Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúrufræðibraut (Staðfestingarnúmer 523) 22-523-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á náttúrufræðibraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum. Í brautarkjarna er einnig lögð áhersla á samþættingu vísinda, tækni, verkfræði, lista, hagnýtrar stærðfræði og stafrænnar miðlunar. Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum og skyldum greinum á háskólastigi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Á náttúrufræðibraut er fyrst og fremst verkefnamiðað bóklegt nám. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, t.d. fyrirlestrar, leitarnám, hópvinna, verklegar æfingar og rauntengt nám.
Námsmat Námsmatið er fyrst og fremst leiðsagnarmat en formleg lokapróf í lok anna eru ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann. Í upphafi hverrar annar skal nemendum kynnt kennsluáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Sjá nánar í skólanámskrá.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni eru 200 einingar. Reglur um námsframvindu eru samkvæmt skólareglum. Námstími til stúdentsprófs er 3 ár og þarf nemandi að taka 33-34 einingar á önn til að ljúka á þeim tíma. Nemendur velji áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa með aðgangsviðmið háskólanna til hliðsjónar. Sjá nánar í skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • lesa, rita, skilja og tjá sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum tungumálum
 • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
 • eiga uppbyggileg samskipti við annað fólk í ræðu og riti
 • sýna umburðarlyndi og ábyrgð með öfluga siðferðisvitund, víðsýni, frumkvæði og sjálfstraust
 • hugsa og starfa á gagnrýninn og skapandi hátt
 • sýna sjálfstæði og taka ábyrgð á eigin námi
 • efla eigin sjálfsmynd og nýta sér styrkleika sína
 • tileinka sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
 • virða umhverfi sitt og skilja mikilvægi sjálfbærni
 • meta gildi menningararfsins í heimabyggð og umheiminum
 • þekkja og geta beitt vísindalegum vinnubrögðum við úrlausn verkefna
 • taka þátt í atvinnulífinu
 • taka þátt í lýðræðissamfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu innan þess
 • nýta sér góða almenna og sértæka þekkingu og færni á sviði raungreina
 • miðla þekkingu sinni og hugmyndum með stafrænum hætti
 • samþætta vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði í nýsköpun og þróun
 • takast á við frekara nám á sviði náttúru-, heilbrigðis- og raunvísindagreina

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni náttúrufræðibrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

3. mál spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
3. mál þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja 19 einingar af vali brautar eða öðrum brautum. Þeir áfangar sem kenndir eru hverju sinni eru í boði.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að fjalla um efnið í ýmsum áföngum stærðfræði og raunvísinda
 • með því að þjálfa markvisst talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum
 • með því að afla gagna og kynna niðurstöður á skapandi hátt
Námshæfni:
 • með því að þjálfa nemendur í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim
 • með því að þjálfa nemendur í námstækni ólíkra námsgreina
 • með því að taka fyrir námshæfni og námstækni á fyrstu önn nemenda í skólanum í lífsleikniáfanga
 • með því að þjálfa nemendur sérstaklega í námstækni og vinnubrögðum raunvísinda
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að gera kröfu um að verkefnum sé skilað á fjölbreyttan hátt
 • með því að leggja áherslu á myndræn skil ekki síður en rituð
 • með því að leggja áherslu á meðferð heimilda og reglur um höfundarrétt
 • með því að fjalla um listir og listasögu í tilteknum áföngum
 • með því að kenna frumkvöðlafræði
 • með því að fara í vettvangsferðir á vettvang leiklistar, stjórnmála og jarðfræði
Jafnrétti:
 • með því að skapa jafnrétti til náms, m.a. með því að bjóða upp á nemendagarða
 • með því að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð
 • með því að fjalla um fjölmargar hliðar jafnréttis í tilteknum áföngum
 • með því að fjalla um staðalmyndir, kynímyndir, kyn og kyngervi í tilteknum áföngum
 • með því að koma fram við alla af virðingu og jafnræði
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að fjalla sérstaklega um málefnið í tilteknum áföngum skólans
 • með því að vera þátttakandi í verkefninu skólar á grænni grein - græn fáni
 • með því að halda á lofti gagnrýnni umræðu um umhverfi, samfélag, náttúru og sameiginlega ábyrgð
 • með því að fjalla um jöfnuð innan kynslóða og á milli kynslóða
 • með því að gera nemendur meðvitaða um neyslu og nýtingu auðlinda jarðar
 • með því að virkja nemendur í þeirri hugsun um að flokkun á sorpi er nauðsynleg, en einnig hvernig er hægt að minnka neyslu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að kenna erlend tungumál á fjölbreyttan máta
 • með því að stuðla að því að tjáning og samskipti í tilteknum tímum fari fram á erlendu tungumáli
 • með því að nemendur afli sér upplýsinga á erlendum tungumálum í tilteknum áföngum
 • með því að nemendur kynnist menningu í þeim löndum sem tungumálið er notað
Heilbrigði:
 • með því að vera hluti af Heilsueflandi framhaldsskóla
 • með því að gera nemendum skylt að sækja líkamsrækt, innan veggja skólans eða utan
 • með því að vera með virka eineltisáætlun
 • með því að vera í góðu samstarfi við nemendafélag skólans
 • með því að vera þátttakandi í forvarnarhópi sveitarfélagsins
 • með því að efla sjálfstraust nemandans með leiðsagnar-, jafningja- og sjálfsmati
 • með því að efla sjálfstæði nemandans með ýmis konar verkefnum í staðinn fyrir fyrirfram ákveðin forskriftar verkefni
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að leggja áherslu á íslenskt samfélag í íslenskuáföngum þar sem íslenskar bókmenntir eru lesnar
 • með því að nemendur lesi efni í ýmsum námsgreinum og öðlist þannig bæði grunnþekkingu á viðkomandi sviði og fái yfirsýn sem gerir þá að betri lesendum á öllum sviðum
 • með því að leggja áherslu á hópavinnu, að nemendur færi rök fyrir skoðunum sínum og haldi kynningar á íslensku
 • með því að nemendur kynnist blæbrigðaríkum og fjölbreyttum orðaforða í gegnum lestur bókmennta
 • með því að nemendur taki þátt í alls kyns verkefnavinnu þar sem reynir á samskipti og samskiptahæfni nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að fjalla um efnið í tilteknum áföngum í skólanum
 • með því að kennarar ástundi lýðræðisleg vinnubrögð þar sem því er við komið
 • með því að stjórnendur ástundi lýðræðisleg vinnubrögð þar sem því er við komið
 • með því að leggja áherslu á virðingu í framkomu og samskiptum allra aðila innan skólans
 • með því að leggja áherslu á hópavinnu og jákvæð samskipti í verkefnavinnu
 • með því að leggja ríka áherslu á að nemendur og kennarar tileinki sér lýðræðislega samræðu í daglegu starfi
 • með því að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannfólksins