Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Rafvirkjabraut (Staðfestingarnúmer 412) 19-412-3-8 rafvirki hæfniþrep 3
Lýsing: Atvinnuheitið rafvirki er lögverndað starfsheiti og rafvirkjun er löggild iðngrein. Nám á rafvirkjabraut er 255 eininga iðnnám. Námið undirbýr nemendur undir starf rafvirkja. Í starfi þeirra felst, meðal annars að leggja rafmagn, setja upp rafmangstöflur, dósir, tengla, lýsingu og netkerfi, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Námi í rafvirkjun líkur samkvæmt 30. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla, með sveinsprófi en áður en það er þreytt skulu nemendur hafa lokið burfararprófi úr skólanum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Skipulag: Nám í rafvirkjun skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á rafiðngreinar og grunn í almennum bóklegum greinum. Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi.
Námsmat Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.
Starfsnám: Starfsþjálfun er 80 einingar og skiptist upp í fjórar 20 eininga lotur eða 48 vikur. Nemendur stunda nám í þeim verkþáttum sem búið er að skipuleggja af skólanum og er eftirfylgni og eftirlit framkvæmt með ferilbók sem meistari ber ábyrgð á að nemandinn öðlist þjálfun og færni í.
Reglur um námsframvindu: Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 framhaldsskólaeiningum á önn. Lokavitnisburður skal vera í heilum tölum á bilinu 1-10 og lágmarkseinkunn til að standast áfanga er 5. Nánari reglur um námsframvindu, frávik frá henni og skólasókn má finna í skólanámskrá skólans
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • setja upp og hafa eftirlit með raflögnum og rafbúnaði í byggingum, skipum, bátum og raforkudreifikerfum, í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla.
  • annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rekstri rafkerfa í farartækjum á sjó og landi.
  • nýta grunnþekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði tölvukerfa og þekkja helstu hugtök er varða lýsingartækni og ákvarða lýsingarþörf við mismunandi aðstæður.
  • vinna sjálfstætt, meta eigin getu og forgangsraða viðfangsefnum, greina hvaða aðferðir eiga við hverju sinni og rökstyðja aðferðir sem hann notar.
  • nota viðeigandi mælitæki við störf sín, gera bilanaleit og gera við rafbúnað og raflagnir.
  • þekkja skipulag og uppbyggingu fyrirtækja og stofnana rafiðnaðarmanna og gera sér grein fyrir hlutverki þeirra.
  • lesa raflagnateikningar vegna uppsetningar, bilanaleitar og viðhalds rafbúnaðar. Hann getur útskýrt virkni búnaðarins út frá teikningunum og magntekið og unnið verkáætlanir eftir þeim.
  • þekkja búnað raftækja, rafvéla, iðntölvustýringa, stýribúnaðar og forritanlegra raflagnakerfa og annast uppsetningu þeirra og viðhald.
  • tjá sig af öryggi, munnlega og skriflega, s.s. með verkdagbókum, vinnuseðlum og skýrslum.
  • sýna fagmennsku og siðferðisvitund við allar aðstæður og geta viðhaldið faglegri þekkingu sinni með námskeiðum, öflun upplýsinga á internetinu og með öðrum hætti, á íslensku og a.m.k. einu erlendu tungumáli.
  • trygga öryggi og viðhafa viðeigandi varnarráðstafanir í rafiðnaði og þekkja tengsl við eftirlitsstofnanir vegna eftirlits og öryggismála.
  • leiðbeina öðrum, sýna leikni í samstarfi og samskiptum við samstarfsfólk og taka fullt tillit til þarfa viðskiptavina og aðstæðna.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

255  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Rafvirkjun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

3 af 12
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 3 af 12

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Bundið áfangaval

5 af 10
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 10

Bundið áfangaval

10 af 15
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 10 af 15

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Mikið reynir á alla þessa þætti í áföngum brautarinnar. Áhersla er lögð á notkun fjölbreyttra miðla í upplýsingaleit, öflun gagna, flokkun þeirra og nýtingu á gagnrýninn hátt.
  • Í öllum áföngum brautarinnar þurfa nemendur að geta lesið í texta, tölulegar og myndrænar upplýsingar.
  • í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur öðlist færni sem þeir geta beitt við útreikninga rafrása.
  • Í flestum áföngum eru fagbækur, fagtímarit og efni á netinu hluti námsefnis og verkefna.
  • Í náminu er komið inn á nauðsyn gagnrýnnar hugsunar við úrvinnslu upplýsinga og áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir að upplýsingar eru oft gildishlaðnar.
Námshæfni:
  • Í skólanum er unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og vinnubrögðum. Þeir eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennsluaðferðir eru margvíslegar og fjölbreyttar og reyna á þekkingu, leikni og hæfni. Það sama má segja um námsmat. Þá eru nemendur hvattir til að nýta styrkleika sína í námi
  • Í vinnustaðanámi er áhersla lögð á að nemendur yfirfæri bóklega þekkingu með því að sýna hæfni í rafvirkjastörfum.
  • Rafvirkjanámið krefst lesturs fræðitexta og skilnings á þeim. Heimanám og vinna krefst forgagsröðunar og skipulags. Nemendur þurfa stöðugt að meta eigið vinnuframlag og læra þannig að þekkja styrkleika sína og veikleika og setja sér raunhæf markmið.
  • Í rafvirkjanámi er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum. Þeir læra að meta eigin vinnubrögð og annarra t.d. með sjálfsmati og jafningjamati. Nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Kennslu- og námsaðferðir eru fjölbreyttar með áherslu á leiðsagnarmat þar sem unnið er sérstaklega með styrkleika nemenda og hvernig megi efla þá. Eftir því sem lengra líður á námið eru gerðar meiri kröfur um að þekking og fyrri reynsla, bæði í viðkomandi grein og öðrum, sé nýtt við lausn nýrra viðfangsefna. Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun færa nemendur ferilbók þar sem þeir m.a. ígrunda framfarir sínar í námi og starfi.
  • Í öllum íslenskuáföngum þurfa nemendur að að þjálfa hæfni sína m.a. með að skrifa skýran texta, beita málinu á fjölbreyttan hátt, tjá rökstudda afstöðu, draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun og flytja fyrirlestra.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Í lokaáföngum brautarinnar er fjallað sérstaklega um skapandi hugsun og miðlun þekkingar.
  • Í mörgum áföngum vinna nemendur skapandi verkefni þar sem þeir eru hvattir til frumleika og að hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu þeirra. Lögð er áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd og miðlunar til viðskiptavina.
  • Margir þættir í skólastarfinu flokkast sem skapandi starf. Í flestum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og þurfa nemendur að sýna hæfni í alls kyns verkefnum, kynningu á þeim og flutningi.
Jafnrétti:
  • Í íslenskuáföngum er lögð áhersla á að gera hlut kvenna sýnilegan, en einnig á jafnrétti í víðasta skilningi orðsins. Leitast er við að skapa umræður um jafnrétti kynjanna og jafnrétti þjóðfélagshópa
  • Í bóklegum áföngum er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning sinn á skipulagi samfélagsins og verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsleg viðfangsefni og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf og jafnréttissjónarmið að leiðarljósi.
  • Í rafvirkjanáminu er lögð áhersla á jafnan rétt og tækifæri allra að námi óháð búsetu, trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldri, litarhætti eða tungumáli.
  • Námsmat og kennsluaðferðir í áföngum eru aðlagaðar að mismunandi leiðum nemenda til að læra og er fjölbreytt allan námstímann.
Menntun til sjálfbærni:
  • Í vinnustaðanámi læra nemendur að ganga af virðingu, öryggi og ábyrgð um vinnuumhverfi sitt til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Auk þess læra nemendur að um förgun úrgangs á umhverfisvænan og öruggan hátt.
  • Í rafvirkjanáminu er lögð áhersla á sjálfbærni með því að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu. Nemendur eru hvattir til þess að temja sér heilbrigðan lífsstíl. Unnið er að því að nemendur verði virkir og ábyrgir borgarar bæði gagnvart samfélaginu og umhverfi sínu. Þessum þætti er einkum fylgt eftir í stefnu sérhvers skóla.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Dönskunám grundvallast á því að auka tal, les- og hlustunarskilning nemenda og að þeir öðlist færni í að tjá sig í einföldum samtölum á dönsku. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í danska menningu.
  • Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur læri erlend tungumál. Tungumálakunnátta er lykill að upplýsingum og gefur aðgengi að faglegu efni á erlendum tungumálum. Hún er ein af forsendum þess að geta átt farsæl samskipti og samvinnu við einstaklinga af öðru þjóðerni. Lögð er áhersla á erlend samskipti og að sem flestum nemendum bjóðist að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum erlendis.
  • Í dönskunámi er kappkostað að allir nemendur auki orðaforða sinn, tjái sig á tungumálinu og fái innsýn í danska menningu og hugsunarhátt.
  • Í enskunámi eru nemendur þjálfaðir í að koma máli sínu á framfæri á ensku í ræðu og riti. Í öllum enskuáföngum er leitast við að gera nemendur meðvitaða um menningu og siði sem einkenna landsvæði, þar sem tungumálið er talað.
Heilbrigði:
  • Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun þjálfast nemendur í samskiptum og faglegum vinnubrögðum. Nemendur öðlast skilning og færni í að efla bæði eigið heilbrigði og annarra.
  • Í íþrótta – og heilsuáföngum er unnið að því að nemendur geri hreyfingu og þátttöku í íþróttum að hluta af daglegu lífi sínu og auki þannig lífsgæði sín. Þeir fá fræðslu um mataræði, mikilvægi hreyfingar og svefns og skaðsemi vímuefna og lyfja
  • Í verklegum áföngum læra nemendur að beita faglegum vinnubrögðum, gæta að öryggi á vinnustað, hugsanlegri slysahættu og mengun. Þeim er einnig kennd rétt líkamsbeiting við vinnu og notkun hlífðar- öryggisbúnaðar.
  • Í raflagnaáföngum læra nemendur um áhrif mengunar. Þar er fjallað um ábyrgð hvers einstaklings á mengunarvörnum í nánasta umhverfi sínu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir þurfa að gera grein fyrir mengunar- og slysavörnum í nánasta umhverfi sínu.
  • Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli og í skólastarfinu öllu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl. Allir nemendur taka áfanga tengda íþróttum, heilsu og skyndihjálp og læra þannig að bera ábyrgð á eigin heilsu
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Í náminu er áhersla á vinnu nemenda þar sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta. Í hvers kyns verkefnavinnu reynir á tjáningu í rituðu og töluðu máli við kynningu niðurstaðna. Nemendur þurfa að svara spurningum á málefnalegan hátt og rökstyðja skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi.
  • Skólinn leggur mikla áherslu á að efla læsi, samskiptahæfni og tjáningu nemenda í öllu námi. Nemendur þjálfast í læsi, tjáningu og samskiptum í alls kyns verkefnavinnu og verkefnaskilum í ræðu og riti að auki þurfa þeir að að rökstyðja skoðanir og niðurstöður.
  • Í íslenskuáföngum þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Íslenskunám felur það í sér að nemendur þurfa að tjá sig í ræðu og riti. Með aukinni þjálfun verður mál þeirra blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari. Í öllum áföngum þurfa nemendur að flytja mál sitt og er það þjálfað markvisst í tjáningu.
  • Í vinnustaðanámi og starfsþjálfun þurfa nemendur að tjá sig munnlega og skriflega til að koma upplýsingum á framfæri. Í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk þurfa nemendur að geta tjáð sig á skýran og markvissan hátt.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið s.s. með kennslukönnunum þar sem nemendur láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skóla.
  • Í náminu læra nemendur að sýna eigin störfum og annarra virðingu og sinna þeim af trúmennsku og heiðarleika.
  • Nemendur taka þátt í að móta skólastarfið með ýmsum hætti. Þannig er stuðlað að því að gera nemendur virka og meðvitaða um að móta samfélag sitt. Forsvarsmenn nemendafélagsins sitja í skólaráði og eiga þannig þátt í ákvarðanatöku um ýmis málefni. Tvisvar á ári eru haldnir skólafundir sem allir nemendur skólans taka þátt í. Á þeim er leitað eftir skoðunum nemenda á ýmsu sem tengist skólahaldinu og úrbætur gerðar í framhaldinu eftir þeirra ábendingum. Auk þess er beitt lýðræðislegum kennsluaðferðum og nemendur hafðir með í ráðum við val á námsefni og kennsluaðferðum.
  • Nemendur þjálfast í að taka leiðsögn á uppbyggilegan hátt í náminu svo og starfsþjálfun.
  • Mikið reynir á samvinnu við lausn margvíslegra verkefna á brautinni. Nemendur læra að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum, taka tillit til samnemenda, samstarfsfólks og mæta hver öðrum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt.