Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
félagsliði hæfniþrep 3
Lýsing: Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum á öllum aldri sem þurfa sérhæfða þjónustu. Markmiðið er að gera nemendur færa um að styrkja sjálfsmynd þjónustunotenda, stuðla að auknu sjálfstæði þeirra og gera þá færari til að sinna athöfnum daglegs lífs. Kynntar eru aðferðir til að greina, skilja og virða þarfir fólks auk þess sem stefnt er að því að auka lífsgæði þeirra sem þjónustunnar njóta, bæði líkamlega, efnislega, félagslega og tilfinningalega. Sérstök áhersla er lögð á að ná fram hæfni nemenda til þess að takast á við raunveruleg viðfangsefni þar sem fyrirmæli, verklýsing og vinnuaðferðir liggja fyrir. Jafnframt er leitast við að þjálfa nemendur til að takast á við ófyrirséð verkefni og aðstæður þar sem lausnir liggja ekki í augum uppi en krefjast þekkingar, læsis á aðstæður, hugkvæmni, hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Hæfniþrep
Námslok á félagsliðabraut eru skilgreind á þriðja hæfniþrepi. Nám á þriðja þrepi ásamt forkröfum á öðru þrepi mynda sérsvið brautar.

Hæfniviðmið taka mið af kröfum um lykilhæfni og hæfni starfa. Auk þess er gert ráð fyrir að nemandi hafi náð þeirri hæfni sem endurspeglast í grunnþáttum menntunar.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Til þess að geta hafið nám á félagsliðabraut þarf nemendi að hafa lokið námsmarkmiðum grunnskóla með lágmarksárangri í stærðfræði, íslensku og ensku. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð einkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá.
Skipulag: Nám fyrir félagsliða er skipulagt sem sex anna nám. Nemendur velja á milli sérhæfingar náms til starfa með fötluðu eða öldruðu fólki. Vinnustaðanám fer fram á lokaönnum námsins.
Námsmat Á félagsliðabraut er leitast við að mynda sterka tengingu milli námsmats og kennsluhátta og að gera námsmat eins samofið náminu og kostur er. Tilgangur námsmats er tvíþættur: Annars vegar að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér þau viðmið um þekkingu, leikni og hæfni sem sett eru í einstökum námsáföngum en hins vegar gagnast matið nemanda við að meta stöðu sína og gengi í námi. Kennarar á félagsliðabraut eru hvattir til þess að beita fjölbreyttum aðferðum við námsmat þannig að hver nemandi fái tækifæri til að sýna það sem í honum býr. Nám og kennsla skal vera einstaklingsmiðuð eftir því sem kostur er.
Starfsnám: Vinnustaðanám og starfsþjálfun er mikilvægur þáttur náms á félagsliðabraut. Markmið náms á vettvangi er að gera nemanda kleift að auka hæfni sína með því að hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur öðlast í námi sínu innan skólans. Vinnustaðanámið eru tveir 10 eininga áfangar þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu í 180 klukkustundir á vinnustað í hvorum áfanga. Nánari grein er gerð fyrir inntaki og sérstöðu vinnustaðanáms í áfangalýsingum fyrir vinnustaðanám. Starfsþjálfunaráfanginn er 20 einingar og er launað starf í a.m.k. 360 klukkustundir á vinnustað sem fellur að áhugasviði nemanda. Nánari grein er gerð fyrir inntaki og sérstöðu starfsþjálfunaráfanga í áfangalýsingu.

Mat á starfsreynslu
Nemendur sem hafa umtalsverða reynslu af störfum tengdum þeim sem nám á félagsliðabraut veitir undirbúning fyrir eiga kost á að fá reynslu sína metna til námseininga á framhaldsskólastigi. Einstaklingar sem hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og hafa náð tuttugu og þriggja ára aldri gefst kostur á að undirgangast slíkt mat.
Reglur um námsframvindu: Til að standast áfanga þarf nemandi að hljóta einkunnina 5,0 eða S (staðist).
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • standast kröfur sem gerðar eru til félagsliða með því að skipuleggja og forgangsraða störfum sínum tengdum félagslegri þjónustu og umönnun á ábyrgan, gagnrýnan og skýran hátt.
  • aðlaga tjáskipti sín að ólíkum viðmælendum í samræmi við aðstæður. Geta lesið líkamstjáningu, svipbrigði og raddblæ til að meta hvort skilaboð skiljist, ásamt því að geta sett sig í spor annarra og haldið ró sinni í samskiptum við mismunandi einstaklinga.
  • eiga fagleg samskipti við þjónustunotendur, aðstandendur, samstarfsfólk og samstarfsaðila.
  • lesa þarfir og aðstæður þjónustunotenda og geta brugðist við á faglegan hátt.
  • skipuleggja störf sín við félagslega virkni, afþreyingu, umönnun og sýni sjálfstæði og ábyrgð í störfum.
  • ábyrgjast framkvæmd og eftirlit með skráningu á þjónustu við notendur.
  • bera ábyrgð á, skipuleggja og útfæra faglegt starf og sinna fjölbreyttum verkefnum með þjónustunotendum.
  • miðla þekkingu til samstarfsfólks, þjónustunotenda og aðstandenda ásamt því að bera ábyrgð á aðlögun nýrra starfsmanna og handleiðslu félagsliðanema.
  • þekkja lög og reglugerðir sem gilda um starfið og fylgja þeim í daglegu starfi.
  • vinna eftir gæðaviðmiðum og taka þátt í gerð gæðahandbóka og verkferla til þess að bæta þjónustu við notendur.
  • starfa eftir gildandi siðareglum, viðmiðum um trúnað, þagmælsku og persónuvernd.
  • bera ábyrgð á eigin starfsþróun, tileinka sér nýjungar á sínu sviði og hagnýta þá þekkingu.
  • huga að vinnuvernd og öryggi á vinnustað og vera fær um að veita skyndihjálp ef slys eða óhapp ber að höndum.
  • bera ábyrgð í samráði við annað fagfólk á tiltekinni stjórnun á stofnunum og öðrum starfseiningum sem falla undir starfssvið félagsliða.
  • vera virkur þátttakandi í þverfaglegu samstarfi.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni félagsliðabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Fötlun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Öldrun
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 2

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti um tölur og upplýsingar í dægurdæmum og upplýsingatækni þar sem fengist er við það táknkerfi sem fólgið er í stærðfræði og meðferð tölulegra upplýsinga. Sjá nánar viðkomandi áfangalýsingu.
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • Á námsbrautinni er unnið með skapandi hugsun og hagnýtingu þekkingar á fjölbreyttan hátt og hafa nemendur mörg tækifæri til að þjálfa sköpunarhæfni sína. Í áföngum um kynjafræði og samskipti er unnið að skapandi verkefnum í tengslum við samskipti á vinnustöðum og í siðfræði og gagnrýninni hugsun er leitast við að virkja nemendur sem gagnrýna og skapandi hugsuði í siðferðilegu samhengi. Í öllum áföngum brautarinnar takast nemendur á við verkefni af ýmsu tagi þar sem sköpunarkraftur þeirra er virkjaður til vinna að einhverju nýju og frumlegu en ekki síður til að leita nýrra og spennandi leiða til að hagnýta það sem fyrir er.
Jafnrétti:
  • Á námsbrautinni er unnið með jafnrétti á markvissan hátt í fjölmörgum námsáföngum og eru sjónarhornin fjölbreytt. Í fjölskyldan og félagsleg þjónusta er t.d. leitast við að efla skilning nemenda á margbreytileika mannlegra aðstæðna og leitað svara við þeim spurningum sem margbreytileikinn vekur um jafna stöðu einstaklinga. Í kynjafræði og samskiptum er leitast við að efla vitund um jafnrétti og mannréttindi.
Menntun til sjálfbærni:
  • Á námsbrautinni er unnið með menntun til sjálfbærni á fjölbreyttan hátt. Komið er inn á efnið frá ýmsum sjónarhornum í mismunandi áföngum brautarinnar. Nefna má að í siðfræði og gagnrýninni hugsun er m.a. fjallað um virðingu fyrir öðru fólki út frá siðferðilegu sjónarmiði þar sem lögð er áhersla á virðingu fyrir mismunandi menningarheimum og ólíkum gildum sem fólk eða hópar fólks kunna að hafa. Með því móti er lagður grunnur að skilningi á hinni félagslegu hlið sjálfbærni.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á erlendum tungumálum í ensku. Sjá nánar í viðkomandi áfangalýsingu.
Heilbrigði:
  • Á námsbrautinni er unnið með heilbrigði á margvíslegan hátt og kemur efnið víða fyrir. Bæði er hugað að heilbrigði nemandans sjálfs og eins þeirra sem hann kemur til með að starfa með á vettvangi. Nefna má fjölmörg dæmi um áfanga á félagsliðabraut þar sem heilbrigði og velferð nýtur sérstakrar athygli. Í íþróttaáföngum er líkamlega þættinum sinnt, í heilsueflingu og lífsstíl er farið í samspil næringar, hreyfingar og lífsstíls og áhersla lögð á mikilvægi rétts hugarfars. Í samskiptaáfanga er lögð áhersla á hinn félagslega þátt heilbrigðis og velferðar.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • Á námsbrautinni er unnið með læsi, tjáningu og samskipti á íslensku í öllum áföngum. Málfræði, stafsetning og ritun eru hluti af námi nemenda í íslensku. Sjá nánar í viðkomandi áfangalýsingum.
Lýðræði og mannréttindi:
  • Á námsbrautinni er unnið með lýðræði og mannréttindi í flestum námsáföngum og er hún sú grunnstoð sem er næst kjarna náms á félagsliðabraut. Segja má að rauði þráðurinn í gegnum námið sé að auka þekkingu, leikni og hæfni nemenda til þess að koma fram af virðingu við fólk, aðstoða þá sem þess þurfa við samfélagslega þátttöku og stuðla að því að hver og einn njóti þeirrar virðingar og viðurkenningar sem hann á skilið í krafti manngildis síns. Víða er lögð áhersla á að nemendur læri lýðræðisleg vinnubrögð með því að ástunda slík vinnubrögð og í öllum áföngum eru grundvallarréttindum notenda þjónustu og samstarfsfólks gerð skil.