Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Einkaþjálfari (Staðfestingarnúmer 400) 18-400-3-9 | einkaþjálfari | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Einkaþjálfarar þjálfa einstaklinga sem vilja aðstoð og leiðbeiningar við líkams- og heilsurækt. Hlutverk einkaþjálfara er að hanna æfingakerfi, leiðbeina um rétta líkamsbeitingu og þjálfa skjólstæðinga með ólíkan bakgrunn út frá mælingum, greiningum og niðurstöðum úr samtölum er varða heilsufarssögu og markmið þeirra. Einkaþjálfarar tryggja að æfingar og æfingakerfi séu einstaklingsmiðuð til að hámarka árangur og öryggi hvers og eins. Einnig veita þeir skjólstæðingum sínum viðurkenndar upplýsingar varðandi næringu, heilbrigðan lífstíl og forvarnir og hvetja skjólstæðinga sína til að stunda reglulega líkamsþjálfun og hreyfingu. Markmið námsins er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa færni sem nýtist honum til starfa á fjölbreyttum vettvangi. Sérstök áhersla er lögð á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð og að þjálfa færni í að takast á við raunveruleg viðfangsefni. Jafnframt fær nemandinn þjálfun í að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður sem krefjast þekkingar, hugkvæmni, hæfni í samskiptum og rökvísi. Við skipulag kennslu er mikilvægt að taka mið af þörfum starfsgreinarinnar. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Enn fremur er miðað við að nemendur hafi náð 18 ára aldri þegar þeir hefja nám við sérgreinar einkaþjálfunar. |
Skipulag: | Nám í einkaþjálfun er samtals 180 einingar og skiptist í 63 eininga nám í kjarna, 37 eininga nám í heilbrigðisgreinum og 80 eininga nám í bóklegum og verklegum sérgreinum einkaþjálfunar. Gert er ráð fyrir að nám í kjarna og heilbrigðisgreinum taki 3-4 annir og að nemendur hafi alla jafna lokið því námi áður en þeir hefja nám í sérgreinum einkaþjálfunar. Sérnámið er skipulagt sem tveggja anna nám. Á lokaári námsins er áhersla lögð á verklega kennslu, sérhæfingu og vinnustaðanám þar sem nemendur fara í fjölbreyttar vinnustaðaheimsóknir ásamt því að þjálfa einstaklinga undir leiðsögn fagaðila. |
Námsmat | Áhersla er lögð á hæfni nemenda og mikilvægt að námsmatið styðji við þau markmið sem stefnt er að. Kennarar meta þekkingu og færni nemanda með fjölbreytilegum hætti. Námsmat byggist m.a. á prófum, símati, verkefnavinnu, mati á verklegu námi og sjálfsmati nemanda. Umfang matsins skal að jafnaði vera í samræmi við kennslu í viðkomandi áfanga. Lágmarkseinkunn er 7 í sérgreinum einkaþjálfunar. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám er skipulagt sem 24 eininga nám sem er blanda af þjálfun og heimsóknum á vinnustaði. Vinnustaðanáminu er skipt í þrjá áfanga sem ætlað er að þjálfa nemendur í störfum einkaþjálfara og kynna þeim vinnuumhverfi og mögulegan starfsvettvang. Í fyrsta hluta fá nemendur innsýn í störf einkaþjálfarans með fyrirlestrum og í fjölbreyttum vettvangsheimsóknum. Áhersla er lögð á fagmennsku og almennar siðareglur við þjálfun og kynnast nemendur leiðum til að hvetja og vekja áhuga fólks á líkamsrækt. Í öðrum hluta vinnustaðanámsins æfa nemendur sig í að þjálfa hvorn annan með handleiðslu og með stuðningi leiðbeinanda. Nemendur læra að vera meðvitaðir um öryggi sitt og skjólstæðings á starfsvettvangi. Ætlast er til að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð og fagleg vinnubrögð við þjálfun og ráðleggingar til skjólstæðings. Einnig er lögð áhersla á viðtalstækni og getu til að ræða og skýra út forsendur þjálfunar fyrir skjólstæðingum. Í þriðja hluta vinnustaðanámsins þjálfa nemendur skjólstæðinga á líkamsræktarstöð. Vinnustaðanámið á að brúa bilið milli náms og starfs þannig að nemendur geti við útskrift gengið sjálfstæðir og öruggir út í atvinnulífið. Unnið er eftir ferilbók þar sem verkefni einkaþjálfara eru greind niður í einstaka liði. Nemendur framkvæma þjálfun á grundvelli ferilbókarinnar. Kennurum er falið að staðfesta að nemandi hafi fengið verklega þjálfun í þeim þáttum sem minnst er á í ferilbók og fullnægt þeim viðmiðum sem sett eru fram varðandi hæfni og gæði. Þetta er gert til að fylgjast með að nemandi fái þjálfun og kennslu í öllum þeim þáttum sem snúa að einkaþjálfun. |
Reglur um námsframvindu: | Einingafjöldi á brautinni er 180 einingar og útskrifast nemendur með hæfni á 3. þrepi. Nemendur þurfa að hafa lokið áföngum í kjarna og heilbrigðisgreinum áður en þeir byrja í sérgreinum einkaþjálfunar. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
180 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft