Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Sérnámsbraut (Staðfestingarnúmer 318) 17-318-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Markmið með námi á sérnámsbraut er að undirbúa nemendur undir daglegt líf, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám við hæfi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Sérnámsbrautin er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og ekki geta nýtt sér almennt námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám.
Skipulag: Nám á sérnámsbraut miðast alltaf við átta annir og er einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með einstaklingsbundinn þó reynt sé að miða við allt að 240 einingar. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum nemanda. Námið er á fyrsta þrepi en þó geta nemendur tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum í samráði við kennara. Þar sem námið er einstaklingsmiðað er ekki alltaf víst að nemandi geti tekið alla áfanga sem skilgreindir hafa verið í kjarna og því verður að gera ráð fyrir því að aðlaga þurfi áherslur í námi og bregða út af fyrirfram gefnum ramma. Eins er hugsanlegt að breyta þurfi einingafjölda í áföngum hverju sinni til að koma til móts við einstaklingsmarkmið.
Námsmat Allt námsmat á sérnámsbraut er einstaklingsmiðað og byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir námsmarkmiðum þeirra einstaklinga sem meta skal hverju sinni. Það er sniðið að getu og hæfni hvers og eins nemanda og endurspeglar áherslur í kennslu. Það getur m.a. falist í símati, lokaprófi, leiðasagnarmati, virkni í kennslustundum, mætingu o.fl. Nánari útfærsla á tilhögun námsmats er í höndum kennara í hverjum áfanga og kemur fram á kennsluáætlunum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Námi á sérnámsbraut lýkur með lokaprófi af sérnámsbraut og brautskráningu eftir fjögur ár. Þó er mögulegt að ljúka námi fyrr ef þess er óskað og aðstæður nemenda leyfa. Brautskráning er óháð fjölda eininga sem nemandi hefur lokið.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • þekkja styrkleika sína í námi, starfi og daglegu lífi eins og kostur er
  • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
  • taka þátt á vinnumarkaði á sínum forsendum
  • nýta sér læsi í víðu samhengi
  • stunda heilbrigðan lífsstíl
  • skynja og virða umhverfi sitt sem og náttúru eins og kostur er
  • virða fjölbreytilegt mannlíf og ólíkar skoðanir
  • nýta skapandi hugsun eins og kostur er og njóta menningar

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

240  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: 139 einingar eru frjálsar en valdar í samráði við kennara brautarinnar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Boðið er upp á sérstakan áfanga í fjármálalæsi í skólanum þar sem meðferð tölulegra upplýsinga er þjálfuð.
  • Ýmsir áfangar í stærðfræði, félagsvísindum og raungreinum fjalla um, túlka og nýta tölulegar upplýsingar.
  • Allir nemendur skólans taka námsáfanga þar sem mikið er lagt upp úr læsi og meðferð talna.
  • Nemendur eru markvisst þjálfaðir í notkun upplýsingatækni. Þeir safna saman tölfræðilegum upplýsingum, læra að lesa úr þeim og setja niðurstöðurnar fram á aðgengilegan máta.
Námshæfni:
  • Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Nemendur læra að meta eigin vinnubrögð og eru þjálfaðir í námstækni ólíkra námsgreina.
  • Allir nemendur skólans hefja nám sitt í skólanum með því að taka áfanga í lífsleikni þar sem námstækni er sérstaklega kennd og þjálfuð. Þeir þjálfast í að meta eigin styrkleika og veikleika og hvernig bæta má árangur með því að nýta sér þá.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Fjölbreytt námsmat og fjölbreyttar kennsluaðferðir hvetja nemendur til sköpunar og frumlegrar hugsunar. Kennarar eru sérstaklega hvattir til að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og margs konar námsmati í þeim tilgangi að ýta undir sköpun nemenda.
  • Verkefnamiðað nám færist sífellt í vöxt þar sem nemendur eru hvattir til að þróa sínar eigin leiðir til að leysa margvísleg verkefni.
  • Félagslíf nemenda sem byggist á heilbrigðri skemmtun, þjálfun í skapandi hugsun og frumlegum lausnum hefur verið einkennandi fyrir skólann. Í skólanum er starfrækt öflugt leikfélag sem setur upp metnaðarfullar sýningar og er lögð áhersla á að allir sem vilja geta tekið þátt.
  • Nemendur skólans eiga þess kost að velja fjölbreytta námsáfanga í listum þar sem megináhersla er á sköpun og frumlega hugsun. Þetta er eitt af aðalsmerkjum skólans.
  • Nemendahópur skólans er fjölbreytt flóra með ólíka hæfileika. Þessi samsetning hópsins leiðir fram skapandi kraft, frumleika og fjölbreytileika.
Jafnrétti:
  • Jafnrétti er hluti af öllu því starfi sem fer fram í skólanum, jafnt í kennslu sem öðru starfi. Það endurspeglast í ólíkum verkefnum og samskiptum milli einstaklinga og hópa innan skólans. Sérstaklega er fjallað um jafnrétti í félagsvísindum og sögu.
  • Unnið er að jafnrétti með því að viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat þar sem einstaklingurinn fær tækifæri til að njóta styrkleika sinna. Jafnréttisáætlun skólans er á heimasíðu skólans og sérstök jafnréttisnefnd er starfandi við skólann.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í skólanum er kenndur áfangi í umhverfisfræði þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Helstu lögmál vistkerfa eru kynnt og staða mannsins í vistkerfi jarðar skoðuð í samhengi. Helstu umhverfisvandamálin sem ógna framtíð mannkyns eru til umfjöllunar. Í verkefnum er haft að leiðarljósi að auka skilning á sameiginlegri ábyrgð manna á framtíð mannkyns á jörðinni.
  • Þessari umhverfisstefnu er fylgt eftir með því að sorp skólans er flokkað. Þannig er unnið að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Í skólanum eru kennd erlendu tungumálin enska, danska, franska, spænska og þýska. Nemendur eru í öllum áföngum þjálfaðir í notkun tungumálsins, jafnt í einstaklingsverkefnum sem og í samskiptum við aðra nemendur. Sérstaða enskunnar er sú að allmargar námsbækur og heimildir í öðrum fögum eru á enskri tungu.
  • Í tungumálanáminu ásamt námi í sögu og félagsvísindum læra nemendur um erlend samfélög í fortíð og nútíð. Heimsóknir til erlendra menningarsvæða er liður í námi nemenda og nemendur eru hvattir til að taka þátt í slíkum nemendaferðum. Skólinn á einnig í samskiptum við erlenda skóla, bæði með því að taka á móti nemendum og að heimsækja nemendur erlendis, og nýtur til þessara verkefna styrkja á borð við Comenius og NordPlus.
Heilbrigði:
  • Skólinn leggur sérstaka áherslu á heilbrigðan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi skóla. Allir nemendur skólans taka á fyrstu önn sérstakan áfanga í lýðheilsu og geta nemendur valið sér fjölbreytta áfanga í íþróttum. Í íþróttakennslu er markmiðið að nemendur átti sig á að regluleg hreyfing eykur líkamlegan og andlegan styrk þeirra til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Sérstakt markmið er að nemendur geri hreyfingu að lífsstíl.
  • Í félagsvísindum er fjallað sérstaklega um geðrænt og félagslegt heilbrigði. Í líffræði er fjallað um grunnþarfir lífvera og komið inn á tengsl milli heilbrigðis og lífshátta, þar á meðal næringar. Fjallað er um lífverur sem valda smitsjúkdómum og gildi hreinlætis. Heilbrigð sál í hraustum líkama er lykillinn að innihaldsríku og góðu lífi.
  • Rík hefð er fyrir ýmiss konar íþróttamótum, bæði innan skólans og í samvinnu við aðra skóla. Skólinn er í nánu samstarfi við íþróttafélag bæjarins með því markmiði að heilbrigður lífsstíll verði eftirsóknarverður og æskilegur í nútímasamfélagi.
  • Forvarnastarf skólans er öflugt, sérstakur forvarnafulltrúi starfar við skólann í náinni samvinnu við stjórn nemendafélagsins og félagsráðunaut. Eitt öflugasta forvarnaverkefni skólans er uppsetning söngleikja þar sem meginmarkmiðið er að allir nemendur fái tækifæri til að taka þátt og öðlist félagslegan þroska með því að takast sameiginlega á við stórt og viðamikið verkefni sem krefst þess að allir þátttakendur séu jafnir.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Skólinn leggur sérstaka áherslu á að skapandi ritun og heimildaritun séu kenndar og þjálfaðar í flestum áföngum. Sérstök áhersla er lögð á tjáningu og flutning verkefna. Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á lestur íslenskra bókmennta þar sem íslenskt samfélag er krufið til mergjar. Mikilvægi varðveislu menningararfsins er áréttað.
  • Í félagsvísindum er sérstaklega fjallað um íslenskt samfélag, sérkenni þess og stjórnarfar.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Lýðræði og mannréttindi eru grunnstoðir samfélagsins. Því hvetur skólinn nemendur til gagnrýnnar hugsunar. Í samfélagsfræðiáföngum er saga lýðræðis og mannréttinda kennd og skoðuð í ljósi heimsmála. Nemendur eru þjálfaðir í lýðræðislegum vinnubrögðum og samvinnu, þeir eru þjálfaðir í að tjá eigin skoðanir, færa rök fyrir máli sínu og hlusta á rök annarra.
  • Í skólanum er öflugt nemendafélag sem kemur að mörgum ákvörðunum í málefnum skólans. Má þar nefna að fulltrúar nemenda sitja í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans. Leitað er til hins almenna nemanda í ýmsum málum, m.a. eru lagðar fyrir kennslukannanir á hverri önn þar sem nemendur geta tjáð sig um skólastarfið. Opnir fundir eru haldnir einu sinni á önn þar sem stjórnendur skólans og nemendafélagsins sitja fyrir svörum nemenda skólans.