Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Almenn námsbraut (Staðfestingarnúmer 282) 17-282-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Markmið náms á almennri námsbraut er að undirbúa nemendur sem hafa slakan bakgrunn eða eru óvissir með hvað þeir vilja læra, undir nám á stúdentsbrautum eða annað framhaldsnám. Unnið er eftir getu og hæfileikum hvers og eins og reynt að styrkja sjálfsmynd nemenda. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking, sem miðast við stöðu hvers og eins. Nemendur hafa möguleika á því að taka áfanga á öðrum námsþrepum þegar og ef þeir hafa getu og hæfni til. Nám á almennri námsbraut er 90 einingar, 56 eininga kjarni auk 34 valeininga. Eitt af meginhlutverkum brautarinnar að gera nemendum fært að takast á við nám/einstaka áfanga á öðrum brautum skólans strax og þeir hafa afl og getu til. Því geta nemendur hafið nám á öðrum námsbrautum skólans áður en almennri námsbraut er formlega lokið.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á almenna námsbraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla.
Skipulag: Námstíminn miðast við hæfni og getu hvers og eins. Áhersla er lögð á kjarnagreinar, íslensku, stærðfræði og ensku. Mikið er lagt upp úr lestri og vinnu með íslenskt mál, bæði í ræðu og riti. Unnið er markvisst að aukinni sjálfsþekkingu nemenda, styrkingu sjálfsmyndar, félagslegs sjálfstæðis og ábyrgðar. Markmiðið er öðrum þræði, að nemendur geti talist góðir skólaþegnar og læri og virði þær reglur, skrifaðar og óskrifaðar, sem gilda í heimavistarskóla í sveit.
Námsmat Námsmatið er einstaklingsmiðað símat, leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat. Mikið er horft til vinnusemi og viðveru nemenda, verkefnaskila og þátttöku í því sem fram fer í kennslustundum og vinnustofum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námstími almennrar námsbrautar er áætlaður 3 annir en getur verið sveigjanlegur. Almennt er miðað við að nemendur ljúki kjarna brautarinnar á tveimur önnum og mest á fjórum. Nemendur vinna eftir einstaklingsmiðaðri námsskrá og nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn. Skólameistari getur heimilað undantekningu frá þessari reglu vegna skilgreindra námsörðugleika, veikinda og annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5,0.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • þekkja betur hæfni sína og styrkleika
  • hlusta á sjónarmið annarra og virða þau
  • tjá eigin skoðanir í ræðu og riti
  • taka þátt í lýðræðissamfélagi, s.s. skólastarfinu
  • leita nýrra leiða og mynda sér sjálfstæðar skoðanir
  • nýta sér læsi í víðu samhengi
  • lesa í umhverfi sitt, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á því hvað er viðeigandi hverju sinni
  • geta nýtt sér viðeigandi stuðninstæki við námið, s.s. reiknivélar í símum, leiðréttingaforrit, hljóðbækur og annað það sem nýtist við námið
  • átta sig á því að það eru bæði til réttindi og skyldur og öll berum við ákveðna ábyrgð á lífi okkar
  • virða og ganga vel um náttúru og umhverfi, einnig hið mannlega umhverfi sem skapast í miklu nábýli lítils heimavistarskóla

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 34 einingar í frjálsu vali. Við val á einingum í frjálsu vali þarf að hafa í huga að uppfylla skilyrði um þrepaskiptingu.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að nemendur fái kennslu í hagnýtri stærðfræði þar sem unnið er með talnaskilning, fjármálalæsi og þjálfun í stærðfræði daglegs lífs
  • með því að vinna með raunveruleg verkefni úr daglega lífinu og áhugamálum í skólanum og úti á vettvangi
  • með því að nemendur reyni að yfirfæra stærðfræðikunnáttu sína yfir á athafnir daglegs lífs
  • með því að efla notkun á þeim hjálpartækjum sem eru við hendina, s.s. reiknivélum, smáforritum í símum og öðrum búnaði
Námshæfni:
  • með því að nemendur auki sjálfstraust sitt og þekki styrkleika sína
  • með því að nemendur geti tjáð sig og rökstutt mál sitt
  • með því að nemendur verði ábyrgir og skapandi í námi sínu og leik
  • með því að nemendur geti sótt sér þekkingu og aflað sér heimilda við þau verkefni sem að kalla hverju sinni
  • með því að beita góðum og öguðum vinnubrögðum í kennslu – og vinnustofu
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að nemendur fái æfingu í fjölbreyttum og skapandi vinnubrögðum
  • með því að nemendur vinni með og skilgreini hugtakið sköpun í víðu samhengi
  • með því að nemendur verði meðvitaðir um vinnuferlið ekki síður en afurðina og að nálgunarleiðir séu oft fjölbreytilegar
  • með því að nemendur geti sótt áfanga á aðrar námsbrautir skólans eða annað þegar við á
  • með því að nemendur séu opnir fyrir nýjungum og noti nýja miðla og tæki á áhugahvetjandi og skapandi hátt
  • með því að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð við skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að skilgreina hugtakið sjálfbærni og vinna með það í þverfaglegri nálgun
  • með því að nemendur temji sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði jarðar, náttúru og fólks, ekki síst gæti nemendur að næsta umhverfi sínu
  • með því að nemendur hugleiði uppruna og hugsanlegar afleiðingar ýmissa efna sem notuð eru hversdagslega
  • með því að nemendur séu upplýstir um mismunandi auðlindir jarðar, misskiptingu þeirra og takmörk
  • með því að nemendur velti fyrir sér margbreytileika lífsins og sérstöðu manna meðal lífvera
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að eiga þess kost að læra þau tungumál sem í boði eru í skólanum eða hugsanlega með öðru móti
  • með því að taka þátt í samskiptum við erlenda skóla sé þess kostur
Heilbrigði:
  • með því að vinna með og skilgreina hugtakið heilbrigði í þverfaglegri nálgun
  • með því að styrkja sjálfsmynd nemenda
  • með því að nemendur eigi kost á fjölbreytilegum íþróttum með áherslu á áhuga þeirra, færni og leikni
  • með því að auka þekkingu á mikilvægi heilbrigðs lífsstíl, forvarna og því að taka ábyrgð á eigin lífi
  • með því að vera meðvitaður um áhættuþætti í umhverfinu, s.s tóbak, áfengi og vímuefna
  • með því að kynna fyrir nemendum verkefnið „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og hvetja þá til þátttöku í því
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að skilgreina hugtakið læsi í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun
  • með því að efla og bæta læsi nemenda í víðu samhengi svo sem á bóksat og hljóð, umhverfi, tákn og reglur, samskipti, hugtök og tilfinningar
  • með því að gefa nemendum tækifæri til að velja á milli mismunandi miðla og táknkerfa, t.d. miðað við notagildi, markmið og mismunandi efni og getu/hæfni nemenda
  • með því að gefa kost á fjölbreytilegu lesefni/námsefni
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að skilgreina hugtökin lýðræði og mannréttindi í víðu ljósi
  • með því að efla þekkingu á mannréttindum og brotum á þeim
  • með því að skoða tenginguna á milli réttinda og skyldna
  • með því að þessi hugtök séu í heiðri höfð og blasi við á vettvangi, s.s. í skóla/vinnustofum og heimavistum
  • með því að efla og hvetja nemendur til að taka þátt í lýðræðisstarfi, s.s. innan veggja skólans
  • með því að skilgreina hugtakið einelti og vinna með það, t.d. að skoða eineltisáætlun FL og hafa hana í stöðugri endurskoðun
Jafnrétti:
  • með því að skilgreina hugtakið jafnrétti með þverfaglegri nálgun
  • með því að efla samskipti og samvinnu sem mótast af virðingu fyrir margbreytileika
  • með því að efla aðgengi, tækifæri og þátttöku allra í því sem tengist skólastarfinu og skólasamfélaginu
  • með því að veita tækifæri til náms við hæfi í skóla án aðgreiningar
  • með því að kynna sér vel jafnréttisáætlun skólans vinna í anda hennar