Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Opin braut til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 221) 17-221-3-6 | stúdent | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Á opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 117 eininga kjarna. Nemendur velja síðan 83 einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum áföngum, áföngum í íþrótta- og lýðheilsugreinum, listgreinaáföngum og öðrum áföngum sem skólinn samþykkir. Opinni braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. |
Skipulag: | Námið er 200 einingar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á 3. þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki að meðaltali 66 einingum á skólaári og er því um þriggja ára meðal námstíma að ræða. Nám á brautinni skiptist í kjarna og frjálst val. Nemandi þarf að haga námsvali þannig að skilyrðum aðalnámskrár um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs sé fullnægt. |
Námsmat | Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 15 einingum á hverri önn. Uppfylli hann ekki þetta lágmark telst hann fallinn á önninni. Falli nemandi tvær annir í röð er skólanum ekki skylt að endurinnrita hann á stúdentsbraut. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
200 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Bundið pakkaval
Fjöldi pakka sem nemendur velja: | 1 af 2 |
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemandi þarf að taka 83 einingar í frjálsu vali. Þessar einingar geta verið í áföngum sem eru í sérhæfingu brautar eða öðrum áföngum sem eru í boði við skólann. Einingarnar þurfa að raðast í samræmi við þrepaviðmið brautarinnar og æskilegt er að nemandi velji þær í samstarfi við námsráðgjafa eða áfangastjóra. |