Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fjölnámsbraut (Staðfestingarnúmer 488) 21-488-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Fjölnámsbraut er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Markmið brautarinnar er að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda og að veita þeim tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika. Ennfremur að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og/eða áframhaldandi nám. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins með áherslu á að efla sjálfsmynd þeirra. Þar sem nemendur eru mjög ólíkir, hafa mismikla námsgetu og félagsfærni, þurfa þeir breytilegar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsefni. Námið er á fyrsta þrepi og byggir á almennri og hagnýtri þekkingu sem miðast við stöðu hvers og eins. Þeir nemendur sem hafa getu eða hæfni og treysta sér eru hvattir til að stunda nám utan brautarinnar í einstaka greinum á öðrum þrepum. Nám á fjölnámsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi og útskrifast nemendur með framhaldsskólapróf af fjölnámsbraut. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa greiningu frá viðurkenndum greiningaraðila, hafa notið mikillar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Skipulag: Námstíminn miðast við fjögur ár eða átta annir og fylgir skóladagatali skólans. Náminu er skipt í kjarnagreinar, verk- og listgreinar ásamt valáföngum. Allan námstímann fléttast þessar greinar saman og námið á brautinni er blanda af bóklegu námi og verk- og listgreinum. Áhersla er á að styrkja náms-, starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Einnig er áhersla lögð á líkamsrækt þar sem nemendur eru tvisvar í viku í íþróttatímum og að auki eiga þeir kost á að bæta við sig valtímum í almennu námi ef áhugi er fyrir hendi. Þá taka nemendur þátt í skipulögðum leikhúsferðum sem farnar eru utan hefðbundins skólatíma. Nemendur sem áhuga hafa eru hvattir til að undirbúa sig fyrir ökupróf og geta þeir tekið fyrsta og annan hluta námsins í skólanum, í samvinnu við viðurkenndan ökuskóla undir stjórn kennara. Þær verk- og listgreinar sem boðið er upp á eru sambærilegar námsgreinar og þær sem almennt eru í boði í skólanum. Valáfangar taka mið af áhugasviði og þörfum nemenda og eru því ákvarðaðir eftir samsetningu nemendahópsins hverju sinni og framboði kennara. Til að auka fjölbreytnina á áfangaframboðinu enn frekar, koma gestakennarar í heimsókn og vinna með ýmis verkefni í fyrirfram ákveðnar margar kennslustundir. Fjöldi nemenda á brautinni miðast við 15 og tveir umsjónarkennarar deila með sér umsjón nemenda. Lögð er áhersla á góða samvinnu við nemendur og forráðamenn og skilvirka miðlun upplýsinga til og frá skóla. Grunngreinar á 1. þrepi eru kenndar í heimastofu en aðrar greinar í öðrum stofum skólans. Allir nemendur á árunum fjórum eru saman í kennslustundum, stundum öll, stundum helmingur, stundum færri og er kennslan ýmist í formi samkennslu eða skiptitíma. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir.
Námsmat Námsmat er í formi símats sem fer fram jafnt og þétt yfir námstímann, ástundun í kennslustundum og mætingu ásamt prófverkefnum á prófatíma. Kennarar veita reglulega endurgjöf á vinnuframlagi nemenda og verkefnaskil. Tvisvar á ári, í maí og í desember fá nemendur og forráðamenn þeirra upplýsingar um stöðuna í náminu, með yfirliti yfir verkefni og námsárangur vetrarins.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námi á fjölnámsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Þó er mögulegt að ljúka námi fyrr ef þess er óskað. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. Þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi meðan á náminu stendur.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • þekkja styrkleika sína
 • auka sjálfstraust sitt og trú á eigin færni
 • nýta sér læsi í víðu samhengi
 • tjá hugsanir sínar og eigin skoðanir
 • virða fjölbreytileika fólks, umhverfis og náttúru
 • vera þátttakandi á vinnumarkaði
 • þekkja tenginguna á milli réttinda og skyldna
 • taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • verða félagslega, tilfinningalega og siðferðislega tilbúnari undir þátttöku í þjóðfélaginu

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Íslenska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Bókmenntir
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Lífsleikni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Upplýsingatækni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Stærðfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Enska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Líkamsrækt
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hússtjórn
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Leiklist
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Myndlist
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Starfsfræðsla
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

35 af 52
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 35 af 52

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í bundnu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á fjölnámsbraut. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
 • með því að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir til að mæta þörfum ólíkra nemenda
 • með því að efla samvinnu og samskipti sem mótast af virðingu fyrir margbreytileika
 • með því að jafna möguleika á aðgengi og þátttöku sem tengjast skólastarfinu og skólasamfélaginu
Námshæfni:
 • með því að nemendur læri að þekkja styrkleika sína og veikleika og öðlist sjálfstraust
 • með því að nemendur takist á við áskoranir í náminu og læri sjálfstæð vinnubrögð
 • með því að nemendur læri að setja sér raunhæf markmið í námi og starfi
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að hvetja nemendur til að sýna frumkvæði og áræðni og nýta þekkingu sína á frumlegan hátt
 • með því að gefa nemendum tækifæri til skapandi starfs
 • með því að nemendur fái tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að aðstoða nemendur að sjá sig í víðu samhengi, sem hluta af náttúru, menningu og sögu
 • með því að hvetja nemendur til hófsemi og nægjusemi
 • með því að virkja nemendur til ábyrgðar gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að hvetja nemendur til að auka orðaforða sinn og auka þannig möguleikann á að afla sér upplýsinga á ólíkum tungumálum
 • með því að skapa aðstæður sem hvetja nemendur til lestrar á erlendum tungumálum
 • með því að nemendur eigi kost á valáföngum í erlendum tungumálum
Heilbrigði:
 • með því að hvetja nemendur til heilbrigðra lífshátta og til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu úrvali af íþróttaáföngum
 • með því að byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
 • með því að auka þekkingu á mikilvægi heilbrigðs lífstíls, forvarna og í að taka ábyrgð á eigin lífi
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að örva nemendur til að tjá sig í ræðu og riti og skapa aðstæður sem hvetja til lestrar
 • með því að auka orðaforða nemenda og fjölga hugtökum sem þeir hafa á valdi sínu
 • með því að efla skilning nemenda á fjölbreyttu námsefni og auka hæfni þeirra til að túlka það
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að nemendur öðlist hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu
 • með því að hvetja nemendur til virkni í félagslífi, gefa þeim kost á að hafa áhrif á skólasamfélagið og gera þeim ljóst hvernig þeir geta gert það
 • með því að leggja áherslu á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og að virða mannréttindi og manngildi
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að nemendur fái kennslu í stærðfræði þar sem unnið er með talnaskilning, fjármálalæsi og þjálfun í stærðfræði daglegs lífs
 • með því að nemendur afli sér gagna, flokki og nýti sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
 • með því að efla notkun á upplýsingatækni og á viðeigandi stuðningstækjum, s.s. reiknivélum, smáforritum í símum og öðrum búnaði