Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Vefþróun (Staðfestingarnúmer 201) 18-201-4-11 viðbótarnám við framhaldsskóla hæfniþrep 4
Lýsing: Nám í Vefþróun er ætlað nemendum sem hafa áhuga á störfum innan vefiðnaðarins. Áhersla er á viðmótsforritun í náminu og náið samstarf við Vefstofur og fagaðila innan vefiðnaðarins. Nemandinn fær að takast á við raunveruleg verkefni í hönnun, forritun og þróun veflausna. Viðmótshönnuðir- og vefforritarar starfa meðal annars hjá vefstofum og í vefdeildum hjá stórum og meðal stórum fyrirtækjum sem leggja áherslu á stafræna nálgun.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Miðað er við að nemendur sem hefja nám í Vefþróun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það skoðað sérstaklega.
Skipulag: Námið er skipulagt þannig að viðfangsefni geta skarast þvert á áfanga og efni getur verið skipt í smærri námsþætti eftir þörfum. Þess er þó ávallt gætt að lokamarkmiðum námsins og markmiðum einstakra áfanga sé haldið til haga. Vettvangur er skapaður fyrir samvinnu og frjóar umræður. Í náminu er mikil áhersla lögð á tengsl við vefstofur og fagaðila innan vefiðnarins. Einnig er rík áhersla lögð á að nemendur öðlist góða yfirsýn yfir vefiðnaðinn og þær kröfur sem gerðar eru á þeim vettvangi. Á brautinni er gert ráð fyrir 24 klukkustunda vinnuframlagi nemanda fyrir hverja f-einingu. Nemendur sem útskrifast úr náminu hafa möguleika á að fá nám sitt metið í háskólum erlendis upp í BA-nám og er skólinn með gildandi samninga um það. Sjá má á vef skólans nöfn fyrirtækja og skóla sem eru samstarfsaðilar skólans hverju sinni.
Námsmat Námsmat er með fjölbreyttum hætti og byggir meðal annars á símati á vinnu nemanda, mati á úrlausnum og afurðum, skriflegum og verklegum prófum og munnlegum og skriflegum greinagerðum. Verkefnin eru ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni. Kynningar einstaklinga og hópa á verkefnum á ýmsum stigum í vinnslu þeirra eru einnig hluti af námsmati. Nemandi skal tileinka sér gagnrýna hugsun á eigin verk og því er sjálfsmat einn þáttur af námsmati í viðmótsforritun
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkuninni 5 í öllum áföngum annarinnar til að halda áfram á næstu önn. Falli nemandi í einum áfanga getur hann óskað eftir því að fá að halda áfram námi og er það skoðað með tilliti til virkni og ástundunar í falláfanganum. Varðandi nánari útfærslu vísast í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • Leysa af öryggi raunhæf verkefni þar sem hagnýting og fræði fara saman.
 • Taka þátt í samræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar sinnar til að útfæra notendavænar vefsíður í samvinnu við forritara.
 • Vinna sjálfstætt og í hóp að krefjandi og fjölbreyttum veflausnum á íslensku og erlendu tungumáli sé þess krafist.
 • Beita þeim sértæku aðferðum og verklagi sem viðurkennt er í faginu í alþjóðlegu umhverfi hvort heldur sem er í starfi eða frekara námi.
 • Sýna siðferðilega ábyrgð í beitingu sérþekkingar sinnar á veflausnum frá hugmynd til lokaafurðar.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Vefþróun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Með því að þjálfa nemendur í að greina upplýsingar.
 • Með því að þjálfa framsetning og túlkun á tölulegum upplýsingum.
 • Með því að þjálfa nemendur í að koma frá sér upplýsingum.
Námshæfni:
 • Með því að þjálfa nemendur í skiplögðum vinnubrögðum og setja sér markmið.
 • Með því að kenna nemendum að leita sér aukinna upplýsinga um þau málefni sem verið er að vinna með.
 • Með því að kenna nemendum að tjá sig og rökstyðja skoðanir sínar t.d. með kynning á verkefnum.
 • Með því að styrkleikar hvers nemanda fái að njóta sín t.d. í hópavinnu.
 • Með því að nemendur læri að bera ábyrgð á námi sínu og skipuleggja sig, einnig þar sem þeir þurfa að velja sér vekefni og skipuleggja í samvinnu við kennara.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Með mikilli og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur þurfa að vera skapandi og koma með nýjar og ferskar hugmyndir.
 • Með því að vinna bæði í hóp og sjálfstætt að verkefnum þar sem verið er að skapa nýjar afurðir svo sem vefsíður og vefverslanir.
 • Með því að láta verkefni skarast þvert á áfanga og tengja þannig saman í lokaafurð þar sem byggir á þekkingu frá mörgum fögum.
Jafnrétti:
 • Með því að framfylgja jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Tækniskólans.
 • Með fjölbreyttu námsmati og kennsluaðferðum.
 • Með því að gefa öllum jafna möguleika á að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
 • Með þvi að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
 • Með því að takast á um álitamál og kenna lýðræðisleg vinnubrögð.
 • Með því að kenna nemendum að þekkja og virða umhverfi sitt og auðlindir þess.
 • Með þvi að framfylgja umhverfisstefnu Tækniskólans.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Með því að hvetja nemendur til að afla sér upplýsinga á erlendum vefsíðum, fræðibókum og fleiru.
 • Með því að hafa hluta kennsluefnis á erlendum tungumálum en notaðir eru erlendir kennsluvefir sem hluti af námsefni.
Heilbrigði:
 • Með því að kenna rétta líkamsbeytingu miðað við aðstæður.
 • Með forvarnarfræðslu eins og til dæmis í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
 • Með því að skapa aðstöðu fyrir nemendur til að standa upp frá vinnu sinni og skipta um umhverfi. En nemendur í þessu námi sitja óneytanlega mikið fyrir framan tölvuskjái.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Með því að láta nemendur kynna verkefni sín fyrir samnemendum og kennurum.
 • Með ritgerðarvinnu og verkefnum.
 • Með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar í tengslum við textavinnslu og fleira.
 • Með hópavinnu þar sem reynir á samskipti og tjáningu.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Með því að leggja áherslu á að allir nemendur fái að tjá sig og segja sína skoðun.
 • Með hópverkefnum þar sem mikið reynir á samvinnu og nemendur læra að taka tillit til mismunandi skoðana.
 • Með því að læra að bera virðingu fyrir eigin störfum og annarra til dæmis þegar nemendur kynna verkefni sín.