Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fagnám verslunar og þjónustu (Staðfestingarnúmer 535) 22-535-2-5 verslunarfagmaður hæfniþrep 2
Lýsing: Námið er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Innrituðum nemendum stendur til boða að fara í raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni þeirra er metin til eininga á móti áföngum á vinnustað sem og áföngum kenndum í bóknámi. Þannig gefst nemendum tækifæri til að fá sína raunfærni og hæfni metna til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins eru að nemendur auki þekkingu sína og færni í atvinnulífinu, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti tekist á við fjölbreytt verkefni í verslunum. Áhersla er lögð á faglega þjónustu við viðskiptavini og að nemendur geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur sem hafa lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og starfa hjá vinnustað sem uppfyllir skilyrði um vinnustaðanám geta sótt um inngöngu í námið.
Skipulag: Brautin eru skipulögð sem þriggja til fjögurra anna nám. Bóklegur hluti námsins fer fram í fjarnámi. Námið skiptist í bóklegan kjarna og vinnustaðanám. Nemendur geta valið um starfstengda sérhæfingu. Hver námsáfangi er sjálfstæð heild en þó verður lögð áhersla á þverfaglega vinnu þegar heildstæð viðfangsefni eru tekin fyrir.
Námsmat Í kennslunni eru margir möguleikar á að kanna og meta námsárangur og getu nemenda. Metin verða verkefni af ýmsu tagi sem nemendur leysa í kennslustundum, í heimavinnu eða vinnustaðanámi. Einnig verða notuð skrifleg og/eða verkleg próf. Nemandi á þess kost að fá fyrra nám og reynslu metið til styttingar á námstíma samkvæmt raunfærnimati eða hæfnimati skóla.
Starfsnám: Vinnustaðanám fer fram í verslun eða þjónustufyrirtæki sem uppfyllir skilyrði um vinnustaðanám. Unnið er með mismunandi áherslur, undir leiðsögn starfandi verslunarstjóra eða annarra reyndra starfsmanna. Vinnustaðanám er skipulagt með hliðsjón af starfalýsingu og hæfnikröfum verslunarfagmanns og er tilgangur þess að gera nemandann hæfari til að takast á við sérhæfð störf, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í starfi.
Reglur um námsframvindu: Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 90 feiningum. 60 feiningum í bóklegum greinum og 30 feiningum í vinnustaðanámi. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að standast hann og öðlast rétt til að sækja framhaldsáfanga. Í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla er tryggt að nemendur 18 ára og yngri stundi íþróttir og heilsurækt.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
 • tileinka sér almennar siðareglur eins og heiðarleika, stundvísi, ábyrgðarkennd, nákvæmni og snyrtimennsku
 • eiga í góðum samskiptum og eiga samstarf á vinnustað
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • sýna umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífsýn
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir
 • takast á við frekara nám
 • tileinka sér þætti sem stuðla að góðri þjónustu til viðskiptavina
 • vinna með söluferla fyrirtækja og geta beitt þeim á árangursríkan hátt
 • sinna daglegum rekstri verslunar
 • stýra verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir
 • þekkja helstu áherslur til að skapa góða liðsheild

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur hluti
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

15 af 60
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 15 af 60

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að efla talnalæsi þar sem unnið er með tölur, fjármál og stærðfræði daglegs lífs
Námshæfni:
 • með því að nemendur geti beitt góðum vinnubrögðum á vinnustað undir leiðsögn
 • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi
 • með því að nemandi ölist sjálfsstaust og læri að þekkja styrkleika sína og veikleika
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín
Jafnrétti:
 • Í skólanum er í gildi jafnréttisáætlun sem kveður á um að sérhver einstaklingur fái tækifæri til að nýta hæfileika sína óháð andlegu og líkamlegu atgervi, kynferði, kynhneigð, litarhætti, þjóðerni, trú, búsetu eða efnahag. Jafnframt er stefnt að því að tryggja hverjum og einum viðfangsefni og menntun við hæfi. Nemendur eru hvattir til að velja sér nám eftir áhugasviði og leitast er við að gera þá meðvitaða um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl. Nemendur vinna ýmis verkefni sem tengjast jafnrétti í víðum skilningi t.d. fordómum, fjölmenningu, kynhneigð, fötlun og trúarbrögðum. Þá læra nemendur að greina áhrif þessara þátta á líf einstaklinga og hóp
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að efla vitund nemenda um sjálfbærni umhverfis, samfélags, menningar og efnahagskerfis þannig að þeir geti tekið upplýsta afstöðu til álitamála
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að nemendur geti skilið einfaldan texta á enskri tungu, tjáð sig á einfaldan og skiljanlegan hátt, lesið sér til fróðleiks og tekið þátt í samræðum.
Heilbrigði:
 • Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli. Lögð er áhersla á heilsusamlegan lífsstíl þar sem næring, hreyfing og geðrækt eru í forgrunni. Að loknu námi þekkja nemendur gildi reglulegrar hreyfingar og mikilvægi fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu og verða þannig ábyrgir fyrir eigin heilsu. Við skólann er markvisst unnið að fræðslu sem tengist forvörnum þannig að nemendur verði meðvitaðir um skaðsemi tóbaksnotkunar, áfengisneyslu og notkunar annarra vímuefna. Fjallað er um neyslu og fíkn, tengsl hugar og líkama og ýmsa félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga og hafa áhrif á heilbrigði og lífsstíl
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að þjálfa lestur, lesskilning, ritun og fjölbreytta málnotkun
 • með því að þjálfa nemendur að tjá sig á íslensku í ræðu og riti
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að efla vitund nemenda um réttindi þeirra og skyldur