Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fiskeldistækni (Staðfestingarnúmer 531) 22-531-3-9 haftengd auðlindatækni hæfniþrep 3
Lýsing: Námsbraut í Fiskeldistækni þjálfar faglega þekkingu á fiskeldi á framhaldsskólastigi. Fiskeldistæknir sinnir fjölbreyttum störfum í fiskeldi, þekkir vinnustaðinn, hverja einingu í starfsstöðinni og hvaða staðlar eða reglur eiga við á hverjum stað í framleiðslunni. Sinnir fóðrun, daglegri umhirðu og slátrun. Fiskeldistæknir þekkir og fylgir hreinlætiskröfum og öryggisstöðlum sem eiga við rekstur fyrirtækis í matvælaframleiðslu. Við námslok hefur nemandi öðlast hæfni til að starfa á ábyrgan og sjálfstæðan hátt í samræmi við grundvallarreglur viðkomandi fyrirtækis.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði eru samkvæmt framhaldsskólalögum og skólanámskrá viðkomandi framhaldsskóla.Til að öðlast inntökurétt í sérhæfingu fiskeldistækni þarf umsækjandi að hafa lokið námi í fisktækni og hafi þar með starfsheitið fisktæknir eða öðru námi sem viðkomandi skóli metur/raunfærnimetur sem jafngilt (námslok á öðru þrepi).
Skipulag: Námið hentar fólki sem er þegar starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi í fiskeldi. Heildarfjöldi eininga á námsbraut er 180 einingar og skiptist í 120 eininga grunnám, kennt í staðnámi og vinnustaðanámi á fyrsta og öðru hæfniþrepi og 60 eininga sérhæfingu á þriðja hæfniþrepi. Kennsla í sérhæfingu fer fram í fjarnámi og hluti þess í vinnustaðanámi. Mögulegt er að taka námið, þ.e. sérhæfinguna meðfram starfi eða samhliða öðru námi.
Námsmat Námsmat byggir á verkefnum nemenda og/eða lokaprófum áfanga þar sem við á. Námsárangur vinnustaðanáms og starfsþjálfunar er metinn samkvæmt ferilbók sem tilsjónarmaður færir undir eftirliti skólans. Raunfærnimat er í boði fyrir fólk á vinnumarkaði. Áfangar eru metnir til framhaldsskólaeininga (fein) í samræmi við námskrá. Vinnustaðanám er jafnframt metið til eininga í samræmi við lengd á lotum. Námsmat tekur mið af lokamarkmiðum áfanga og brautar samkvæmt kröfum um þekkingu, leikni og hæfni.
Starfsnám: Vinnustaðanám byggir á nánu samstarfi skóla og fyrirtækja í haftengdum greinum. Skólinn útvegar nemendum námspláss í samráði við þá og annast gerð þríhliða samnings. Í vinnustaðanámi er sérstaklega gætt ákvæða vinnuverndarlaga og reglugerða um vinnu barna og unglinga/ungmenna. Skipulagning vinnustaðanáms nemenda skal eindregið taka tillit til öryggis og andlegs og líkamlegs heilbrigðis þeirra. Námið er skipulagt samkvæmt ferilbókum og sjá tilsjónarmenn um að skrá námsframvindu og árangur. Nemendur skila greinagerð um starfsnám sitt. Tilsjónarmenn eru starfsmenn samstarfsfyrirtækja. Tengiliður skóla, tilsjónarmenn og nemendur hafa regluleg samskipti um skipulag, framvindu og árangur vinnustaðanámsins.
Reglur um námsframvindu: Brautinni lýkur með prófskírteini. Lágmarkseinkunn til að ljúka áfanga er samkvæmt skólanámskrá.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • sinna fóðrun, umhirðu og slátrun á laxi/öðrum fisktegundum í sjókvíum og í landeldi
  • sinna uppsetningu, viðhaldi og hreinsun á búnaði, eldiskvíum, sjókvíum, nótum, botnfestingum og annars búnaðar fiskeldis, þ.m.t. báta og húsnæðis
  • hafa umsjón með aðbúnaði og tækjabúnaði fyrir hrogna- og smáseiðaeldi
  • sinna ýmsum störfum tengdum seiðaeldi, s.s. fóðrun, meindýra- og sóttvörnum, öryggiseftirliti o.fl.
  • taka þátt í nýsmíði sjókvía og uppbyggingu mannvirkja
  • sinna umhirðu við hverskonar lagerhald fyrirtækisins
  • bera ábyrgð á eigin heilsufari og tileinka sér lífshætti sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og velferð
  • vera meðvitaður um starfsumhverfi og vinnuaðstöðu m.t.t. til hagræðingar/öryggis fyrir starfsfólk, fyrirtæki og umhverfi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

180  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
  • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • með því að nemendur vinni með talnagögn í áföngum
  • með því að þjálfa nemendur í að taka siðferðilega afstöðu til samskipta og efnis á samskiptamiðlum og temja sér vönduð vinnubrögð við notkun netmiðla
  • með því að þjálfa nemendur í að tileinka sér trúnað í meðferð netupplýsinga
Námshæfni:
  • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
  • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
  • með því að nemendur geri áætlanir um uppbyggingu náms síns og áætluð námslok
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
  • með því að gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum innan atvinnugreinarinnar í gegnum starfsnám
Jafnrétti:
  • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
  • með því að tengja lýðræðis- og mannréttindahugsjónir við hversdagslegan raunveruleika sinn í starfi, félags- og einkalífi með skilningi á eigin afstöðu til lýðræðis, gagnrýninnar hugsunar, umburðarlyndis, jafnréttis, mannréttinda ásamt virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að þjálfa nemendur í að skilja samspil umhverfis, félagslegra þátta og efnahags í þróun samfélags
  • með því að skýra hugtökin um umhverfislega ábyrgð og samfélagslega ábyrgð og hvetja nemendur til að tileinka sér hegðun og lífsstíl til að leggja sitt að mörkum með ábyrgri hegðun
  • með því að þjálfa nemendur í að skilja takmörkun á nýtingu auðlinda, s.s. með inngripi í formi kvóta og nýtingaheilmilda sem styðja vistkerfi jarðar
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega á ensku
  • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
  • með því að heimsækja erlenda sjávarútvegsskóla og kynnast því starfi sem fer þar fram
Heilbrigði:
  • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
  • með því að kenna nemendum að bera ábyrgð á eigin heilsufari og tileinka sér lífshætti sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og velferð
  • með því að kenna nemendum að þekkja grundvallaratriði í næringarfræði og hollustu í mataræði og annarri neyslu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
  • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
  • með því að tengja lýðræðis- og mannréttindahugsjónir við hversdagslegan raunveruleika sinn í starfi, félags- og einkalífi með skilningi á eigin afstöðu til lýðræðis, gagnrýninnar hugsunar, umburðarlyndis, jafnréttis, mannréttinda ásamt virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra