Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Skapandi tækni (Staðfestingarnúmer 242) 16-242-4-11 | viðbótarnám við framhaldsskóla | hæfniþrep 4 |
Lýsing: | Skapandi tæknibraut er tveggja ára nám í kvikmyndagerð þar sem áhersla er lögð á þá þætti kvikmyndagerðar þar sem unnið er með tæknibúnað á listrænan hátt. Sérgreinar brautarinnar eru 4: Kvikmyndataka, klipping, hljóðhönnun og myndbreyting (vfx). Nemendur fá faglega kennslu og mikla verklega þjálfun sem miðar að því að nemandi geti orðið virkur á atvinnumarkaði strax að námi loknu. Rík áhersla er lögð á listræna og skapandi þætti í náminu. Að loknu námi getur nemandi sótt um að ljúka BA gráðu við háskóla og er þá undir viðkomandi háskóla komið hvort og þá að hve miklu leyti námið er metið til háskólaeininga. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina er stúdentspróf af listnámsbraut eða sambærileg menntun. Umsækjendur undirgangast inntökupróf og eru ennfremur kallaðir í viðtal hjá inntökunefnd. |
Skipulag: | Nám í kvikmyndagerð – Skapandi tækni - er 120 framhaldsskólaeiningar þar sem nemandi tileinkar sér hæfni á 4. þrepi. Náminu er skipt í 4 hluta sem skiptast niður á 4 annir: Kjarna (30 ein), fjórar sérgreinar (62 ein), stoðgreinar (12 ein), kvikmyndagerð (14 ein). Kennslan samanstendur af fyrirlestrum og samræðum við kennara, verklegum prófunum af ýmsu tagi og þátttöku í kvikmyndagerð. Jafnt vægi er á milli sérgreinanna fjögurra og þær tvinnast með ýmsum hætti inn í framleiðsluverkefni skólans. Hver nemandi deildarinnar framleiðir tvær kvikmyndir í náminu þar sem þeir bera alla ábyrgð á verki bæði listræna og framleiðslulega. Námið er að stærstum hluta verklegt en fræðilegi hlutinn er að meðaltali 20% í hverjum áfanga. Áfangar eru ýmist kenndir reglubundið yfir önnina eða í samfelldum námslotum. Kennarar og leiðbeinendur eru að stærstum hluta starfandi listamenn í faginu og að meðaltali 12 á hverri önn. Nemandi staðfestir hæfni sína við lok náms með stóru útskriftarverki (kvikmynd) sem metið er af utanaðkomandi dómnefnd. |
Námsmat | Námsmat tekur mið af þeim hæfniviðmiðum sem sett eru fram í áfangalýsingu. Í kennsluáætlun hvers áfanga er kynnt hvernig staðið verður að mati á vinnu nemenda. Niðurstöður námsmats eru samsettar úr einkunnargjöf og skriflegum umsögnum um verkefni og vinnu nemandans. Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Mæting, virkni og ástundun er metin inn einkunn. Áhersla er lögð á að sem flestir áfangar skili metanlegum afurðum helst listsköpun af einhverju tagi. Umgjörð og viðmið námsmats er útfært í námskrá. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Til að ljúka áfanga þarf nemandi að fá einkunnina 5. Nánar er kveðið á um námsframvindu og ástundun í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
120 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Nei, frjálst val er ekki leyft