Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Listnámsbraut (Staðfestingarnúmer 14) 15-14-3-7 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á listnámsbraut er boðið upp á grunnmenntun á sviði lista með áherslu á myndlist, hönnun og sviðslistir. Stúdentspróf af brautinni nýtist í framhaldsnámi í listgreinum og flestum greinum hug- og félagsvísinda auk þess sem brautin veitir nemendum góðan almennan undirbúning undir nám og störf. Mörg tækifæri liggja til framþróunar á sviði lista- og menningar þar sem margs konar skapandi greinar skipa stöðugt veigameiri sess í atvinnulífinu. Valeiningar á brautinni gefa nemendum kost á því að aðlaga námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Þannig geta þeir undirbúið sig fyrir ýmiskonar framhaldsnám með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. Valeiningar eru bundnar að hluta við listnámsframboð skólans.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla eða sambærilegt fyrsta þreps nám í þessum greinum.
Skipulag: Nám á brautinni er 206 einingar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á þriðja þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki að minnsta kosti 60 einingum á skólaári. Nemendur með góðan undirbúning úr grunnskóla geta lokið námi á þremur árum á meðan aðrir gefa sér lengri tíma. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennslustundum er skipt í bundnar kennslustundir og verkefnatíma. Skólaárið skiptist í fjórar spannir og eru nemendur að jafnaði í þremur áföngum á spönn auk íþrótta. Nám á brautinni skiptist í kjarna, brautarkjarna, bundið val og frjálst val. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur af öllum stúdentsbrautum taka en brautarkjarninn er sérkennandi fyrir listnámsbraut. Bundið val gefur nemanda kost á að dýpka sig í tilteknum listgreinum eða kynna sér betur ólík listform. Frjálsu vali þarf nemandinn að haga þannig að skilyrðum aðalnámskrár um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs sé fullnægt.
Námsmat Símat er ríkjandi þáttur í námsmati við skólann og áhersla lögð á fjölbreyttar aðferðir við námsmat til þess að mæta ólíkum nemendum. Leiðsagnarmat er rauði þráðurinn í námsmati. Umgjörð námsmatsins er útfærð í skólanámskrá en nánar kveðið á um námsmat tiltekinna áfanga í kennsluáætlun hverju sinni.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi í fullu námi skal ljúka að lágmarki 15 einingum á önn (tveimur spönnum) og telst hann annars fallinn á viðkomandi önn. Skólasóknareinkunn nemanda er reiknuð í lok hverrar annar. Sé hann undir viðmiðunarmörkum telst hann fallinn á önninni. Ekki er skylt að endurinnrita nemanda hafi hann fallið á tveimur önnum í röð. Nemanda er heimilt að þreyta próf þrívegis í sama áfanga. Ef fall í einum áfanga á lokaönn kemur í veg fyrir að nemandi geti útskrifast með lokaprófi skal leyfa honum að taka upp próf í þeim áfanga í lok sömu annar. Nemandi sem fær einkunnina 8 eða meira í námsáfanga getur sótt um til skólameistara að stunda nám í næsta áfanga í greininni án þess að sækja kennslustundir (P-áfangi). Til að standast próf í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í þeim næsta þarf lágmarkseinkunnina 5. Þó er nemanda heimilt að útskrifast með einkunnina 4 í tveimur áföngum ef um lokaáfanga eða stakan áfanga er að ræða. Þessir áfangar gefa ekki einingar. Nemandi þarf samt sem áður að ljúka tilskyldum einingafjölda samkvæmt brautarlýsingu.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • hagnýta sér sérhæfða þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu í þeim listgreinum sem hann hefur valið sér
 • tjá listrænar niðurstöður og miðla þekkingu um eigin verkferli á skýran ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt
 • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og nota viðeigandi aðferðir við útfærslu
 • setja þekkingu á sínu fagsviði í samfélagslegt og alþjóðlegt samhengi
 • kynna verkefni sín á eigin móðurmáli og að minnsta kosti einu erlendu tungumáli
 • sýna sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og áræðni við útfærslu og túlkun þeirra
 • nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun eða flutning verka sinna
 • taka þátt í menningu samfélagsins og gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins
 • fjalla um listgrein sína og sköpun og staðsetja í menningarlegu og listsögulegu samhengi
 • meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
 • standa fyrir opinberri sýningu eða viðburði
 • greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
 • takast á við framhaldsnám í listnámi hérlendis og erlendis

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

206  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni listnámsbrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

3. mál spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
3. mál þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið pakkaval

Hagnýt stærðfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Náttúrufræðibrautar stærðfræði
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

2 af 6
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 2 af 6

Bundið áfangaval

5 af 25
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 25

Bundið áfangaval

35 af 70
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 35 af 70

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur á brautinni velja 30 einingar í frjálsu vali og þurfa að uppfylla skilyrði aðalnámskrár um þrepaskiptingu námseininga á stúdentsprófsbrautum.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Nemendur öðlast fjármálalæsi í lífsleikni- og stærðfræðiáföngum brautarinnar. Í stærðfræðiáfanga er sérstaklega farið í tölfræðilega úrvinnslu gagna.
 • Í lífsleikni og félagsvísindum þjálfast nemendur í að greina ýmiskonar upplýsingar og vinna úr þeim.
 • Í sögu þjálfast nemendur í að lesa og túlka texta, kort, töflur, gröf og myndir frá mismunandi tímaskeiðum.
 • Í lokaverkefni reynir á að nemendur séu læsir á upplýsingar frá ólíkum miðlum, geti nýtt sér margvíslega tækni í upplýsingaleit, geti aflað gagna, flokkað þau og nýtt sér upplýsingarnar á gagnrýninn hátt.
Námshæfni:
 • Í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar og reyna á ýmsa hæfni. Unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna.
 • Í öllum áföngum þurfa nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og takast á við áskoranir í námi. Þeir þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
 • Í lífsleikni er sérstök áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og geri sér grein fyrir kröfum skólastigsins. Nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin vinnulagi, styrkleikum og veikleikum í námi og hvernig bæta megi árangur út frá styrkleikum hvers og eins. Lagt er upp úr því að veita nemendum innsýn í mismunandi námsaðferðir. Nemendur öðlast smám saman reynslu, þekkingu og skilning sem á að nýtast þeim til að efla styrkleika sína í námi og nota námstækni við hæfi í áframhaldandi námi.
 • Í ritunaráfanga fá nemendur þjálfun í að skrifa og byggja upp læsilegan texta, meta gildi og áreiðanleika heimilda og tengja tilvitnanir eigin umfjöllun og leggja út af þeim.
 • Í lokaverkefni velja nemendur sér viðfangsefni og skipuleggja í samráði við leiðbeinanda. Hægt er að útfæra verkefnin á ýmsan hátt, s.s. í formi ritgerðar, vefsíðu, heimildamyndar, sýningar, tímaritsgreinar, bókagerðar, portfolio, útvarpsþáttar eða rannsóknarskýrslu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Nemendur þurfa að geta lagt mat á eigið vinnuframlag og þróað verkefni sín samkvæmt endurgjöf leiðbeinanda.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun. Nemendur þurfa að hagnýta þekkingu sína með alls kyns verkefnavinnu og kynningu á henni.
 • Í listaáfanga í kjarna er lögð áhersla á að nemendur kynnist fjölbreytni í listsköpun og læri að njóta lista, menningar og skapandi starfs í margvíslegu formi.
 • Í lokaverkefni reynir verulega á hagnýtingu þekkingar og skapandi hugsun nemenda.
 • Nemendur skólans eiga kost á því að velja ýmsa áfanga í listum, s.s. hönnun, myndlist og margmiðlun þar sem reynir á sköpunarhæfileika nemenda.
 • Margir aðrir þættir í skólastarfinu falla undir skapandi starf, s.s. þátttaka í félagslífi skólans.
Menntun til sjálfbærni:
 • Í öllu skólastarfinu er lögð áhersla á sjálfbærni og sjálfbæra hugsun. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu. Þessum þætti er fylgt eftir af umhverfisnefnd í samræmi við umhverfisstefnu skólans.
 • Í lífsleikni vinna nemendur með upplýsingar um eigin neyslu og setja í samhengi við nýtingu náttúruauðlinda. Einnig taka þeir þátt í samræðum sem varða umhverfisvitund og sjálfbærni á ábyrgan og rökrænan hátt.
 • Í náttúrufræðiáföngum taka nemendur ábyrga og upplýsta afstöðu í umhverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda.
 • Í félagsgreinum og sögu er lögð áhersla á að bera virðingu fyrir mannréttindum og umhverfi sínu.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í kjarna brautarinnar fá nemendur þjálfun í þremur erlendum tungumálum.
 • Í enskunámi eru nemendur þjálfaðir í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræði og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari. Nemendur þurfa að geta tjáð sig á ensku í umræðum, hópavinnu, fyrirlestrum o.fl. Þeir þurfa að geta skilið kennara, samnemendur, upplestra og allt talað mál. Í fagensku afla nemendur sér orðaforða tengdan ákveðnu fræðasviði. Í öllum enskuáföngum er leitast við að gera nemendur meðvitaða um menningu og siði sem einkennir þau landsvæði, þar sem tungumálið er talað.
 • Í dönsku lesa nemendur fjölbreytta texta um fréttatengd efni, danska menntakerfið og bókmenntatexta. Áhersla er lögð á virkan og hagnýtan orðaforða, m.a. til undirbúnings áframhaldandi náms á Norðurlöndum.
 • Í þriðja máli er áhersla lögð á hæfni nemenda í að tjá sig í ræðu og riti um málefni líðandi stundar. Nemendur eru þjálfaðir í öllum málfærniþáttum; hlustun, lesskilningi og munnlegri og skriflegri tjáningu. Þeir fá innsýn í menningu, listir og þjóðlíf viðkomandi málsvæða.
 • Skólinn leitast við að taka þátt í samskiptum við skóla í Evrópu enda auka alþjóðleg samskipti víðsýni nemenda, efla skilning þeirra á mikilvægi tungumálakunnáttu og veita innsýn í líf og störf fólks erlendis. Nemendur eiga þess kost að taka sérstakan áfanga um erlend samskipti þar sem meginviðfangsefnið er að nota upplýsinga- og margmiðlunartækni til að tengjast nemendum í öðrum löndum og vinna að samvinnuverkefnum gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir.
Heilbrigði:
 • Í skólastarfinu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi skóla þar sem unnið er með næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Þessir þættir eru nánar útfærðir í heilsustefnu skólans. Gengið er út frá því að nemendur beri ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.
 • Í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagslegum þáttum sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga. Þar fer m.a. fram forvarnafræðsla um vímuefni, áfengi, átraskanir, mataræði, kynheilbrigði og svefn. Nemendur eru hvattir til að tileinka sér heilsusamlegan lífsstíl og jákvæð samskipti þar sem einelti og annað ofbeldi líðst ekki.
 • Í íþróttum er unnið að því að auka andlegan og líkamlegan styrk nemenda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og auka lífsgæði. Nemendur öðlast hæfni til að nýta sér þekkingu sína meðal annars til að takmarka kyrrsetu, auka hreyfingu á einfaldan og ódýran hátt, flétta líkams- og heilsurækt inn í daglegt líf, meta daglega hreyfingu og gera áætlanir um úrbætur ef þörf er á. Fjallað er um mataræði og hvað felst í hollri og góðri næringu og hver næringarþörf er með tilliti til vinnu og daglegrar hreyfingar. Einnig er rætt um neikvæð áhrif áfengis-, tóbaks- og lyfjaneyslu á líkama og heilsu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Skólinn leggur megináherslu á verkefnavinnu nemenda í öllum áföngum þar sem reynir á samskipti og samskiptahæfni ásamt tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður.
 • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Íslenskunám felur það í sér að nemendur þurfa að tjá sig í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari.
 • Í lífsleikni fá nemendur tilsögn í framkomu og þjálfast í tjáningu eigin skoðana.
 • Í heimspeki rökræða nemendur siðferðileg álitamál, átta sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finna skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum. Einnig móta þeir eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Á hverju ári er áfangakönnun lögð fyrir nemendur þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Reglulega eru lagðar fyrir þá viðhorfskannanir um afmarkaða þætti og niðurstöðurnar notaðar til þess að bæta það sem betur má fara.
 • Nemendur eiga fulltrúa í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans. Einnig eiga nemendur fulltrúa í jafnréttis-, heilsu- og umhverfisnefndum skólans þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri.
 • Í lífsleikni, félagsvísindum, siðfræði og sögu er fjallað um mannréttindi, siðferðisvitund og lýðræði. Þar eru nemendur hvattir til umburðarlyndis og virðingar fyrir mismunandi lífsgildum. Þannig þjálfast nemendur í því að vera virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
Jafnrétti:
 • Í skólastarfinu öllu er áhersla á jafnrétti sem fylgt er eftir með starfi jafnréttisnefndar skólans sem sér um að jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun skólans sé fylgt.
 • Gætt er að samþættingu kynjasjónarmiða í kennslu og stuðlað að sjálfsvirðingu og sjálfstæði beggja kynja. Jafnrétti endurspeglast í starfsháttum skólans, samskiptum og skólabrag. Áhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir og kennsluefni þar sem þess er gætt að vitna í heimildir sérfræðinga af báðum kynjum eftir því sem tök eru á.
 • Nemendur fá fræðslu um jafnréttismál og leiðir til að koma auga á og vinna gegn hvers konar misrétti. Þeir eru hvattir til að kanna námsleiðir og hlutverk sem ekki eru ,,dæmigerð“ fyrir stráka eða stelpur og draga menningarbundin kynhlutverk í efa m.a. með náms- og starfsráðgjöf sem allir nemendur skólans eiga aðgang að.
 • Í lífsleikniáföngum vinna nemendur að verkefnum er tengjast jafnrétti í víðum skilningi, s.s. fordómum, fjölmenningu, kynhneigð, fötlun og trúarbrögðum.
 • Í félagsgreinum og sögu læra nemendur að greina áhrif ýmissa þátta á líf einstaklinga og hópa, t.d. stéttar, trúarbragða, þjóðernis, kynhneigðar, litarháttar, búsetu o.fl. Gerð er sú krafa að nemendur sýni hver öðrum virðingu á sama hátt og kennarar koma fram við nemendur af virðingu.