Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Hagfræðibraut (Staðfestingarnúmer 46) 15-46-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á hagfræðibraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði viðskiptagreina og hagfræði. Brautin er góður undirbúningur undir nám á háskólastigi í viðskiptafræði og hagfræði.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á hagfræðibraut eru að nemandi hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð a.m.k. hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps fornámi í þessum greinum.
Skipulag: Nám á hagfræðibraut er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Á brautinni er lögð áhersla á nám í hagfræði og viðskiptagreinum.
Námsmat Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar aðferðir við námsmat. Hverri önn er skipt í tvo hluta og fer námsmat fram í hvorum hluta fyrir sig. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun kennara.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar. Fullt nám er 30 einingar á önn. Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Í áfangalýsingum koma fram skilyrði um undanfara. Í skólareglum eru gerðar kröfur um skólasókn.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • takast á við frekara nám í viðskiptagreinum, hagfræði eða skyldum greinum á háskólastigi
 • hagnýta viðskiptafræði- eða hagfræðiþekkingu við úrlausn margvíslegra verkefna í daglegu lífi, starfi og við frekara nám á ýmsum sviðum
 • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • nota skapandi hugsun við lausn viðfangsefna
 • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • nýta kunnáttu í viðskipta- og hagfræði ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
 • geta skýrt og rökstutt verklag á ábyrgan og skýran hátt
 • afla sér víðtækra upplýsinga, jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum, er tengjast viðfangsefnum brautarinnar og meta áreiðanleika þeirra
 • tengja þekkingu sína og leikni við tækni og vísindi
 • vera ábyrgur og virkur einstaklingur í lýðræðissamfélagi
 • greina ný tækifæri og nýta sér þau

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Almennur kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja tungumál: Spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja tungumál: Þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val nemenda er 25 einingar. Nemendur þurfa að haga vali sínu þannig að 200 einingar brautarinnar dreifist þannig á hæfniþrep að 17-33% lendi á fyrsta þrepi, 33 - 50% lendi á öðru þrepi, 17 - 33% lendi á þriðja þrepi og 0 - 10% á fjórða þrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að í stærðfræði er lögð áhersla á að nemendur læri að lesa úr og nýta sér til gagns tölulegar upplýsingar
 • með því að í upplýsingatækni læra nemendur að afla gagna, flokka, vinna úr, nota og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
 • með því að í líksleikni er unnið að því að efla fjármálalæsi þannig að nemendur verði hæfir til að greina upplýsingar um fjármál þannig að þeir geti sjálfir lagt gagnrýnið mat á þær
 • með því að í efnafræði er gerð krafa um að nemendur geti farið með talnagögn sem tengjast efnafræðinni og sett þau fram á skilmerkilegan hátt
 • með því að nemendur læra að nota tölulegar upplýsingar til að leysa ýmis verkefni í viðskiptafræði og hagfræði
Námshæfni:
 • með því að í lífsleikni öðlast nemendur leikni í að rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu
 • með því að í lífsleikni læra nemendur góða námstækni og að setja sér raunhæf markmið
 • með því að í lífsleikni skoða nemendur námsframboð og námsleiðir og tengja áhugasvið við náms- og starfsval
 • með því að í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur tengi viðfangsefni námsgreinarinnar við sig sjálf og samfélag
 • með því að í dönsku er lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð, beri ábyrgð á eigin námsframvindu og séu meðvitaðir um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungumál
 • með því að á brautinni læra nemendur að nota fjölbreyttar námsaðferðir og gögn og öðlast þannig trú á eigin getu. Nemendur lesa texta, leysa dæmi, leysa gagnvirk verkefni, vinna verklegar æfingar og skrifa skýrslur.
 • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur temja sér vinnusemi þegar þeir takast á við margvísleg verkefni og efla þannig með sér sjálfsþekkingu og trú á eign getu
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að í félagsstarfi fást nemendur við ýmis skapandi störf svo sem leiklist, hópastarf í opnum dögum þegar hefðbundið skólastarf er brotið upp, skrif í skólablaðið, söngkeppni, menningarkvöld, undirbúning árshátíðar o.m.fl.
 • með því að í skólastarfinu eru nemendur hvattir til að njóta lista og menningar innan sem utan skólans, m.a. með því að sækja viðburði á vegum skólans, með heimsóknum til annarra skóla og með menningarferðum vítt og breitt um landið
 • með því að í flestum námsgreinum reynir á frumkvæði og skapandi hugsun og iðulega þurfa nemendur að sýna hæfni sína á þessu sviði í alls kyns verkefnum, kynningu á þeim og flutningi
 • með því að í íslensku vinna nemendur verkefni sem reyna á skapandi hugsun, nemendur eru hvattir til að vera frumlegir og að hagnýta þekkingu sína við úrvinnslu verkefnanna
 • með því að í dönsku gefst nemendum kostur á að sýna hæfni sína með fjölbreyttum verkefnaskilum sem ýtir undir lausnamiðaða hugsun og sköpun
 • með því að í stærðfræði fást nemendur við krefjandi verkefni sem krefjast skapandi hugsunar við úrlausn
 • með því að í ensku vinna nemendur viðamikil ritunarverkefni sem veita tækifæri til að sýna frumkvæði, ígrunda og nálgast verkefni með gagnrýninni hugsun
 • með því að í sögu öðlast nemendur leikni í að skapa sína sína eigin sögulegu mynd út frá heimildum
 • með því að í upplýsingatækni kynnast nemendur leiðum til að miðla upplýsingum með skapandi hætti
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að í efnafræði læra nemendur grunnhugtök og aðferðir efnafræðinnar sem er þeim nauðsynlegt til að geta lagt mat á vistspor sitt og annarra. Nemendur öðlast hæfni til að skilja hvernig náttúran virkar og það gerir þeim kleift að vera gagnrýnir á fréttir og upplýsingar og einnig að meta eigin áhrif og annarra á náttúruna.
 • með því að í verkefnavinnu í dönsku er markvisst unnið með grunnþættina og þar vinna nemendur verkefni sem tengjast þeim, meðal annars um sjálfbærni
 • með því að í líffræði er lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á umhverfi sínu og fjallað er um samspil lífveranna í náttúrunni, einnig umhverfismál og mikilvægi þeirra í daglegu lífi
 • með því að Í félagsvísindum og sögu er lögð áhersla á að nemendur læri að bera virðingu fyrir mannréttindum og umhverfi sínu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að í skólanum er vaxandi áhersla á erlend samskipti og nemendur eru hvattir til að taka þátt í verkefnum sem fela í sér samskipti við nemendur annarra landa
 • með því að í dönsku öðlast nemendur leikni í að hlusta á danskt mál og skilja meginmál t.d. í fréttum og í leiknu efni. Nemendur öðlast jafnframt leikni til að lesa sér til gagns texta um margvísleg málefni. Einnig er lögð áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega og munnlega með skapandi hætti.
 • með því að í ensku er áhersla lögð á lestur fræðilegra texta með það að markmiði að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eru þjálfaður í að tjá sig skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Nemendur læra að tjá sig um bókmenntir og bókmenntafræði með styttri ritsmíðum og bókmenntaritgerðum. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á Netinu og í margmiðlunarefni. Nemendur öðlast þekkingu á fagorðaforða til undirbúnings fyrir háskólanám og atvinnulíf. Lesnir eru margvíslegir vísinda- og fræðitextar á fræðasviði nemandans, eins og náttúruvísindum, viðskiptagreinum eða félagsvísindum.
 • með því að í þýsku og spænsku eru nemendur þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega, með það að markmiði að auka sjálfstraust þeirra til þess að nota tungumálið við ýmis tækifæri. Jafnframt öðlast nemendur leikni í að lesa texta og tjá sig um efni hans.
Heilbrigði:
 • með því að í íþróttum öðlast nemendur þekkingu og skilning á grunnatriðum mataræðis og hollra lífsvenja
 • með því að í íþróttum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér almenna líkams- og hollusturækt
 • með því að í lífsleikni öðlast nemendur þekkingu og skilning á mikilvægi þess að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk
 • með því að í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur þekki lífssýn sína og lífsgildi, og verði undir það búnir að taka ábyrgð á eigin lífi
 • með því að í félagsvísindum er lögð áhersla á að nemendur kynnist félagslegum þáttum sem stýra hegðun og athöfnum einstaklinga
 • með því að í félagsstarfi er lögð áhersla á jákvæða og heilbrigða samskiptahætti og félagslega virkni
 • með því að í líffræði er fjallað um grunnþarfir lífvera og komið inn á tengsl milli heilbrigðis og lífshátta, þar á meðal næringar
 • með því að í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur rækti með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra til að geta átt auðug og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi. Með því móti eru nemendur vel í stakk búnir til að taka ábyrga afstöðu til eineltis og annars ofbeldis.
 • með því að Í íþróttum öðlast nemendur með hreyfingu líkamlegan og andlegan styrk til að takast á við áskoranir daglegs lífs
 • með því að skólinn er heilsueflandi skóli þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði
 • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur temja sér holla lífshætti
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að í íslensku þurfa nemendur að gera grein fyrir skoðunum sínum og taka þátt í samræðum. Í íslenskunámi þjálfast nemendur í að koma máli sínu á framfæri í ræðu og riti. Mál þeirra verður með tímanum blæbrigðaríkara og orðaforði fjölbreyttari.
 • með því að í íslensku þjálfast nemendur í öflun og úrvinnslu heimilda um sérhæfð efni og nýta sér upplýsingatækni við verkefnavinnu
 • með því að í íslensku læra nemendur að skilja og meta texta og geta tjáð sig í ræðu og riti um verk og höfunda, nemendur öðlast leikni í að lesa sér til gagns texta frá ýmsum tímabilum, draga saman upplýsingar um efnið og vinna úr því á viðurkenndan hátt, flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni og túlka og endurskapa efni og texta
 • með því að í skólanum er áhersla lögð á verkefnavinnu þar sem reynir á alla þætti læsis, tjáningar og samskipta
 • með því að í félagsvísindum eru nemendur virkjaðir til taka virkan þátt í umræðum í kennslustundum
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að virða mannréttindi allra þegna í lýðræðisþjóðfélagi
 • með því að í lífsleikni er lögð áhersla á taki siðferðislega afstöðu til stöðu mannréttindamála í heiminum og þeirra mannréttindabrota sem framin eru víðs vegar um heiminn
 • með því að í sögu er fjallað um þróun lýðræðis frá fornöld til nútíma í því skyni að nemendur verði meðvitaðir um mikilvægi lýðræðis. Farið er í grískt lýðræði og það borið saman við nútímann. Í sögu síðari tíma eru hugmyndir um frelsi, lýðræði og þjóðfrelsi rauður þráður í náminu. Mikil áhersla er á sífellt aukna lýðræðisþróun í heiminum og líka hvernig og hvar lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja.
 • með því að í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Á hverri önn er kennslukönnun lögð fyrir nemendur þar sem þeir láta í ljós álit sitt á skipulagi og innihaldi áfanga, námsefni og kennsluháttum. Reglulega eru lagðar fyrir þá viðhorfskannanir um afmarkaða þætti og niðurstöðurnar notaðar til þess að bæta það sem betur má fara. Nemendur eiga fulltrúa bæði í skólaráði og skólanefnd og leggja þannig sitt af mörkum við stjórnun skólans.
 • með því að í félagsvísindum öðlast nemendur þekkingu nemenda á samfélaginu og félagslegu umhverfi og einnig er unnið að auknum skilningi þeirra á stöðu sinni og annarra í þjóðfélaginu.
Jafnrétti:
 • með því að í lífsleikni er lögð áhersla á að nemendur rækti með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra til að geta átt auðug og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
 • með því að í félagsstarfi er lögð áhersla á þátttöku óháð kyni, meðal annars í stjórn nemendafélagsins
 • með því að í félagsvísindum læra nemendur að greina áhrif ýmissa þátta á líf einstaklinga og hópa, t.d. stétt, trúarbrögð, þjóðerni, kynhneigð, litarhátt og búsetu
 • með því að í mörgum námsgreinum vinna nemendur saman að verkefnum en slík vinna gerir kröfu um að nemendur sýni hver öðrum virðingu
 • með því að í skólanum er lögð áhersla á gott aðgengi fyrir fatlaða
 • með því að allir sem hafa lokið grunnskóla hafa rétt til að innritast á brautina
 • með því að í sögu öðlast nemendur þekkingu á jafnrétti frá fornöld til nútíma
 • með því að í ensku kynnast nemendur ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
 • með því að bjóða upp á fjarnám og dreifnám sem auðveldar nám óháð búsetu
 • með því að einkunnarorð skólans eru vinnusemi, virðing og vellíðan en í því felst meðal annars að nemendur og kennarar bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
 • með því að í kynjafræði er fjallað um jafnrétti kynjanna