Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Almenn námsbraut (Staðfestingarnúmer 282) 17-282-1-1 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Markmið náms á almennri námsbraut er að undirbúa nemendur sem hafa slakan bakgrunn eða eru óvissir með hvað þeir vilja læra, undir nám á stúdentsbrautum eða annað framhaldsnám. Unnið er eftir getu og hæfileikum hvers og eins og reynt að styrkja sjálfsmynd nemenda. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking, sem miðast við stöðu hvers og eins. Nemendur hafa möguleika á því að taka áfanga á öðrum námsþrepum þegar og ef þeir hafa getu og hæfni til. Nám á almennri námsbraut er 90 einingar, 56 eininga kjarni auk 34 valeininga. Eitt af meginhlutverkum brautarinnar að gera nemendum fært að takast á við nám/einstaka áfanga á öðrum brautum skólans strax og þeir hafa afl og getu til. Því geta nemendur hafið nám á öðrum námsbrautum skólans áður en almennri námsbraut er formlega lokið. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á almenna námsbraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla. |
Skipulag: | Námstíminn miðast við hæfni og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á kjarnagreinar, íslensku, stærðfræði og ensku. Mikið er lagt upp úr lestri og vinnu með íslenskt mál, bæði í ræðu og riti. Unnið er markvisst að aukinni sjálfsþekkingu nemenda, styrkingu sjálfsmyndar, félagslegs sjálfstæðis og ábyrgðar. Markmiðið er öðrum þræði, að nemendur geti talist góðir skólaþegnar og læri og virði þær reglur, skrifaðar og óskrifaðar, sem gilda í heimavistarskóla í sveit. |
Námsmat | Námsmatið er einstaklingsmiðað símat, leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat. Mikið er horft til vinnusemi og viðveru nemenda, verkefnaskila og þátttöku í því sem fram fer í kennslustundum og vinnustofum. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Námstími almennrar námsbrautar er áætlaður 3 annir en getur verið sveigjanlegur. Almennt er miðað við að nemendur ljúki kjarna brautarinnar á tveimur önnum og mest á fjórum. Nemendur vinna eftir einstaklingsmiðaðri námsskrá og nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5,0. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
90 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur velja 34 einingar í frjálsu vali. Við val á einingum í frjálsu vali þarf að hafa í huga að uppfylla skilyrði um þrepaskiptingu. |