Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Meistaraskóli rafiðngreina (Staðfestingarnúmer 414) 20-414-4-11 | iðnmeistaranám | hæfniþrep 4 |
Lýsing: | Iðnmeistarar sem verktakar eða framleiðendur gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan þess. Í nútímasamfélagi breytast störf hraðar en áður, störf úreldast og ný störf fæðast. Stöðugt meiri þörf er á nýsköpun í öllum greinum, valdi á tækniþekkingu hvers tíma ásamt því að huga verður að öryggi, umhverfi og sjálfbærni rekstrar. Öll fyrirtæki þurfa að móta stefnu og gera áætlanir til lengri og skemmri tíma. Áætlanagerð hvílir oft á herðum iðnmeistarans, en þær geta m.a. varðað fjárfestingar, starfsfólk, öryggis- og umhverfismál, framleiðslu og þjónustu, rekstur, fjármál, sölu- og markaðsmál og gæðaþróun. En vegna hraðra framfara verða sköpun, hugvit og sveigjanleiki meistara mikilvægari þættir í náminu en áður svo að hann geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum í rekstri. Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum. Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti. Iðnmeistarinn er verkefnis/framleiðslustjóri í fyrirtæki, annast áætlanagerð fyrir tiltekin verk og hefur umsjón og eftirlit með þeim. Hann áætlar heildarumfang og tímamörk verks, greinir það í þætti, áætlar efnis- og mannaflaþörf, skilgreinir kröfur um gæði og afköst og ber ábyrgð á að verki ljúki á tilsettum tíma með tilskildum gæðum og innan kostnaðarmarka. Meistarinn sem atvinnurekandi ber auk þess ábyrgð á að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og staðla. Huga verður að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins. Meistari þarf að móta stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum og hvernig reksturinn geti verið sem sjálfbærastur. Iðnmeistarinn ber ábyrgð á vöruþróun, gæðum vöru og þjónustu gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, hvernig komið er fram við þá og hvernig er farið að óskum þeirra. Hann er ábyrgur fyrir því að farið sé að lögum. Hann þarf að vita hvernig hann nær til viðskiptavina og allir starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vera upplýstir um áherslur þess hvað varðar viðskiptasiðferði. Kennsla og þjálfun nemenda á vinnustað er meðal mikilvægustu viðfangsefna iðnmeistara. Meistari gerir samninga um vinnustaðanám/starfsþjálfun við iðnnema í iðngrein sinni og ber ábyrgð á að þeir fái þjálfun í samræmi við lög, reglur og námskrá. Hann kennir nemanum vinnubrögð, meðferð efna, tækja og forrita, veitir handleiðslu og fylgist með framvindu þjálfunar. Á sama hátt metur meistarinn endurmenntunar- og þjálfunarþörf annarra starfsmanna, leiðbeinir nýliðum og kennir starfsmönnum nýjungar eða sér til þess að það verði gert. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Sveinspróf í viðkomandi grein (rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun) |
Skipulag: | Meistaraskólinn er kenndur í fjarnámi. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Til að standast námsmat í áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
68 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið áfangaval
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " | 30 af 34 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft