Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 247) 17-247-1-12 | starfsbraut | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Markmið starfsbrautar er að nemendur kynnist námi og starfi við hæfi, fái tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni. Þessir þættir stuðla að auknu sjálfstæði og auðveldar nemendum að takast á við atvinnu og viðfangsefni daglegs lífs í nútíma samfélagi. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og allt nám er einstaklingsmiðað. Starfsbraut er fyrir nemendur sem hafa verið í námsverum eða í sérdeildum grunnskóla og/eða haft aðlagað námsefni. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda. Náms- og kennsluhættir á starfsbraut einkennast af virðingu fyrir einstaklingnum, taka mið af þörfum hans og eiga umfram allt að stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Í nemendahópi þar sem þarfir nemendanna eru fjölbreyttar þurfa kennsluaðferðir að vera það líka. Fyrirkomulag kennslustunda á starfsbraut og val kennsluaðferða er því breytilegt eftir einstaklingum og því námsefni sem til umfjöllunar er hverju sinni. Þar sem námið er einstaklingsmiðað geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Þeir eiga einnig að hafa kynnst og/eða öðlast starfsreynslu á vinnumarkaði. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum hæfniþrepum og námsbrautum. Nám á starfsbraut er fjögur ár óháð fjölda tíma sem nemendur geta verið í skólanum og óháð einingum sem þeir ljúka á námstímanum. Leitast verður við að hafa námið sem fjölbreyttast og þverfaglegt innan brautar og í samstarfi við aðrar brautir. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Starfsbraut er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft, einstaklingsmiðað nám sem mætir færni þeirra og áhuga. Greining frá viðurkenndum greiningaraðilum þarf að fylgja umsókn inn á starfsbraut. Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 |
Skipulag: | Námstíminn miðast við átta annir. Brautinni er skipt í kjarna og frjálst val. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Nemendur taka valáfanga jafnt og þétt í náminu samhliða kjarnaáföngum. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Áhersla er lögð á að styrkja náms- starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum nemenda þar sem horft er til styrkleika og áhugasviðs þeirra. Valáfangar taka mið af því sem almennt er í boði í skólanum hverju sinni ásamt því að reynt er að koma til móts við áhuga, þarfir og óskir nemenda með sérnámsáföngum. Kennsluhættir brautarinnar eru fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir. |
Námsmat | Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum og fer eftir þeim einstaklingum sem meta skal. Námsmat er sniðið að getu hvers og eins. Mat endurspeglar áherslur í kennslu og er í samræmi við hæfniviðmiðin. Fjölbreyttar aðferðir við námsmat geta verið: • Símat sem fer fram jafnt og þétt yfir námstímann • Mat í formi verkefna nemenda • Mat á þátttöku í kennslustundum • Ferilbók • Mat á frammistöðu í verknámi • Próf |
Starfsnám: | Starfsnám fer fram bæði innan og utan skólans. Allir nemendur fara í starfsnámsáfanga þar sem þeir kynnast vinnumarkaðnum, starfsheitum, réttindum og skyldum, ýmis konar vinnustöðum og mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Lagt er upp með að finna út hvar styrkleikar og áhugasvið nemenda liggja, ásamt því að efla jákvæðni og áhuga þeirra í garð atvinnulífsins. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera þá hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á vinnubrögð, öryggismál, mætingu, stundvísi og vinnu í hópi. Jafnframt fá nemendur reynslu og yfirsýn sem nýtist þeim í framtíðinni. Árangur námsins verður markvissari þegar hægt er að tengja námið við vinnustaði því það veitir nemendum oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður oft skýrari. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara. Námið er metið í samráði við vinnuveitendur og umsjónarmenn starfsnámsins, þar sem leitast er við að meta þætti á borð við ástundun, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Viðverutími og stuðningur við nemendur er einstaklingsmiðaður. |
Reglur um námsframvindu: | Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir fjögur ár. Hægt er að brautskrá nemanda fyrr ef aðstæður hans leyfa. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. Námið er einstaklingsmiðað og því geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
240 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Í frjálsu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á starfsbraut. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn en getur mest verið 73 einingar. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám. |