Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Opin stúdentsbraut (Staðfestingarnúmer 267) 17-267-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Opin stúdentsbraut, skammstöfuð O-braut, er 200 fein nám á framhaldsskólastigi. Megin áherslan er á kjarnagreinar.

Námið er skilgreint sem stúdentspróf og byggir á fjölbreyttu almennu námi. Bent er á að við skipulagningu náms þeirra á brautinni, er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við fagaðila skólans, þ.e. náms- og starfsráðgjafa..

Námið einkennist jafnframt að sérhæfðum undirbúningi undir háskólanám. Eftir námslok á þriðja þrepi á nemandi að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og metið eigin störf.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði fyrir brautina er grunnskólapróf eða jafngildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í íslensku, stærðfræði, ensku eða dönsku þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið 1. þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Skipulag: Námið á O-braut er skipulagt sem bóknám. Námið er samtals 200 fein. Það skiptist í kjarna, 100 fein og frjálst val 100 fein. Kjarninn er skylda fyrir alla nemendur brautarinnar. Valgreinum er ætlað að mæta þörfum fyrir fjölbreyttara nám á áhugasviðum einstakra nemanda og víkka sjóndeildarhring þeirra. Valgreinar fela í sér sérhæfingu til frekara náms.

Áfangar frá öðrum brautum og falla að námi O-brautar eru metnir inn á brautina. Almennt er brautin skilgreind út frá þriggja ára námstíma, en auðvelt er fyrir nemendur að stytta þann tíma ef þeir stunda nám sitt samfellt allt árið. Nemandi þarf að haga námsvali þannig að skilyrði Aðalnámskrár framhaldsskóla um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs séu uppfyllt. Námslok eru á þriðja hæfniþrepi. Námið fer fram í dreifnámi og nemendur eru í sambandi við kennara og skóla í netheimum.

Kennt er eftir lotukerfi. Nemendur geta tekið einn eða fleiri áfanga í einu og lokið þannig námi sínu á þeim hraða sem þeim hentar. Skólinn býður upp á lokapróf í hverjum mánuði allt árið.

Námsmat Námsmat er miðað við fjölbreytileika námsins s.s. skrifleg próf, verkefnavinnu og hlutapróf. Lögð er áhersla á að kennsluaðferðir séu fjölbreyttar s.s. samvinnunám, leitarnám, fyrirlestrar, umræður og umsagnir o.fl. Sérstök áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna nálgun.

Almennt námsmat verður í höndum kennara og skólameistara. Matið mun byggja á markmiðum skólans og þeim reglum fylgt sem kveðið er á um í Aðalnámskrá framhaldsskóla og skólanámskrá. Leitast verður við að mynda sterka tengingu milli námsmats og kennsluhátta og gera námsmat eins samofið náminu og kostur er.

Umgjörð námsmatsins er útfærð nánar í skólanámskrá þar sem nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í námsáætlun hverju sinni.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Mikilvægt er að nemendur hafa samráð við fagaðila skólans þegar kemur að skipulagi námsins. Hafa ber í huga að nemendur ráða einir námsframvindu sinni, en gerð er krafa um að þeir ljúki að lágmarki 30 fein á ári. Ef nemendur ætla að ljúka námi sínu á tveimur árum, þá þurfa þeir að ljúka 100 fein á ári eða um tveimur áföngum á mánuði.

Eftirfarandi reglur gilda almennt um námsframvindu:

• til að standast námsmat í áfanga þarf lágmarkseinkunnina 4,5 (námundað í 5) og nemandi skal ljúka 15 framhaldsskólaeiningum hið minnsta á 6 mánaða tímabili, nema um annað sé samið við skólameistara.
• Í flestum áföngum skólans eru lokapróf og verða nemendur að ná tilskilinni lágmarkseinkunn á lokaprófi áður en tekið er tillit til úrlausna á skilum og verkefnum.
• Nemendum sem ljúka prófi verður úthlutað prófskírteini, þar sem fram kemur hæfniþrep námsloka, upptalning á áföngum sem nemandi hefur staðist og umsögn um almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • lesa í upplýsingar á ýmis konar formi s.s. tengsl og merkingu hugtaka í námsefninu og geta nýtt sér þær við að mynda sér skynsamlega gagnrýna afstöðu,
  • tileinka sér akademíska hugsun, sem felst m.a. í því að hann átti sig á hvers konar spurningar leiða til akademískra viðfangsefna, hvaða svara megi vænta og að nemandinn geti spurt slíkra spurninga,
  • komast áfram í lífinu svo sem til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám,
  • geta undirbúið sig fyrir nám í hinum margvíslegu námsgreinum háskólans,
  • beita vísindalegum vinnubrögðum við úrlausn verkefna,
  • tjá sig um sérhæfða þekkingu sína á íslensku og erlendu tungumáli,
  • taka þátt í umræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar og leikni á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt,
  • fylgja viðamikilli röksemdarfærslu í mæltu máli og texta á afmörkuðum fræðasviðum,
  • meta eigið vinnuframlag og verða siðferðilega ábyrgur gagnvart starfsumhverfi sínu,
  • tengja þekkingu sína og leikni við alþjóðlegt umhverfi,
  • nota lausnir verkefna til að byggja á val sitt, samanburð, áætlanir og ákvarðanir.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni O-brautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á í námi sínu. Nemendur velja a.m.k. 100 fein, þ.e. þeir mega velja hvað sem er af bóklegum námsáföngum sem skólinn býður upp á og fylla þannig upp í tilskilinn einingarfjölda til að útskrifast. Mat á öðru námi kemur jafnframt til greina.

Námið er kennt í lotum og skilyrðum um reglur varðandi undanfara í áfanga ber að fylgja. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut, er æskilegt að nemendur hafi samráð við skólastjórnendur eða náms- og starfsráðgjafa.

Hafa ber í huga við allt val, að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 fein að hámarki eða 33% eininga.
Einingar á öðru þrepi skulu skilgreindar sem lágmark 33% og hámark 50% námsins.
Einingar á þriðja þrepi þurfa að vera að lágmarki 45 fein eða 17% til 33% námsins.
Allt að 10% námsins má vera skilgreint á fjórða þrepi. Engin skilyrði eru um að nemendur taki áfanga á fjórða þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • á þann hátt, að nemendur muni öðlast tölfræðilegt læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari og séu jafnframt færir um að beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun. Tölvur og tölfræði spila stórt hlutverk í valáföngum brautarinnar. Stafrænt læsi og miðlalæsi er í fyrirrúmi í því netumhverfi sem skólinn býr við. Lykilhæfnin hér felur m.a. í sér, að nemandi verður læs á upplýsingar frá ólíkum miðlum og getur þar með nýtt sér þekkingu sína, sér og öðrum til framdráttar. Þannig getur nemandinn tengt þekkingu sína og leikni við daglegt líf, tækni og vísindi.
Námshæfni:
  • með því að koma til móts við þarfir nemenda, sem hyggja á önnur námslok s.s. nám á háskólastigi. O-braut er uppbyggð og hönnuð með það í huga, að vinna að því að samfélagið fái vel menntaða og heilbrigða einstaklinga til starfa. Óhætt er að fullyrða, að hæfni í kjarnagreinum og greinum á borð við upplýsingatækni og tölfræði séu lykilatriði velfarnaðar í lífi nútímamannsins. Í ofangreindum áföngum er unnið að samfélagslegum markmiðum, þ.e. markmiðum sem stuðla að því að breyta samfélaginu til betri vegar og um leið að mennta sérhvern nemanda á þann hátt, að hann verði hæfur einstaklingur. Áfangar brautarinnar leggja áherslu á þá grunnþætti sem eiga að einkenna skólastarf. Læsi í víðum skilningi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með þvi að hvetja nemendur til að sýna frumkvæði í verkefnavinnu. Þeim er m.a. uppálagt að velja sér fjölbreytta valáfanga. Áfangar brautarinnar leggja áherslu á þá grunnþætti, sem eiga að einkenna skólastarf. Læsi í víðum skilningi, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf.
Jafnrétti:
  • með því að bjóða upp á nám við hæfi hvers og eins. Nemendur eru hvattir til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu í áfanga á borð við lífsleikni og lögfræði. Í öllum áföngum Nýju Akademíunnar geta fatlaðir og ófatlaðir nemendur unnið saman.
  • með því að kalla eftir ólíkum viðhorfum og sjónarmiðum.
  • með því að bjóða upp á skóla án aðgreiningar. Sjáanleiki aldurs, trúarbragða, kyns, heilsufars, tungumáls o.s.frv., dofnar með þeim kennsluaðferðum sem skólinn bíður upp á.
  • með fræðslu um ólíka trúar- og menningarheima.
Menntun til sjálfbærni:
  • með það að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir, bæði munnlega og skriflega. Áfangar á borð við umhverfisfræði og félagsfræði þjálfa nemendur í að efla menningarlæsi sitt og fjalla um mismunandi samfélög og menningarhópa. Upplýsingatæknin þjálfar nemendur í að nýta sér margvíslega tækni til þekkingarleitar og stærðfræðin og tölfræðin þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gangrýninn hátt. Stefna Nýju Akademíunnar er að flétta menntun til sjálfbærni inn í alla áfanga brautarinnar og alla áfanga skólans, enda innifelur sú hugmyndafræði flesta, ef ekki alla hina grunnþættina. Einnig verður lögð áhersla á að veita nemendum tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að nemendur geti lesið, tjáð sig og skrifað á viðunandi hátt.
  • með því að leggja áherslu á menningarlæsi í tungumálakennslu.
  • með umfjöllun um ólík samfélög.
Heilbrigði:
  • með því að hvetja nemendur til stunda heilbrigt líf, með áföngum á borð við næringarfræði og íþróttir. Einnig eru nemendur hvattir til að fylgja settri forvarnarstefnu skólans, til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • á þann hátt að hver einasti námsáfangi brautarinnar geri þá kröfu að nemendur verði færir um að tjá sig á margvíslegan hátt um námsefnið.
  • með því að leggja áherslu á tengsl námsins við samfélagið.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á málefnum daglegs lífs, náminu og skólanum og taka tillit til þeirra við alla ákvarðantöku. Áfangar á borð við lífsleikni, vinnumarkaður I, siðfræði og lögfræði, kenna nemendum m.a. að álykta um almenn réttindi sín, álykta um samskipti við yfirvöld og aðra opinbera aðila og þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati.