Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Náttúru- og raunvísindabraut - stúdent (Staðfestingarnúmer 217) 17-217-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á náttúru- og raunvísindabraut stunda nemendur nám til stúdentsprófs. Námið skilar nemendum hæfni á 3. þrepi og er 200 einingar. Meðal námstími er 6 annir. Nám á raunvísindabraut er góður grunnur undir frekara nám á háskólastigi í raunvísindagreinum s.s. heilbrigðisvísindum, náttúruvísindum, stærðfræði og tæknigreinum. Nám á brautinni er einnig góður grunnur undir frekara nám á háskólastigi í viðskiptagreinum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Námið er 200 einingar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á 3. þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki að meðaltali 66 einingum á skólaári og er því um þriggja ára meðal námstíma að ræða. Námið er að mestu bóklegt og samanstendur af kennslustundum og verkefnatímum. Nám á brautinni skiptist í kjarna, bundið val brautar og frjálst val. Nemandi þarf að haga námsvali þannig að skilyrðum aðalnámskrár um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs sé fullnægt.
Námsmat Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 15 einingum á hverri önn. Uppfylli hann ekki þetta lágmark telst hann fallinn á önninni. Falli nemandi tvær annir í röð er skólanum ekki skylt að endurinnrita hann á stúdentsbraut.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • nota almenna þekkingu á sviði náttúru - og raunvísinda.
  • beita viðurkenndum vísindalegum aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun (m.a. læsi á tölfræðilegar upplýsingar).
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags.
  • lesa fræðitexta á íslensku og ensku.
  • takast á við frekara nám, einkum í náttúru - og raunvísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði eða skyldum greinum á háskólastigi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni stúdent
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Sérhæfing náttúru- og raunvísindabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Bundið áfangaval

25 af 40
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 25 af 40

Bundið áfangaval

25 af 40
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 25 af 40

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemandi getur tekið 18 einingar í frjálsu vali. Þessar einingar geta verið í áföngum sem eru í sérhæfingu brautar eða öðrum áföngum sem eru í boði við skólann. Einingarnar þurfa að raðast í samræmi við þrepaviðmið brautarinnar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa talnalestur, framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum
  • með því að þjálfa myndlestur, framsetningu og túlkun á myndrænum upplýsingum.
  • með þjálfun í fjármálalæsi.
  • með því að kenna vinnubrögð og aðferðir sem nýtast til náms á verk- og raunvísindasviði á háskólastigi.
  • með kennslu og þjálfun í rökhugsun.
Námshæfni:
  • með því að kenna góð vinnubrögð og þjálfa markvissa notkun þeirra.
  • með leiðsagnarmati sem felur m.a. í sér að nemandi hefur tækifæri til að endurskoða vinnubrögð sín og afrakstur.
  • með því að nemandi þjálfist í að setja sér markmið í námi og starfi.
  • með því að nemandi læri að bera ábyrgð á eigin námi m.a. með námsvali hverrar annar.
  • með mismunandi kennsluaðferðum sem hafa það allar að markmiði að nemandi átti sig á eigin styrkleikum og geti nýtt sér þá í leik og starfi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með leiðsagnarmati sem felst m.a. í því að gefa nemendum tækifæri til að skila verkefnum oftar en einu sinni. Í leiðsagnarmati innan skólans felst einnig jafningja- og sjálfsmat nemenda sem krefst þess að þeir nýti þekkingu sína við að meta jafnt eigin vinnu sem annarra.
  • með samvinnu milli ólíkra greina, kennara og nemenda.
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín.
Jafnrétti:
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum.
  • með leiðsagnarmati.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
  • með því að framfylgja jafnréttisstefnu skólans.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
  • að nemendur þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru.
  • með því að kynna nemendum mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt.
  • með samstarfi við sveitarfélög og samtök sem vinna í anda sjálfbærni.
  • með því að vinna verkefni sem leggja áherslu á umhverfið og mikilvægi þess að skila náttúrunni í sama eða betra horfi til næstu kynslóða.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
  • með því að kynna nemanda menningu og siði mismunandi málsvæða.
  • með þjálfun í munnlegum og skriflegum samskiptum við fólk frá mismunandi málsvæðum.
  • með því að þjálfa nemendur í að lesa fræðitexta á erlendum tungumálum.
Heilbrigði:
  • með góðri forvarnarfræðslu m.a. í gegnum þátttöku skólans í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.
  • með fjölbreyttri kennslu í íþróttum og hvatningu til hreyfingar jafnt úti sem inni.
  • með því að stuðla að heilbrigði og velferð. Skólinn leggur metnað sinn í að bjóða upp á heilnæmt fæði í aðlaðandi skólaumhverfi.
  • með því að styrkja sjálfsmynd nemenda með öflugri námsráðgjöf, námsstuðningi og sálfræðiþjónustu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilning.
  • með því að kenna nemendum að færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti.
  • með söfnun og úrvinnslu upplýsinga úr nærumhverfi nemenda.
  • með því að vinna með bókmenntir frá ólíkum tímum.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hvetja nemendur til gagnrýninnar hugsunar.
  • með því að kenna um lýðræði, með lýðræði í lýðræði.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.