Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Kjörnámsbraut (Staðfestingarnúmer 29) 15-29-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Námsbraut sem lýkur með 200 eininga stúdentsprófi og skilar nemendum m eð hæfni á 3. hæfniþrepi. Nemendur velja þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á og skipuleggja náið í samráði við námsráðgjafa. Uppfylla þarf skilyrði um fjölda eininga á hæfniþrepi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Bókleg eða verkleg námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. hæfniþrepi. Kjörnámsbraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir. Kjörnámsbraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 86 einingar og frjálsa valið er 114 einingar. Nemendur velja sér þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á í námi sínu.
Námsmat Við skólann er leiðsagnarmat og símat án lokaprófa. Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar. Verkefni geta verið umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Mælt er með að nemendur taki áfanga í upplýsingatækni í upphafi náms til að þekkja hvernig þeir vinna mismunandi skil. Sjá nánar útfærslu í skólareglum.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Nemandi ljúki 33-34 einingum á önn til að ljúka námi á þremur árum. Uppbygging náms skal vera í samræmi við reglur um einingar á hæfniþrepum (sjá skipulag brautar). Nánari útfærslu má finna í skólareglum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita almennri þekkingu á sínu sviði
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál sem tengjast sérsviðinu
  • beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun
  • vera meðvitaðir um umhverfi sitt, njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
  • taka þátt í rökræðum sem tengjast sérsviðinu
  • beita tölfræðilegu læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
  • stunda frekara nám, einkum tengt sínu sérsviði

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjörnámsbraut
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja sérhæfingu í samráði við námsráðgjafa. Þeir þurfa að gæta þess að uppfylla skilyrði um fjölda eininga á hæfniþrepi (sjá í skipulagi). Nemendur með bóklega sérhæfingu verða að taka a.m.k. 13 einingar í þriðja erlenda tungumáli.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
  • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • með því að nemendur vinni með talnagögn bæði í raungreinum og félagsgreinum
Námshæfni:
  • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
  • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
  • með því að nemendur geri áætlanir um uppbyggingu náms síns og áætluð námslok
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að í kjarna allra brauta er listaáfangi
  • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
  • með því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér fjölbreytta valáfanga
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
  • með þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
  • með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
  • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
Heilbrigði:
  • með því að skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli
  • með því að styðja nemendur til að stunda hreyfingu með fjölbreyttu úrvali af íþróttaáföngum
  • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
  • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
  • með aðkomu nemenda að ákvörðunum varðandi skólastarfið
  • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
  • með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku
Jafnrétti:
  • með því að bjóða nemendum upp á nám við hæfi hvers og eins
  • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
  • með því að bjóða upp á áfanga þar sem fatlaðir og ófatlaðir nemendur vinna saman