Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Einkaþjálfari (Staðfestingarnúmer 400) 18-400-3-9 einkaþjálfari hæfniþrep 3
Lýsing: Einkaþjálfarar þjálfa einstaklinga sem vilja aðstoð og leiðbeiningar við líkams- og heilsurækt. Hlutverk einkaþjálfara er að hanna æfingakerfi, leiðbeina um rétta líkamsbeitingu og þjálfa skjólstæðinga með ólíkan bakgrunn út frá mælingum, greiningum og niðurstöðum úr samtölum er varða heilsufarssögu og markmið þeirra. Einkaþjálfarar tryggja að æfingar og æfingakerfi séu einstaklingsmiðuð til að hámarka árangur og öryggi hvers og eins. Einnig veita þeir skjólstæðingum sínum viðurkenndar upplýsingar varðandi næringu, heilbrigðan lífstíl og forvarnir og hvetja skjólstæðinga sína til að stunda reglulega líkamsþjálfun og hreyfingu. Markmið námsins er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa færni sem nýtist honum til starfa á fjölbreyttum vettvangi. Sérstök áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð og að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Jafnframt fær nemandinn þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. Við skipulag kennslu er mikilvægt að taka mið af þörfum starfsgreinarinnar.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Enn fremur er miðað við að nemendur hafi náð 18 ára aldri þegar þeir hefja nám við sérgreinar einkaþjálfunar.
Skipulag: Nám í einkaþjálfun er samtals 180 einingar og skiptist í 63 eininga nám í kjarna, 37 eininga nám í heilbrigðisgreinum og 80 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum einkaþjálfunar. Gert er ráð fyrir að nám í kjarna og heilbrigðisgreinum taki 3-4 annir og að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum einkaþjálfunar. Sérnámið er skipulagt sem tveggja anna nám. Á lokaári námsins er áhersla lögð á verklega kennslu, sérhæfingu og vinnustaðanám þar sem nemendur fara í fjölbreyttar vinnustaðaheimsóknir ásamt því að þjálfa einstaklinga undir leiðsögn fagaðila.
Námsmat Áhersla er lögð á hæfni nemenda og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Kennarar meta þekkingu og færni nemanda með fjölbreytilegum hætti. Námsmat byggist m.a. á prófum, símati, verkefnavinnu, mati á verklegu námi og sjálfsmati nemanda. Umfang matsins skal að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga. Lágmarkseinkunn er 7 í sérgreinum einkaþjálfunar.
Starfsnám: Vinnustaðanám er skipulagt sem 24 eininga nám sem er blanda af þjálfun og heimsóknum á vinnustaði. Vinnustaðanáminu er skipt í þrjá áfanga sem ætlað er að þjálfa nemendur í störfum einkaþjálfara og kynna þeim vinnuumhverfi og mögulegan starfsvettvang. Í fyrsta hluta fá nemendur innsýn í störf einkaþjálfarans með fyrirlestrum og í fjölbreyttum vettvangsheimsóknum. Áhersla er lögð á fagmennsku og almennar siðareglur við þjálfun og kynnast nemendur leiðum til að hvetja og vekja áhuga fólks á líkamsrækt. Í öðrum hluta vinnustaðanámsins æfa nemendur sig í að þjálfa hvorn annan með handleiðslu og með stuðningi leiðbeinanda. Nemendur læra að vera meðvitaðir um öryggi sitt og skjólstæðings á starfsvettvangi. Ætlast er til að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð og fagleg vinnubrögð við þjálfun og ráðleggingar til skjólstæðings. Einnig er lögð áhersla á viðtalstækni og getu til að ræða og skýra út forsendur þjálfunar fyrir skjólstæðingum. Í þriðja hluta vinnustaðanámsins þjálfa nemendur skjólstæðinga á líkamsræktarstöð. Vinnustaðanámið á að brúa bilið milli náms og starfs þannig að nemendur geti við útskrift gengið sjálfstæðir og öruggir út í atvinnulífið. Unnið er eftir ferilbók þar sem verkefni einkaþjálfara eru greind niður í einstaka liði. Nemendur framkvæma þjálfun á grundvelli ferilbókarinnar. Kennurum er falið að staðfesta að nemandi hafi fengið verklega þjálfun í þeim þáttum sem minnst er á í ferilbók og fullnægt þeim viðmiðum sem sett eru fram varðandi hæfni og gæði. Þetta er gert til að fylgjast með að nemandi fái þjálfun og kennslu í öllum þeim þáttum sem snúa að einkaþjálfun.
Reglur um námsframvindu: Einingafjöldi á brautinni er 180 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Nemendur þurfa að hafa lokið áföngum í kjarna og heilbrigðisgreinum áður en þeir byrja í sérgreinum einkaþjálfunar. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • safna saman viðeigandi upplýsingum um heilsufar og lífsstíl notenda
  • framkvæma mælingu og próf byggð á viðurkenndum aðferðum til að varpa ljósi á líkamlegt ástand og hæfni notenda og greina upplýsingar er varða líkamsástand þeirra
  • útbúa fjölbreytt æfingakerfi er hæfa mismunandi þörfum og markmiðum notenda
  • nýta sem best það æfingaumhverfi sem notendur stunda sína þjálfun í
  • fjalla um og leiðbeina notendum um heilsusamlegt matarræði í samræmi við viðurkenndar upplýsingar um næringu s.s.manneldismarkmið
  • veita upplýsingar og leiðbeina um þjónustu á ábyrgan og gagnrýninn hátt
  • beita innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn viðfangsefna
  • vinna að eigin starfsþróun, tileinka sér nýjungar, greina ný tækifæri og vera meðvitaður um mikilvægi þess að fylgjast með framþróun innan greinarinnar
  • þekkja gildi samfélagslegrar ábyrgðar, forvarnir og hvetja til athafna og úrræða sem stuðla að heilbrigðum lífstíl
  • vera meðvitaður um mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd
  • meta hvenær þörf er á að leita til og vísa á fagfólk innan heilbrigðissviðs
  • gæta þagmælsku og sýna samskiptahæfni og siðferðisvitund í störfum sínum
  • vinna eftir gæðaviðmiðum, þekkja vinnuvernd og öryggisferla á vinnustað og veita skyndihjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð, geta skipulagt verkefni út frá ólíkum þörfum og skapað öryggi og vellíðan notenda
  • taka þátt í þverfaglegu samstarfi og koma á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni
  • starfa eftir siðareglum og sýna siðferðisvitund, fordómaleysi, umburðarlyndi og víðsýni í störfum sínum

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

180  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni (63 einingar)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Heilbrigðisgreinar (37 einingar)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérgreinar (80 einingar)
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að lesa sérhæfða fræðitexta á ensku og norsku í heilbrigðisgreinum
  • með því að nemendur kynnast hinum ýmsu menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög
  • með því að nemendur afla sér upplýsinga á tungumálunum og túlka þær
Námshæfni:
  • með því að nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
  • með því að nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
  • með því að nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
  • með því að nemendur eru gerðir meðvitaðir um nám sitt í gegnum kennsluaðferðir og námsmat
  • með því að nemendur taka ábyrgð á eigin námi
  • með því að nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
  • með því að nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
  • með því að nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeint um hvað betur megi fara
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að nemendur geti notað sérhæfðan búnað við lausn viðfangsefna
  • með því að nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
  • með því að nemendur virkja sköpunarkraftinn til að sýna fram á námsárangur sinn
  • með því að ögra nemendum til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna
  • með því að nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sína
Jafnrétti:
  • með því að skoða hinar ýmsu tegundir jafnréttis, s.s. kynjajafnrétti, kynþáttajafnrétti og jafnan rétt fatlaðra og ófatlaðra
  • með því að nemendur taka viðhorf sín og samnemenda til skoðunar með gagnrýnum hætti
  • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um samfélag jafnræðis, jafnréttis og réttlætis
  • með því að nemendur læri að taka gagnrýna afstöðu til þessara þátta og samspils þeirra
  • með því að nemendur fá þjálfun í að taka tillit til annarra og skoðana þeirra
  • með því að nemendur skoða hvernig má bæta samfélagið og láta gott af sér leiða
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
  • með því að nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit og að vera gagnrýnir á heimildir
  • með því að nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti og líðan annarra
  • með því að nemendur öðlast hæfni í að tjá sig bæði í ræðu og riti
  • með því að nemendur læra að vera gagnrýnir á tölulegar upplýsingar í fjölmiðlum og fræðigreinum
  • með því að nemendur geti sett fram og notað tölulegar upplýsingar í röksemdafærslur
Heilbrigði:
  • með því að nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
  • með því að koma til móts við þarfir, getu og áhugasvið nemenda
  • með því að nemendur kynnast sjálfum sér betur
  • með því að byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
  • Með því að læra um lífeðlisfræði mannsins og skilja þá flóknu ferla sem hafa áhrif á líkamlegt heilbrigði
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að leggja áherslu á eflingu orðaforða og íslenska hugtakanotkun í náttúruvísindagreinum
  • með því að lögð er áhersla á miðlun upplýsinga og túlkun
  • með því að leggja áherslu á samskipti, gögn, umhverfi og aðstæður
  • með því að nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem þeir kynnast ýmsum hliðum á læsi
  • með því að nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að nemendur fá val um verkefni
  • með því að nemendur fá val um framsetningarform verkefna
  • með því að nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópavinnu
  • með því að nemendur taka þátt í sjálfs- og jafningjamati
  • með því að mannréttindi eru skoðuð út frá mörgum sjónarhornum
  • með því að nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi
  • með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi þróun skólastarfsins