Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Sérnámsbraut (Staðfestingarnúmer 318) 17-318-1-12 | starfsbraut | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Markmið með námi á sérnámsbraut er að undirbúa nemendur undir daglegt líf, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám við hæfi. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Sérnámsbrautin er ætluð nemendum sem hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og ekki geta nýtt sér almennt námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám. |
Skipulag: | Nám á sérnámsbraut miðast alltaf við átta annir og er einingafjöldinn sem nemendur útskrifast með einstaklingsbundinn þó reynt sé að miða við allt að 240 einingar. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum nemanda. Námið er á fyrsta þrepi en þó geta nemendur tekið áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum í samráði við kennara. Þar sem námið er einstaklingsmiðað er ekki alltaf víst að nemandi geti tekið alla áfanga sem skilgreindir hafa verið í kjarna og því verður að gera ráð fyrir því að aðlaga þurfi áherslur í námi og bregða út af fyrirfram gefnum ramma. Eins er hugsanlegt að breyta þurfi einingafjölda í áföngum hverju sinni til að koma til móts við einstaklingsmarkmið. |
Námsmat | Allt námsmat á sérnámsbraut er einstaklingsmiðað og byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir námsmarkmiðum þeirra einstaklinga sem meta skal hverju sinni. Það er sniðið að getu og hæfni hvers og eins nemanda og endurspeglar áherslur í kennslu. Það getur m.a. falist í símati, lokaprófi, leiðasagnarmati, virkni í kennslustundum, mætingu o.fl. Nánari útfærsla á tilhögun námsmats er í höndum kennara í hverjum áfanga og kemur fram á kennsluáætlunum. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Námi á sérnámsbraut lýkur með lokaprófi af sérnámsbraut og brautskráningu eftir fjögur ár. Þó er mögulegt að ljúka námi fyrr ef þess er óskað og aðstæður nemenda leyfa. Brautskráning er óháð fjölda eininga sem nemandi hefur lokið. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
240 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | 139 einingar eru frjálsar en valdar í samráði við kennara brautarinnar. |