Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Stálsmiður (Staðfestingarnúmer 259) 19-259-3-8 | stálsmiður | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Stálsmiður hannar, smíðar og gerir við vélar, reisir mannvirki og viðheldur þeim, smíðar, viðheldur og gerir við skip og sinnir annarri þjónustu sem byggir á málmsmíði. Stálsmiðir starfa hjá framleiðslu- og byggingafyrirtækjum. Stálsmiður er lögverndað starfsheiti og stálsmíði löggild iðngrein. Markmið náms í stálsmíði er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem stálsmiðir inna af hendi. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í stálvirkjasmíði eða stálskipasmíði og til inngöngu í nám til iðnmeistararéttinda. Náminu er ætlað að búa nemendur undir þátttöku í nútímalegu lýðræðissamfélagi með því að auka hæfni þeirra til gagnrýninnar hugsunar, efla vitund um eigin getu og takmarkanir og styrkja samskiptahæfni og samhug. Auk þess að búa nemendur sem best undir störf og frekara nám er áhersla lögð á að koma til móts við nemendur sem vilja hagnýta menntun sem felur í sér hæfni til starfa sem krefjast nákvæmni, útsjónarsemi, sköpunarhæfni og vandaðs verklags. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. |
Skipulag: | Fyrsta stálsmíðaárið felst í aðfararnámi málm- og véltæknigreina. Þetta er sameiginlegur grunnur fyrir málmiðngreinar sem inniheldur kjarnagreinar og iðnnámsgreinar. Námið felst bæði í bók- og verknámi. Annað stálsmíðaárið inniheldur faggreinar (iðnnámsgreinar) í stálsmíði og málmsuðu, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bók- og verklegu námi. Þriðja stálsmíðaárið (lokaárið) inniheldur faggreinar í stálsmíði. Námið felst í bók- og verklegu námi. Á árinu er unnið lokaverkefni sem þjálfar m.a. sjálfstæð vinnubrögð og nýtir það sem nemandinn hefur lært á brautinni. Námsárinu lýkur með burtfaraprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | Starfsnám brautarinnar felst í 52 vikna starfsþjálfun sem skráð er í ferilbók. Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum og er launuð samkvæmt kjarasamningum um laun til iðnnema. Starfsþjálfun fer fram í skólafríum, utan skólatíma og/eða að loknu skólanámi í iðngreininni áður en nemandi hefur lokið sveinsprófi. Starfsþjálfun telst til reynslu í ferilbók og er skráð í hana. Tilgangur starfsþjálfunar er að nemendur þjálfi sem best þá færni sem þeir tileinkuðu sér í skóla. Starfsþjálfun er sjaldnast samfelld en að henni lokinni er nemandinn tilbúinn í sveinspróf. |
Reglur um námsframvindu: | Nám á brautinni er 224 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
224 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali |