Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hestaliðabraut (Staðfestingarnúmer 444) 19-444-2-5 hestasveinn hæfniþrep 2
Lýsing: Námsbraut í hestamennsku er starfsmenntanám með námslok á 2. hæfniþrepi. Námið er bæði verklegt og bóklegt og útskrifast nemandi sem hestasveinn.
Hestasveinn vinnur sem aðstoðarmaður á hestabúgörðum, hestaleigum eða öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Hann sinnir helstu verkþáttum er lúta að hirðingu hesta og aðstoðar við þjálfun þeirra. Hann aðstoðar viðskiptavini í lengri og skemmri hestaferðum hjá hestaleigum og getur leiðbeint þeim um grunnþætti hestamennsku.
Meðalnámstími er fjórar annir í skóla og 12 vikur í starfsnámi. Starfsnám fer fram að sumri á viðurkenndum verknámsstað.
Nemendur sem ná fullnægjandi árangri í námi geta skráð sig á stúdentsbraut - hestalínu og lokið stúdentsprófi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina er hæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði.
Röðun í byrjunaráfanga í kjarnagreinum tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla og til að hefja nám á öðru hæfniþrepi þarf einkunn B eða hærra. Nemendur með hæfnieinkunn C hefja nám á fyrsta þrepi í þessum greinum og þurfa því að ljúka fleiri en 120 einingum til að brautskrást.
Nemendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi til að sinna reiðmennsku.
Skipulag: Námsbraut í hestamennsku er á 2. hæfniþrepi og þurfa nemendur að ljúka að lágmarki 120 einingum. Námið er bæði verklegt og bóklegt. Kennt er á hesta í eigu skólans.
Meðalnámstími er fjórar annir í skóla og 12 vikur í starfsnám.
Námsmat Fjölbreytt námsmat
Starfsnám: Starfsnám fer fram að sumri á viðurkenndum verknámsstað að loknum undirbúningsáfanga, eftir aðra og fjórðu önn, 6 vikur í hvort skipti, alls 20 einingar.
Reglur um námsframvindu: Til að standast námsmat í áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu og forkröfur hvers áfanga eru birtar í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • sinna eigin reiðmennsku og geta riðið allar gangtegundir íslenska hestsins með viðeigandi ásetu hverju sinni
 • þekkja helstu aðferðir við þjálfun hrossa og geta aðstoðað við fjölbreytta og faglega þjálfun hests
 • meta ástand hrossa og vita hvenær þarf að leita aðstoðar til úrlausnar heilsufarslegum vandamálum
 • fara með leikmenn og byrjendur í styttri reiðtúra og haldið utan um hóp á hestbaki
 • miðla þekkingu sinni á grunnatriðum fagsins
 • miðla almennum reglum um öryggismál til viðskiptavina út frá aðstæðum
 • rökræða hugtök og fagleg atriði greinarinnar
 • bregðast rétt við algengustu óhöppum sem kunna að koma upp við ástundun hestamennsku

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Hestabraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Enska hæfnieinkunn C, C+
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska hæfnieinkunn B
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska hæfnieinkunn B+, A
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið pakkaval

Stærðfræði hæfnieinkunn C, C+
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði hæfnieinkunn B, B+
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði hæfnieinkunn A
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið pakkaval

Íslenska hæfnieinkunn C
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íslenska hæfnieinkunn C+
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Íslenska hæfnieinkunn B, B+, A
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið áfangaval

2 af 18
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 2 af 18

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Val á brautinni er mögulega 5 einingar en fer eftir röðun í byrjunaráfanga í ensku, íslensku og stærðfræði.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Nemendur eru þjálfaðir í læsi í víðum skilningi í öllum áföngum náms þeirra. Í félagsfræði og umhverfisfræði á fyrsta hæfniþrepi og í íslensku er tjáning sérstaklega þjálfuð og fjármálalæsi í stærð- og tölfræði. Í félagsgreinum er áfram unnið með tölfræðigögn og greiningar á þeim. Unnið er með menningarlæsi í samfélagsgreinum. Allir nemendur á stúdentsbrautum vinna lokaverkefni sem gerir kröfur um víðtækt læsi og meðferð gagna á gagnrýninn hátt. Þar er krafa gerð um að nemendur nýti og sýni fram á þekkingu og skilning á ólíkum viðfangsefnum á vísindalegan hátt.
Námshæfni:
 • Markvisst er unnið að því að styrkja sjálfstæð vinnubrögð nemenda, þeir þjálfast í gagnrýninni hugsun, mati á eigin hæfni í námi sínu og jafningjamati í lok verkefnavinnu í hópum. Heildstætt er unnið með og nemendur þjálfaðir í að nýta áunna þekkingu í námi sínu við lausn flókinna viðfangsefna. Sjálfstæð vinnubrögð eru þjálfuð í flestum námsgreinum og nemendur byggðir upp til aukinnar hæfni við úrvinnslu verkefna og kynningar á þeim. Íslenska er viðamikil grein í öllu námi nemenda og þar öðlast þeir færni til tjáningar í ræðu og riti. Þar er meðferð heimilda og gagna einnig þjálfuð og sú færni síðan yfirfærð í aðrar námsgreinar. Lokaverkefnið er síðan samlegð þeirra hæfni sem nemandinn hefur öðlast í námi sínu þar sem hann sýnir fram á heildstæða hæfni í tjáningu, ritun, meðferð upplýsinga og úrvinnslu gagna.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum er skapandi hugsun örvuð og þjálfuð. Listgreinaáfangar eru margvíslegir og gefur uppbygging námsframboðs skólans öllum nemendum tækifæri til að velja slíka áfanga. Þá er mikilvægt að þjálfa nemendur í að hugsa vítt og opið. Með fjölbreyttri kennslu þjálfast nemendur einnig í að nálgast viðfangsefni námsins á fjölbreyttan og skapandi hátt. Nemendur fá tækifæri til að þjálfa félagslega færni með þátttöku í félagslífi skólans sem er mjög fjölbreytt og þar ættu allir að finna afþreyingu við hæfi, bæði sem þátttakendur og skipuleggjendur.
Jafnrétti:
 • Forvarnarteymi skólans stýrir jafnréttismálum með vöktun á framkvæmd og viðhaldi jafnréttisstefnu skólans. Kenndur er mannréttinda- og jafnréttisáfangi reglulega á félagsfræðalínu. Allir starfsmenn eru meðvitaðir um mikilvægi þess að fylgjast vel með stöðu kynjanna. Þá er stuðlað að vitund meðal stjórnenda nemendafélagsins um jafnan rétt og tækifæri til þátttöku í viðburðum og hvatt til að bæði kyn sitji í stjórnum og ráðum í þágu nemenda. Með vöktun á skemmtunum nemenda er gætt að jafnrétti og jafnræði nemenda eins og kostur er. Einelti er reglulega tekið fyrir meðal nemenda og er ekki liðið í tengslum við starfssemi skólans.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í skólastarfinu er lögð áhersla á þjálfun nemenda til sjálfbærrar hugsunar og vitundar um umhverfismál. Gerð er krafa um að nemendur gangi vel um skólahúsnæðið og grófflokki úrgang. Aðstaða til hreyfingar og hjólageymslur eru til staðar við skólann og nemendur hvattir til vitundar á sjálfbærum ferðamátum og lífstíl. Í fyrsta þreps áföngum sem eru skylda á öllum námsbrautum eru verkefni um sjálfbærni og umhverismál, nemendur eru látnir meta eiginn lífstíl m.t.t. sjálfbærni. Boðið er uppá umhverfisáfanga þar sem kafað er vísindalega ofan í sjálfbærni og þróun lífsins á jörðinni og lögð fyrir verkefni til aukinnar þekkingar og hæfni í að lifa í sátt við umhverfið.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Á öllum námsbrautum er gerð krafa um erlend tungumál, breytilegt eftir brautum. Gerð er mikil krafa um færni í ensku. Lögð er áhersla á ritun, orðaforða, þjálfun í tjáningu og færni til að vinna með enska texta. Þegar líður á námið er námsefni sumra námsgreina á ensku. Með vaxandi notkun rafrænna námsgagna eykst krafa um tungumálaþekkingu nemenda. Þekking í dönsku er krafa á öllum brautum og byggt er ofan á það nám sem þegar hefur átt sér stað í grunnskóla. Orðaforði er aukinn, þjálfun í talmáli og hlustun efld og myndefni á internetinu nýtt. Námsefnið er fjölbreytt og þjálfar hæfni í tungumálinu víðtækt. Spænska, þýska og franska eru valkvæðar námsgreinar á bóknámsbrautum til stúdentsprófs. Kennslan fer fram á fyrsta þrepi og er lögð áhersla á grunnþekkingu í tungumálunum, þjálfun talmáls, orðaforða, ritun, hlustun og vinnu með tungumálið í víðum skilningi. Í efri áföngum er í sumum tilfellum um samskipti við erlenda nemendur að ræða.
Heilbrigði:
 • Með þátttöku í verkefni Landlæknisembættisins, Heilsueflandi framhaldsskóli, er unnið með alla grunnþætti heilbrigðis, næringu, hreyfingu, geðheilbrigði og lífstíl. Forvarnarteymi skólans annast umsýslu og verkefnanálgun á hverjum tíma. Íþróttaakademíur og almennir íþróttaáfangar snúast allir um heilbrigði. Hvatt er til sjálfsbærra samgöngmáta bæði meðal nemenda og starfsmanna, heilsusamlegs mataræðis sem skólinn annast umsýslu á og í mörgum áföngum er heilbrigði tekið fyrir. Forvarnarstefna skólans stuðlar að heilbrigði í þeirri nálgun sem snýr að félagslífi og lífstíl nemenda. Landslög eru skýr varðandi notkun tóbaks og annara vímuefna sem eru bönnuð í tengslum við skólahaldið sem og í og á lóð skólans.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Skólinn leggur mikla áherslu á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, þar reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Námsskipulagið gerir kröfur um samskipti og samskiptahæfni nemenda í fjölbreyttri verkefnavinnu sem og tjáningu í rituðu og töluðu máli við kynningar niðurstaðna, verkefnaskil á rafrænu og skriflegu formi. Krafa er gerð um að nemendur geti svarað spurningum á málefnalegan hátt, rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður í samskiptum við samnemendur, kennara og í sumum tilfellum við aðila utan skólans. Nemendur taka þátt í ræðukeppnum, spurningakeppnum og ýmsu félagsstarfi þar sem krafa er um góðan skilning og hæfileika til tjáningar á íslenskri tungu.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi. Það er gert með því að leita eftir viðhorfum þeirra til margvíslegra málefna með það að markmiði að bæta skólastarfið. Skólinn vinnur með matsaðilum í úttektum á völdum þáttum skólastarfssins og minni könnunum í ólíkum áföngum og deildum. Þar eru lagðar fyrir viðhorfskannanir um afmarkaða þætti sem snerta lífsstíl, viðhorf og venjur nemenda. Niðurstöðurnar eru síðan nýttar til þess að bæta það sem betur má fara. Reglulega eru kennslukannanir lagðar fyrir nemendur þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði, forvarnarteymi og skólanefnd ásamt því að vera í góðu samtali við foreldraráð. Þannig leggja þau sitt af mörkum við stjórnun skólans.