. Þá þurfa nemendur að rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í margs konar verkefnaflutningi.
  • Í öllum íslenskuáföngum þjálfast nemendur í læsi, þurfa að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Eftir því sem ofar dregur verður mál nemenda blæbrigðaríkara, orðaforði fjölbreyttari, bygging texta og frágangur markvissari.
  • Í raungreinaáföngum og séráföngum brautar læra nemendur að lesa úr línuritum og myndrænum upplýsingum. Þá þjálfast þeir í að setja texta fram á skýran og greinilegan hátt þannig að hver liður verkefnis sé útskýrður áður en tekið er til við þann næsta
  • Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun þurfa nemendur að tjá sig munnlega og skriflega til að koma upplýsingum um skjólstæðinga á framfæri. Í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk þurfa nemendur að geta tjáð sig á skýran og markvissan hátt.
  • Náminu lýkur með viðamikilli lokaritgerð þar sem reynir á tjáningu, framsetningu og rökstuðning á íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið s.s. með kennslukönnunum þar sem nemendur láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skóla.
  • Nemendur taka þátt í að móta skólastarfið með ýmsum hætti. Þannig er stuðlað að því að gera nemendur virka og meðvitaða um að móta samfélag sitt. Forsvarsmenn nemendafélagsins sitja í skólaráði og eiga þannig þátt í ákvarðanatöku um ýmis málefni. Tvisvar á ári eru haldnir skólafundir sem allir nemendur skólans taka þátt í. Á þeim er leitað eftir skoðunum nemenda á ýmsu sem tengist skólahaldinu og úrbætur gerðar í framhaldinu eftir þeirra ábendingum. Auk þess er beitt lýðræðislegum kennsluaðferðum og nemendur hafðir með í ráðum við val á námsefni og kennsluaðferðum.
  • Í grunnáfanga félagsvísinda sem allir nemendur á náttúruvísindabraut taka er markmið að auka þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindum.
  • Í áföngum á 1. þrepi er lögð áhersla á verkefnavinnu í kennslustundum. Á 2. og 3. þrepi eykst svo áhersla á heimanám.
  • Nemendur taka þátt í umræðum og læra að beita rökum í álitamálum.
  • Nemendur þjálfast í að taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt í vinnustaða- og starfsnámi.
  • Mikið reynir á samvinnu, umhyggju og samkennd. Nemendur læra að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum, taka tillit til samnemenda, samstarfsfólks og viðskiptavina og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.
  • Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun sýna nemendur eigin störfum og annarra virðingu og sinna þeim af trúmennsku og heiðarleika.
  • Í bóklegum og verklegum séráföngum brautar sýna nemendur ábyrgð í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk. Nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta.
  • Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt.
  • Í séráföngum brautar er lögð áhersla á nýtingu efna. Þar er fjallað um ábyrgð hvers einstaklings á umhverfi sínu. Nemendur læra meðhöndlun efna á vistvænan hátt og áhersla er lögð á að lámarka notkun á einnota vörum.
  • Í líffræði er umfjöllun um líkamlega heilsu og heilsu umhverfisins stór þáttur.
  • Í efnafræði er fjallað um mengunarefni í náttúrunni.