Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 435) 19-435-1-12 starfsbraut hæfniþrep 1
Lýsing: Markmið brautarinnar er að tryggja að nemendur með sérstakar þarfi hafi jöfn tækifæri á við aðra til náms án aðgreiningar og að veita hverjum nemanda nám í samræmi við stöðu og getu.

Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða sérdeildum grunnskóla og hafa haft aðlagað námsefni. Unnið er útfrá styrkleikum hvers og eins og áhersla lögð á að nemendur séu undirbúnir með viðeigandi hætti til að lifa sjálfstæðu lífi, til þátttöku í atvinnulífi og til frekara náms. Að námi loknu eiga nemendur að hafa öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði eftir getu hvers og eins. Námið á starfsbraut er á fyrsta hæfniþrepi og er áhersla lögð á hagnýta og almenna leikni, þekkingu og hæfni sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur taki áfanga á öðrum hæfniþrepum og námsbrautum ef þeir hafa áhuga og getu til.

Nám á starfsbraut er fjögur ár en þar sem námið er allt einstaklingsmiðað eru mismunandi áherslur fyrir hvern nemanda og þátttaka í áföngum mismunandi. Leitast er við að hafa námið sem fjölbreyttast innan brautarinnar og áhersla er á samstarf við aðrar brautir.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 5271992. Greiningin þarf að hafa verið unnin af viðurkenndum greiningaraðilum.
Skipulag: Námstími starfsbrautar er átta annir. Náminu er skipt upp í bóklega og verklega áfanga. Námið er einstaklingsmiðað og því aðlagað að hverjum og einum. Í upphafi hverrar annar er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir alla nemendur brautarinnar. Reynt er að koma til móts við áhuga, óskir og þarfir hvers nemanda. Nemendur geta tekið áfanga á öðrum námsbrautum skólans hafi þeir áhuga og getu til. Fyrir utan hin hefðbundnu kjarnafög eru ýmsir áfangar í boði m.a. myndlist, leiklist, málmsmíði, handmennt, heimilisfræði, tónlist, jóga, íþróttir og upplýsingatækni. Á þriðja og fjórða ári er lögð áhersla starfsnám og fara nemendur í starfskynningar og starfþjálfun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og einstaklingmiðaðir.
Námsmat Námsmatið byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer val matsaðferða eftir þeim einstaklingum sem meta skal. Má þar nefna símat, leiðsagnarmat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mætingu, ástundun og próf. Regluleg viðtöl eru við nemendur og foreldra þeirra.
Starfsnám: Á þriðja og fjórða ári fara nemendur í starfsnám. Þeir fá að kynnast vinnumarkaðinum, réttindum sínum og skyldum. Áhersla er lögð á að finna út hvar styrkleikar og áhugasvið nemenda liggur og kennarinn skipuleggur starfsnámið út frá því. Markmiðið með starfsnámi er að stuðla að fullri atvinnuþátttöku við námslok með því að kynna fyrir nemendum mismunandi störf í þjóðfélaginu og veita þeim stuðning í starfsþjálfun á vinnustað. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur undirbúi sig fyrir vinnustaðina og lífið í framtíðinni og vinni ýmis verkefni tengd því. Í upphafi fara nemendur í starfskynningar og fá tækifæri til þess að heimsækja nokkur fyrirtæki til að kynna sér þau störf sem eru í boði. Starfsnámið byggist á því að nemendur fari á nokkra vinnustaði og séu á hverjum fyrir sig í nokkur skipti. Nemendur gera sína eigin ferilskrá sem þeir geta tekið með sér og sýnt þegar þeir sækja um vinnu í framtíðinni.
Reglur um námsframvindu: Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Kröfur um námsframvindu felast fyrst og fremst í ástundun og virkni og að framkoma falli að almennum skólareglum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • tjá eigin hugsanir og tilfinningar í réttu samhengi.
 • þekkja styrkleika sína.
 • tjá sig á einfaldan hátt á erlendum tungumálum.
 • nýta sterkar hliðar sínar á skapandi hátt.
 • eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk.
 • bera virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti.
 • bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi.
 • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.
 • tengja þekkingu sína og leikni við daglegt líf, tækni og vísindi.
 • átta sig á tengingu milli réttinda og skyldna.
 • vera þátttakandi á vinnumarkaði.
 • nýta sér læsi í víðu samhengi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

240  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Brautarkjarni - starfsbraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja allt að 111 einingar í samráði við kennara sína. Mögulegt er að ljúka brautinni með færri einingum en námstími er bundinn við fjögur ár.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í upplýsingatækni og í stærðfræðiáföngum.
Námshæfni:
 • Unnið er með námshæfni í öllum námsáföngum brautarinnar. Námshæfni getur m.a. falið í sér að nemandi þekki eigin styrkleika, geti deilt þekkingu sinni með öðrum, notað fjölbreyttar námsaðferðir og gögn og sé sjálfstæður í vinnubrögðum.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar eru grunnstef á brautinni. Með því að gefa nemendum tækifæri að vinna á skapandi hátt að verkefnum sem tengjast námsefninu er leitast við að efla þessa hæfniþætti. Nemendur eru hvattir til að leita frumlegra leiða til lausnar þeim verkefnum sem þeir glíma við hverju sinni. Færni í skapandi hugsun öðlast nemendur víða í námi sínu, m.a. í lífsleikni, tungumálum og stærðfræði. Hagnýta þekkingu öðlast nemendur í öllum áföngum.
Menntun til sjálfbærni:
 • Unnið er með menntun til sjálfbærni í samhengi við viðfangsefni nemenda hverju sinni. Lögð er áhersla á að nemendur séu meðvitaðir um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og geti tekið afstöðu til skynsamlegrar nýtingar þeirra, þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru, skilji hvernig vistkerfi jarðar setur manninum takmarkanir og hvernig vitund um vistspor einstaklinga og samfélaga getur stuðlað að sjálfbærri þróun. Unnið er með menntun til sjálfbærni í öllum námsáföngum.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Unnið er með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í enskuáföngum. Sjá viðkomandi áfangalýsingar.
Heilbrigði:
 • Unnið er með heilbrigði á fjölbreyttan hátt á starfsbraut. Nemendur hljóta þjálfun í íþróttum og markvissa fræðslu um heilbrigðan lífsstíl. Áfangarnir lífsleikni og íþróttir gegna lykilhlutverki og veita nemendum þekkingu, leikni og hæfni á sviði heilbrigðis.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Læsi, tjáning og samskipti á íslensku eru í öndvegi á brautinni. Unnið er með tungumálið í öllum námsáföngum og í öllu skólastarfi. Sjá m.a. áfangalýsingar í íslensku.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Á brautinni eru lýðræði og mannréttindi tengd við fjölmarga námsþætti. Nemendur eru vaktir til vitundar um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra og að virða mannréttindi og manngildi. Nemendur taka þátt í rökræðum og hljóta þjálfun í að setja fram eigin skoðanir og taka gagnrýna afstöðu til siðferðilegra álitamála. Nemendur leita skilnings á grundvallarreglum samfélagsins og mikilvægi jákvæðrar og uppbyggilegrar félags- og samskiptahæfni. Lífsleikni gegnir mikilvægu hlutverki við þjálfun borgaravitundar nemenda en í öllum námsáföngum reynir á samvinnu og samskipti.
Jafnrétti:
 • Námi á starfsbraut er ætlað að auka borgaravitund nemenda. Skilningur á jafnrétti í fjölbreyttu samhengi er þar lykilatriði. Fjallað er um tengd hugtök, s.s. kynhneigð, kynheilbrigði, staðalmyndir og kyngervi. Leitast er við að efla skilning nemenda á því hvernig t.d. aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni getur skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks. Einnig er fjallað um áhrif fyrirmynda og staðalmynda á ímynd og lífsstíl. Lífsleikni er lykilgrein í þessu sambandi en leitast er við að fjalla um og ástunda jafnrétti í öllu skólastarfinu.