Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Tölvuþjónustubraut (Staðfestingarnúmer 192) 16-192-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Tölvuþjónustubraut er stutt námsbraut (102 fein) og er ætluð nemendum sem stefna hvorki á langskólanám né verknám að svo komnu máli. Markmið er að veita nemendum almenna menntun á sviði tölvuþjónustu. Markmið námsins er að veita grunnþekkingu og færni á sviði tölvuþjónustu og þjálfa verklega færni og hæfni sem nýtist nemendum að námi loknu á vinnumarkaði, auk þess að veita almenna menntun.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur sem hafa lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla geta innritast á tölvuþjónustubraut. Inntökuskilyrði eru nánar útfærð í skólanámskrá.
Skipulag: Brautin er skipulögð sem sem þriggja til fjögurra anna nám. Hver námsáfangi er sjálfstæð heild en þó verður lögð áhersla á þverfaglega vinnu þegar heildstæð viðfangsefni eru tekin fyrir.
Námsmat Í kennslunni eru margir möguleikar á að kanna og meta námsárangur og getu nemenda. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum, í heimavinnu eða vinnustaðanámi. Einnig verða notuð skrifleg og/eða verkleg próf.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 102 feiningum. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að fá hann metinn og til að hann öðlist rétt til sækja framhaldsáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
 • tileinka sér almennar siðareglur eins og heiðarleika, stundvísi, ábyrgðarkennd, nákvæmni og snyrtimennsku
 • miðla upplýsingum á markvissan og skipulegan hátt
 • eiga í góðum samskiptum og eiga gott samstarf á vinnustað
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • sýna umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • takast á við frekara nám

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

102  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérgreinar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

3 af 13
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 3 af 13

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að efla talnalæsi þar sem unnið er mð tölur, fjármál og stærðfræði daglegs lífs
 • með því að þjálfa nemendur í að nýta sér upplýsingatækni á markvissan hátt
Námshæfni:
 • með því að nemendi geti beitt góðum vinnubrögðum á vinnustað undir leiðsögn
 • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi
 • með því að nemandi öðlist sjálfstraust og læri að þekkja styrkleika sína og veikleika
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín
Jafnrétti:
 • með því að fræða nemendur um jafnréttismál og vinna með viðhorf þeirra þannig að þeir tileinki sér jafnréttishugsun
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að efla vitund nemenda um sjálfbærni umhverfis, samfélags, menningar og efnahagskerfis þannig að þeir geti tekið upplýsta afstöðu til álitamála
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur geti skilið einfaldan texta á enskri tungu, tjáð sig á einfaldan og skiljanlegan hátt, lesið sér til fróðleiks og tekið þátt í samræðum.
Heilbrigði:
 • með því að hafa heilsutengda áfanga í kjarna brautarinnar
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að þjálfa lestur, lesskilning, ritun og fjölbreytta málnotkun
 • með því að þjálfa nemendur að tjá sig á íslensku í ræðu og riti
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að efla vitund nemenda um réttindi þeirra og skyldur