Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Félagsvísindabraut (Staðfestingarnúmer 564) 24-564-3-6 stúdent hæfniþrep 3
Lýsing: Námi á félagsvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í kjarnagreinum og félagsvísindum. Áhersla er lögð á sérgreinar brautarinnar s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og uppeldisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og er hún góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, menntavísindum, íslensku og sögu.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur með A, B+, B, C+ og C í kjarnafögum á grunnskólaprófi geta innritast á námsbrautina. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum.
Skipulag: Nám á félagsvísindabraut er fyrst og fremst bóklegt nám. Námsbrautin skiptist í kjarna, brautarkjarna og frjálst val. Kjarninn samanstendur af áföngum sem nemendur á öllum stúdentsbrautum taka en brautarkjarninn er einkennandi fyrir félagsvísindabraut. Gæta þarf að því að kröfum um fjölda eininga á hæfniþrepi sé fullnægt: • Einingar á fyrsta hæfniþrepi mega vera að hámarki 33% • Einingar á öðru hæfniþrepi mega vera að hámarki 50% • Einingar á þriðja hæfniþrepi þurfa að vera að lágmarki 17%.
Námsmat Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Lokanámsmat áfanga byggir m.a. á lokaprófi, mætingu, ástundun, verkefnaskilum, skyndiprófum, ritgerðum og sjálfs- og jafningjamati.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseinkunn er 5 í öllum áföngum. Meðalnámstími er 6 annir og þarf nemandi að ljúka að meðaltali 33-37 einingum á önn. Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 200 einingar.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við frekara nám
  • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni og bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra og velja viðeigandi rannsóknaraðferð hverju sinni
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt
  • vitna í upplýsingar í samræmi við reglur um meðferð heimilda
  • taka þátt í lýðræðislegri umræðu og samstarfi þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og virt skoðanir annarra
  • átta sig á meginstraumum menningar, trúar, uppeldis, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð, ekki síst varðandi nærsamfélagið
  • skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þeirra sem búa við önnur skilyrði en þeir sjálfir
  • meta eigin styrkleika og veikleika ekki síst í þeirri viðleitni að efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
  • meðhöndla og túlka tölulegar upplýsingar
  • gera sér grein fyrir mikilvægi umhverfisins, skynsamlegrar nýtingu þess og verndunar
  • sýna frumkvæði og beita sköpun við lausn verkefna
  • skilja og geta tjáð sig á íslensku jafnt sem erlendum tungumálum
  • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísinda

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

200  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Í frjálsu vali eru 20 einingar. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að fjalla um efnið í ýmsum áföngum í stærðfræði og félagsvísindum
  • með því að þjálfa markvisst talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum
  • með því að hafa lokaverkefni við lok náms á brautinni þar sem mikið er lagt upp úr læsi og meðferð talna og heimilda
  • með því að hafa tölfræðiáfanga í kjarna brautarinnar þar sem nemendur lærir grunnfærni í meðferð talna og heimilda
Námshæfni:
  • með því að þjálfa nemendur í námstækni ólíkra námsgreina
  • með því að taka fyrir námshæfni og námstækni á fyrstu önn á sérstökum nýnemadögum
  • með því að þjálfa nemendur sérstaklega í námstækni og vinnubrögðum félagsvísinda
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að viðhafa fjölbreytt námsmat og beita fjölbreyttum kennsluaðferðum þar sem hvatt er til sköpunar og frumlegrar hugsunar
  • með því að viðhafa verkefnamiðað nám þar sem nemendur eru hvattir til að þróa sínar eigin leiðir til að leysa margvísleg verkefni
Jafnrétti:
  • með því að jafnrétti sé hluti af öllu því starfi sem fer fram í skólanum, jafnt í kennslu sem öðru starfi hvort sem um er að ræða ólík verkefni eða samskipti milli einstaklinga og hópa innan skólans
  • með því að fjalla sérstaklega um jafnrétti í félagsvísindum eins og kynjafræði, heimspeki, félagsfræði og sögu
  • með því að viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat þar sem einstaklingurinn fær tækifæri til að nýta styrkleika sína
  • með því að allir nemendur taki áfanga í jafnréttis- og kynjafræði
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að fjalla sérstaklega um málefnið í inngangsáfanga í náttúruvísindum og öllum félagsvísindaáföngum brautarinnar
  • með því að taka þátt í sjálfbærniverkefnum sem fyrirtæki og stofnanir standa fyrir, sérstaklega í nærsamfélaginu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að kenna ensku og dönsku ásamt þriðja tungumáli og fræðast í leiðinni um þau málsvæði sem þessi tungumál tilheyra
  • með því að lesa sérhæfða fræðitexta á ensku í félagsvísindagreinum
  • með því að nemendur afli sér upplýsinga á erlendum tungumálum og túlki þær
  • með því að læra um erlend samfélög t.d. í félagsfræði og söguáföngum brautarinnar
Heilbrigði:
  • með því að fjalla sérstaklega um geðrænt og félagslegt heilbrigði í félags-, sál- og uppeldisfræðiáföngum brautarinnar
  • með því beita samvinnunámi þar sem nemendur fá tækifæri til að þroska félagsfærni sína og auka félagslega virkni
  • með því að nemendur séu virkir þátttakendur í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli t.d. með þátttöku sinni í félagslífi skólans og einstaka áföngum sem tengjast því
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að fjalla um sögu Íslands í sögu- og íslenskuáföngum brautarinnar
  • með því að fjalla um íslenskt samfélags og félagsleg sérkenni þess í félagsfræðiáföngum brautarinnar
  • með því að rökræða siðferðileg álitamál, átta sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finna skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum. Einnig móta eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hátt
  • með því að að leggja áherslu á íslenskt samfélag í íslenskuáföngum þar sem íslenskar bókmenntir eru lesnar
  • með því að leggja áherslu á eflingu orðaforða og íslenska hugtakanotkun í náttúruvísinda- og félagsgreinum
Lýðræði og mannréttindi:
  • með því að hvetja nemendur til gagnrýnnar hugsunar
  • með því að í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Til að tryggja þetta þá eiga nemendur fulltrúa í skólaráði, áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og allir nemendur eiga að jafnaði rétt til þess að sitja skólafundi a.m.k einu sinni á önn
  • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegum vinnubrögðum og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á vinnubrögð í áföngum brautarinnar t.d. með því að leggja mat á áfanga við lok annar
  • með því að fjalla sérstaklega um málefnið í félagsvísindaáföngum svo sem sögu, félagsfræði, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði, heimspeki og kynjafræði