Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Fiskeldistækni (Staðfestingarnúmer 531) 22-531-3-9 | haftengd auðlindatækni | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Námsbraut í Fiskeldistækni þjálfar faglega þekkingu á fiskeldi á framhaldsskólastigi. Fiskeldistæknir sinnir fjölbreyttum störfum í fiskeldi, þekkir vinnustaðinn, hverja einingu í starfsstöðinni og hvaða staðlar eða reglur eiga við á hverjum stað í framleiðslunni. Sinnir fóðrun, daglegri umhirðu og slátrun. Fiskeldistæknir þekkir og fylgir hreinlætiskröfum og öryggisstöðlum sem eiga við rekstur fyrirtækis í matvælaframleiðslu. Við námslok hefur nemandi öðlast hæfni til að starfa á ábyrgan og sjálfstæðan hátt í samræmi við grundvallarreglur viðkomandi fyrirtækis. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði eru samkvæmt framhaldsskólalögum og skólanámskrá viðkomandi framhaldsskóla.Til að öðlast inntökurétt í sérhæfingu fiskeldistækni þarf umsækjandi að hafa lokið námi í fisktækni og hafi þar með starfsheitið fisktæknir eða öðru námi sem viðkomandi skóli metur/raunfærnimetur sem jafngilt (námslok á öðru þrepi). |
Skipulag: | Námið hentar fólki sem er þegar starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi í fiskeldi. Heildarfjöldi eininga á námsbraut er 180 einingar og skiptist í 120 eininga grunnám, kennt í staðnámi og vinnustaðanámi á fyrsta og öðru hæfniþrepi og 60 eininga sérhæfingu á þriðja hæfniþrepi. Kennsla í sérhæfingu fer fram í fjarnámi og hluti þess í vinnustaðanámi. Mögulegt er að taka námið, þ.e. sérhæfinguna meðfram starfi eða samhliða öðru námi. |
Námsmat | Námsmat byggir á verkefnum nemenda og/eða lokaprófum áfanga þar sem við á. Námsárangur vinnustaðanáms og starfsþjálfunar er metinn samkvæmt ferilbók sem tilsjónarmaður færir undir eftirliti skólans. Raunfærnimat er í boði fyrir fólk á vinnumarkaði. Áfangar eru metnir til framhaldsskólaeininga (fein) í samræmi við námskrá. Vinnustaðanám er jafnframt metið til eininga í samræmi við lengd á lotum. Námsmat tekur mið af lokamarkmiðum áfanga og brautar samkvæmt kröfum um þekkingu, leikni og hæfni. |
Starfsnám: | Vinnustaðanám byggir á nánu samstarfi skóla og fyrirtækja í haftengdum greinum. Skólinn útvegar nemendum námspláss í samráði við þá og annast gerð þríhliða samnings. Í vinnustaðanámi er sérstaklega gætt ákvæða vinnuverndarlaga og reglugerða um vinnu barna og unglinga/ungmenna. Skipulagning vinnustaðanáms nemenda skal eindregið taka tillit til öryggis og andlegs og líkamlegs heilbrigðis þeirra. Námið er skipulagt samkvæmt ferilbókum og sjá tilsjónarmenn um að skrá námsframvindu og árangur. Nemendur skila greinagerð um starfsnám sitt. Tilsjónarmenn eru starfsmenn samstarfsfyrirtækja. Tengiliður skóla, tilsjónarmenn og nemendur hafa regluleg samskipti um skipulag, framvindu og árangur vinnustaðanámsins. |
Reglur um námsframvindu: | Brautinni lýkur með prófskírteini. Lágmarkseinkunn til að ljúka áfanga er samkvæmt skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
180 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft