Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Opin braut til stúdentsprófs (Staðfestingarnúmer 221) 17-221-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 117 eininga kjarna. Nemendur velja síðan 83 einingar úr öllu námsframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum áföngum, áföngum í íþrótta- og lýðheilsugreinum, listgreinaáföngum og öðrum áföngum sem skólinn samþykkir. Opinni braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Námið er 200 einingar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á 3. þrepi. Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki að meðaltali 66 einingum á skólaári og er því um þriggja ára meðal námstíma að ræða. Nám á brautinni skiptist í kjarna og frjálst val. Nemandi þarf að haga námsvali þannig að skilyrðum aðalnámskrár um þrepaskiptingu náms til stúdentsprófs sé fullnægt.
Námsmat Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi þarf að ljúka að lágmarki 15 einingum á hverri önn. Uppfylli hann ekki þetta lágmark telst hann fallinn á önninni. Falli nemandi tvær annir í röð er skólanum ekki skylt að endurinnrita hann á stúdentsbraut.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi framtíð sína
 • takast á við frekara nám á næsta skólastigi
 • sýna frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi
 • nýta sérþekkingu sína sem hann hefur öðlast á brautinni til frekara náms eða starfs

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni - stúdent
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemandi þarf að taka 83 einingar í frjálsu vali. Þessar einingar geta verið í áföngum sem eru í sérhæfingu brautar eða öðrum áföngum sem eru í boði við skólann. Einingarnar þurfa að raðast í samræmi við þrepaviðmið brautarinnar og æskilegt er að nemandi velji þær í samstarfi við námsráðgjafa eða áfangastjóra.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að þjálfa markvisst talnalestur, framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum.
 • með því að þjálfa markvisst myndlestur, framsetningu og túlkun á myndrænum upplýsingum.
Námshæfni:
 • með því að kenna góð vinnubrögð og þjálfa markvissa notkun þeirra.
 • með leiðsagnarmati.
 • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi.
 • með því að nemandi læri að bera ábyrgð á eigin námi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með leiðsagnarmati.
 • með samvinnu milli ólíkra greina, kennara og nemenda.
 • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín.
Jafnrétti:
 • með fjölbreyttum kennsluaðferðum
 • með leiðsagnarmati.
 • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
 • með því að kenna nemendum að þekkja, skilja og virða umhverfi sitt og náttúru.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
 • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
 • með því að kynna nemanda menningu og siði viðkomandi málsvæðis.
Heilbrigði:
 • með góðri forvarnarfræðslu.
 • með kennslu í íþróttum.
 • með því að stuðla að heilbrigði og velferð.
 • með því að styrkja sjálfsmynd nemenda.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
 • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
 • með því að kenna nemendum að færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti.
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að hvetja nemendur til gagnrýninnar hugsunar.
 • með því að kenna um lýðræði, með lýðræði í lýðræði.
 • með því að kynna nemendum mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt.