Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Málabraut (Staðfestingarnúmer 251) 17-251-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Á málabraut er áhersla lögð á tungumál auk hugvísinda. Nemendur ljúka stúdentsprófi á 3. hæfnisþrepi. Stúdentspróf þaðan er góð undirstaða háskólanáms í sagnfræði, heimspeki, guðfræði, félagsvísindum, lögum, hagfræði og alls konar viðskiptum. Það er góður undirbúningur að frekara tungumálanámi, námi og störfum við fjölmiðlun, þýðingum, ferðaþjónustu, alþjóðaviðskiptum, utanríkisþjónustu, félagsvísindum, söng-, leiklistar- eða öðru listnámi og margs konar öðru námi. Við lok 4. bekkjar þurfa nemendur að velja á milli fjögurra deilda: fornmáladeildar I, fornmáladeildar II, nýmáladeildar I og nýmáladeildar II. Í fornmáladeild I og nýmáladeild I felst val nemenda að hluta til í viðbót við kjarnagreinar en í fornmáladeild II og nýmáladeild II velja nemendur viðbótargrein. Nemendur þurfa að gæta að hlutfalli eininga á þrepum við val á áföngum í bundnu áfangavali.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á málabraut er grunnskólapróf og að lágmarki hæfniseinkunn B í íslensku og ensku og hæfniseinkunn B í dönsku eða öðru norðurlandamáli og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.
Skipulag: Nám á brautinni er þrjú ár með 220 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist í 58 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum brautum skólans, 101 eininga brautarkjarna málabrautar og 61 eininga deildakjörsviðs nema 60 eininga deildakjörsviðs á fornmáladeild II til undirbúnings námi fyrir mismunandi háskóladeildir: fornmáladeild I, fornmáladeild II, nýmáladeild I með áherslu á félagsvísindi og nýmáladeild II. Í II-deildum geta nemendur valið 5 einingar úr frjálsu vali sem hluta af deildakjörsviði. Námið er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Fyrir utan almenna menntun er á brautinni lögð áhersla á nám í tungumálum, félagsvísindum og hugvísindagreinum. Allir nemendur velja sér þriðja mál (spænska, franska eða þýska, 20 einingar alls) sem hluta af brautarkjarna. Á fornmáladeild II velja nemendur fjórða mál (spænska, franska eða þýska, 24 einingar alls) auk 5 eininga í bundnu áfangavali. Á nýmáladeild I velja nemendur fjórða mál (spænska, franska eða þýska, 24 einingar alls). Á nýmáladeild II velja nemendur fjórða mál (spænska, franska eða þýska, 24 einingar alls) einnig fimmta mál (spænska, franska eða þýska, 24 einingar alls) auk 5 eininga í bundnu áfangavali.
Námsmat Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat, bæði próf og símat. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar skólaárs er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Nánari útfærslu á námsmati má sjá í skólanámskrá.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Einingafjöldi á brautinni er 220 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 73 einingar á ári. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • geta nýtt sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni
 • sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýnni hugsun
 • gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund
 • meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna
 • taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt
 • virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra
 • efla og viðhalda áhuga sínum á náttúruvísindum
 • ræða af innsýni og þekkingu um hin ýmsu svið hugvísinda
 • beita hugsun og aðferðum hugvísinda
 • færa rök fyrir skoðunum sínum um sem flestar greinar hugvísinda
 • lesa fræðitexta hugvísinda bæði á íslensku og erlendum tungumálum
 • takast á við nám á háskólastigi, hérlendis sem og erlendis
 • miðla upplýsingum í ræðu og riti jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
 • meta og skilja menningarleg verðmæti

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

220  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Skólakjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Kjarni málabrautar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið pakkaval

Þriðja mál á málabraut - þýska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál á málabraut - franska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þriðja mál á málabraut - spænska
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið pakkaval

Fornmáladeild I
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fornmáladeild II
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Nýmáladeild I með áherslu á félagsvísindi
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Nýmáladeild II
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 4

Bundið pakkaval

Franska sem fjórða mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska sem fjórða mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska sem fjórða mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið pakkaval

Franska sem fimmta mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Spænska sem fimmta mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Þýska sem fimmta mál
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi pakka sem nemendur velja: 1 af 3

Bundið áfangaval

5 af 45
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 5 af 45

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • Með kennsluháttum í íslensku, erlendum tungumálum, sögu, félagsfræði og líffræði eru nemendur þjálfaðir í að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit og meta upplýsingar og þannig stuðlað að auknu miðlalæsi þeirra. Jafnframt fá nemendur þjálfun í að miðla þekkingu sinni og hugsun í töluðu máli og rituðu. Krafist er skýrleika í framsetningu, vandaðs málfars og vandaðs frágangs ritaðs texta.
 • Í stærðfræði er lögð áhersla á læsi stærðfræðilegra texta og tjáningu. Í tölfræði á málabraut er fjallað um meðferð talnasafna og nemendur vinna við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og skýrslugerð.
Námshæfni:
 • Megintilgangur námsmats er að veita nemendum og kennurum upplýsingar um hvernig miðar í að ná markmiðum námsins. Matið er því fjölbreytt og reynt er á sem flesta þætti markmiða. Námseinkunn er gefin við lok hvers árs og byggist sú einkunn á símati sem er nokkuð mismunandi eftir kennslugreinum. Að hluta er námseinkunnin byggð á niðurstöðum verkefna og styttri prófa en að hluta á ástundun nemenda frá degi til dags. Í íþróttum er námseinkunn gefin eftir mætingu annars vegar og virkni í tímum, samvinnu, jákvæðni, áhuga og framkomu hinsvegar. Námseinkunn í stúdentsprófum byggist einnig á jólaprófseinkunn. Áhersla er lögð á munnlega tjáningu og halda nemendur erindi eða setja lausnir sínar fram við töflu eftir því sem við á. Þessum matsþáttum eru gerð skil í áfangalýsingum. Nemendur fá því stöðugt leiðbeinandi upplýsingar um framvindu námsins.
 • Í jóla- og vorprófum eru aðallega skrifleg próf en í tungumálum er prófað munnlega og skriflega öll námsárin. Auk þess eru munnleg próf haldin í íslensku í öllum deildum og fræðilegri stærðfræði við lok námsins í sumum deildum. Allir nemendur sækja íþróttatíma og þurfa að taka verkleg jóla- og vorpróf. Nemendur fá einnig námseinkunn í íþróttum.
 • Komið er til móts við nemendur með ýmsa námsörðugleika eftir því sem henta þykir, t.d. með lengdum próftíma, lituðum prófum og prófum teknum á tölvur. Skýrar reglur gilda um lágmarkskröfur til að nemendur teljist hafa lokið hverju námsári fyrir sig og eru þeim gerð skil í skólareglum.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • Í öllum námsgreinum brautanna fer fram sköpun í þeim skilningi að nemandanum er fengið viðfangsefni sem hann tengir fyrri þekkingu og skapar nýja. Öll verkefni nemenda, sem eru opin verkefni, krefjast sköpunar. Við lestur bókmenntatexta í íslensku og erlendum tungumálum fær nemandinn tækifæri til að uppgötva og njóta og virkja ímyndunaraflið. Kennsluhættir í stærðfræði reyna sérstaklega á þann þátt sköpunar að glíma við úrlausnarefni og finna lausn og miðla henni. Nemendur þjálfast í að setja fram lausnir á skýran hátt og tengist það læsi í víðum skilningi. Skólinn býður þeim nemendum, sem þess óska, að sækja sérstakar laugardagsæfingar til undirbúnings stærðfræðikeppni en þar reynir verulega á sköpunargáfu nemenda og hæfileika til að setja fram frumlegar lausnir.
 • Auk þess eru margir þættir í skólastarfinu sem bjóða upp á skapandi starf af ýmsu tagi. Öflugur kór er við skólann, gömul og gróin leiklistarhefð er iðkuð í Herranótt, blaðaútgáfa er fjölbreytt og ræðumennska er stunduð af kappi. Nemendum gefst kostur á þátttöku í margvíslegri keppni, spurningakeppni, keppni í einstökum námsgreinum og nýsköpun og er þátttaka mikil og árangur góður.
 • Í áfangalýsingum eru nánari upplýsingar um grunnþætti. Þar er einnig fjallað um lykilhæfni og kennsluhætti.
Menntun til sjálfbærni:
 • Menntaskólinn í Reykjavík leitast við að efla jákvætt viðhorf til sjálfbærni og efla ábyrgðarkennd nemenda og starfsfólks gagnvart auðlindum náttúrunnar. Við raungreinakennslu er fjallað um sjálfbærni. Þar er fjallað um samspil umhverfis og félagslegra þátta þar sem það á við. Í öllu skólastarfinu er síðan lögð áhersla á að nemendur temji sér virðingu fyrir umhverfi sínu og samferðafólki. Nemendum ber að ganga vel um húsnæði og umhverfi skólans og eru gerðir ábyrgir fyrir umgengni í sínum kennslustofum. Reykingar eru með öllu óheimilar í húsakynnum skólans og á lóð hans enda brjóta þær í bága við heilsustefnu skólans. Brýnt er fyrir nemendum og starfsfólki að flokka rusl og setja í endurvinnslu það sem hægt er. Ýmis námsgögn eru gerð aðgengileg nemendum á námsneti og kostir upplýsingatækninnar þannig nýttir til að draga úr pappírsnotkun.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • Í erlendum tungumálum reynir á læsi nemenda í viðkomandi máli og eru þeir hvattir til að lesa margbreytilega texta sér til fróðleiks og ánægju. Þeir kynnast menningu og siðum sem einkenna þau landsvæði þar sem tungumálið er talað. Nemendur tjá sig bæði skriflega og munnlega á málinu og eru þjálfaðir í að taka þátt í samræðum.
Heilbrigði:
 • Menntaskólinn í Reykjavík er heilsueflandi framhaldsskóli í samstarfi við Lýðheilsustöð og fylgir þeirri áætlun sem sett er af landlæknisembættinu. Í því samstarfi felst að í skólanum er unnið að heilbrigði og velferð nemenda og þar með er lagður grundvöllur að vellíðan og bættum námsárangri. Nemendur eru hvattir til heilbrigðs lífernis með fræðslu um holla lifnaðarhætti og hreyfingu í íþróttum, líffræði og lífsleikni. Þar fá allir nemendur m.a. fræðslu um skaðsemi reykinga og annarrar tóbaks notkunar, áfengisneyslu og notkunar annarra vímuefna. Í íþróttum er lögð áhersla á fjölbreytta hreyfingu og holla lifnaðarhætti og að hver og einn stundi hreyfingu við hæfi. Íþróttakennsla er mjög margbreytileg og í boði er heilsusamlegt fæði í matsölu og nemendum er veittur nægur tími til að matast í næði. Námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og umsjónarkennari vinna saman að því gæta velferðar nemenda. Hjúkrunarfræðingur skólans vinnur að forvörnum tengdum vanlíðan og geðheilsu nemenda í samstarfi við annað starfsfólk.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • Lesefni í bóklegum greinum námsbrauta er bæði fjölbreytt og mikið að vöxtum og gerir þannig miklar kröfur til lestrarfærni nemenda og lesskilnings. Jafnframt er krafist nákvæmnislestrar, m.a. í stærðfræði, íslenskri málfræði og málfræði erlendra tungumála. Í öllum námsáföngum reynir á læsi nemenda á texta námsbóka og annarra námsgagna og hæfni þeirra til að tjá sig bæði munnlega og skriflega. Við verkefnavinnu þjálfast nemendur í að nota margvíslega miðla til að afla sér þekkingar og læra að leggja gagnrýnið mat á texta og nýti hann á réttan hátt með viðeigandi tilvísunum við samningu ritgerða. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í samræðum og tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt.
 • Með sögukennslu og kennslu íslenskra og erlendra bókmennta er leitast við að dýpka skilning nemenda á menningu eigin þjóðar og annarra og stuðla þannig að auknu menningarlæsi þeirra.
Lýðræði og mannréttindi:
 • Í lífsleikni og samfélagsgreinum er fjallað um lýðræði og mannréttindi og viðhorf til þessara þátta. Í öllu skólastarfinu er tekið mið af því að borin sé virðing fyrir manngildi hvers og eins og nemendur beri virðingu fyrir því námi sem þeir hafa valið sér og sinni því af kostgæfni. Áhersla er lögð á að í lýðræðislegu samfélagi hafa einstaklingarnir nokkurt frelsi en frelsinu fylgja skyldur og ábyrgð. Jafnframt fá nemendur tækifæri til skoðanaskipta í ýmsum námsgreinum og öðlast þannig sterka vitund um að lýðræði sé í heiðri haft. Með kennslu í félagsfræði, sögu, lífsleikni og íslenskum og erlendum bókmenntum fá nemendur þjálfun í að ræða margvísleg viðfangsefni, m.a. siðferðileg álitamál og eru þannig búnir undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þá fá nemendur allmikla æfingu í að semja rökfærsluritgerðir í íslensku og ensku og læra þannig að tjá sig í riti um málefni líðandi stundar.
Jafnrétti:
 • Í öllu skólastarfinu er unnið að því að veita öllum sömu tækifæri til þroska og þess gætt að ekki halli á kynin í þeim viðfangsefnum sem nemendur fást við heldur grundvallist þau á jafnræði og jafnrétti. Jafnframt styður skólinn sérstaklega við þá nemendur sem eiga annað móðurmál en íslensku. Hugtakinu jafnrétti eru gerð rækileg skil í félagsfræði og viðteknar hugmyndir í samfélaginu skoðaðar með gagnrýni. Í lífsleikni og samfélagsgreinum er fjallað um jafnrétti og hvaða þættir geta mismunað fólki eða leitt til forréttinda. Með vali bókmenntatexta í íslensku og erlendum tungumálum eru nemendur vaktir til umhugsunar um misjafna stöðu kynjanna fyrr á tímum, hvað hefur breyst og hvað er enn óbreytt. Nemendur eru hvattir til að virða jafnrétti í öllum samskiptum og sýna sjálfum sér og öðrum virðingu. Nemendur eiga greiðan aðgang að náms- og starfsráðgjöf sem miðast við jafnrétti kynjanna til starfsvals.