Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
iðnmeistaranám | hæfniþrep 4 |
Lýsing: | Iðnmeistaranám nær til náms í stjórnunar- og rekstrargreinum ásamt fagtengdu námi þar sem það á við. Námið miðar að því að gera nemendur hæfa til að reka fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 42/1978 og vera færa um að sjá um leiðsögn og kennslu iðnnema í eigin iðngrein. Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir skilyrðum 3. gr. laganna, hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni eitt ár minnst og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Meistarabréf veitir meistara leyfi til að reka þá iðngrein, er meistarabréf hans tekur til. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Til að innritast á brautina þarf nemandi að hafa staðist sveinspróf í einhverri af eftirfarandi iðngreinum: bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, blikksmíði, bókbandi, flugvirkjun, grafískri miðlun, gull -og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, kjólasaum, klæðskurði, ljósmyndun, málaraiðn, múriðn, netagerð, pípulögnum, prentun, rafvirkjun, rennismíði, skósmíði, skrúðgarðyrkju, snyrtifræði, stálsmíði, söðlasmíði, tannsmíði, úrsmíði og veggfóðrun vélvirkjun og dúkalögn. |
Skipulag: | Náminu er skipt í tvo hluta, A og B, í A-hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun og stofnun fyrirtækja auk kennslu og leiðsagnar. Í B-hluta eru einnig fög tengd fyrirtækjum og rekstri auk fagtengds efnis greinar þar sem við á. Námið fer fram eftir frekara skipulagi hvers skóla ýmist með dreifnámi/fjarnámi eða staðbundnum lotum. Námið hefur námslok á fjórða hæfniþrepi íslensks hæfniramma um menntun. |
Námsmat | Námsmatið á að vera leiðbeinandi fyrir nemendur og gefa þeim möguleika á að fylgjast með eigin árangri. Námsmat skal vera fjölbreytt: skrifleg próf, verkefni, kynningar og fleira. Lögð er áhersla á verkefnabundið nám þar sem nemendur vinna einir eða í hóp með verkefni tengd sínu fagi. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Nemendur þurfa að ljúka hverjum áfanga fyrir sig með einkunninni 5 að lágmarki. Nemendur þurfa að hafa lokið eða vera að ljúka öllum fögum A-hluta áður en byrjað er á B-hluta. Áfanginn Grunnur að gæðahandbók skal tekinn á fyrstu önn og lokaverkefni hvers hluta er unnið samhliða öðrum fögum hlutans. Nemendur velja mismunandi pakka eftir starfsnámi. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
38 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | A- og B- hluti eru 38 einingar. Þess utan þurfa vélvirkjar, stálsmiðir og rennismiðir að taka 8 einingar í vali í faggrein. |