Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Náttúruvísindabraut - búfræðisvið (Staðfestingarnúmer 506) 21-506-3-7 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Landbúnaðarháskóli Íslands og Verkmenntaskólinn á Akureyri standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúruvísindabraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í VMA þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá VMA og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. |
Skipulag: | Náttúruvísindabraut - búfræðisvið er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Nemendur taka helstu raungreinar og stærðfræði í kjarna og taka síðan sérhæfðar greinar við LbhÍ. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, byggja m.a. á verklegum æfingum og leiðsagnarmati og miðast við að allir nemendur eigi kost á að nýta hæfileika sína og fá endurgjöf á verkefni sín. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnusemi nemenda. Námssamfélagið gengur út á samvinnu kennara og nemenda sem skapar jákvætt og uppbyggilegt umhverfi til náms og starfa. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs er 200 einingar en heildareiningafjöldi ræðst af þeim einingum á búfræðisviði sem við bætast. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. Við námslok skal hlutfall eininga á 1. þrepi vera 17 - 33%, á 2. þrepi 33 - 50% og á 3. þrepi 17 - 33%. Nemanda er heimilt að útskrifast með allt að 10% eininga á 4. þrepi. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið áfangaval
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 10 af 60 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur taka valgreinar við Landbúnarháskóla Íslands. Þær greinar sem nemendur þurfa að taka við Lbhí eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). 15% á 1 þrepi, 20% á 2 þrepi, 49% á 3 þrepi og 15% á 4 þrepi. Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. |