Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Kjötiðnaður (Staðfestingarnúmer 407) 18-407-3-8 kjötiðnaðarmaður hæfniþrep 3
Lýsing: Kjötiðnaðarmaður útbýr kjöt og kjötrétti í neytendapakkningar, setur upp kjötborð og afgreiðir viðskiptavini. Hann starfar m.a. í kjötvinnslu, í kjötdeildum verslana, í sláturhúsum, við sölu á matvælum. Hann ber ábyrgð á útkomu vinnu sinnar gagnvart viðskiptavinum. Kjötiðnaðarmaður vinnur í samræmi við gæðaferla og gæðastaðla um innra eftirlitskerfi vinnustaða, vinnureglur um rekjanleika vöru og þjónstu sem og á afgreiðslu á vörum og þjónustu og almennar siðareglur. Kjötiðn er löggilt iðngrein.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám í öllum áföngum á brautinni þurfa nemendur að vera á námssamningi í kjötiðn. Til að hefja nám á 2. hæfniþrepi í kjarnagreinum, þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga í þeim greinum.
Skipulag: Kjötiðnaðarnám er verklegt og bóklegt samningsbundið starfsnám á 3. hæfniþrepi sem lýkur með sveinsprófi í kjötiðn. Það er skipulag sem fjögurra ára 290 eininga nám. Þar af eru 200 einingar á viðurkenndum vinnustað í 126 vikur og 90 einingar í skóla í þrjár annir.
Námsmat Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.
Starfsnám: Nemendur fara í starfsnám í 126 vikur utan lögbundinna fría. Námið fer fram í viðurkenndum kjötvinnslum og kjötiðnaðarfyrirtækjum þar sem starfandi er meistari með leyfi til töku nemenda í kjötiðnaðarnám.
Reglur um námsframvindu: Nemendur verða að ná hæfniviðmiðum í hverjum áfanga með lágmarkseinkunnina 5,0.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • saga og hluta niður kjötskrokka og úrbeinar lamb, naut, svín, hross og aðrar kjötafurðir eftir gefnum stöðlum og nýtingaráformum
 • vinna úr hvers kyns hráefni úr kjöti og gerir hann m.a. fars, pylsur, kæfur, paté, slátur og álegg
 • krydda og kryddleggja kjöt og vinna að meyrnun þess. Útbúa kjöt og kjötrétti til sölu í kjötborði
 • taka á móti unnu og óunnu hráefni, flokka það og meta ástand og gæði þess með hliðsjón af umbúðamerkingum, hitastigi og almennum gæðakröfum og ganga frá hráefninu til geymslu
 • nota efni við framleiðslu kjötiðnaðar¬vara í samræmi við lög og reglugerðir um heilbrigðis- og hollustuhætti og getur aukið geymsluþol matvæla með kælingu, frystingu, lofttæmingu, söltun, suðu, reykingu og súrsun á kjöti og fiskafurðum
 • pakka framleiðsluvörum í neytendapakkningar og útbúa innihaldslýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur um merkingar og pökkun viðkomandi vöru
 • reikna út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara
 • útbúa afurðir fyrir einstalinga með fæðuofnæmi og fæðuóþol
 • afgreiða viðskiptavini og veita ráðgjöf og leiðsögn um meðferð hráefna, matseld og val á meðlæti með kjötréttum
 • sýna viðskiptavinum sínum þjónustulund og býr yfir hæfni til góðra samskipta
 • nota handverkfæri og hefur góða færni í skurði, úrbeiningu og snyrtingu á kjötskrokkum
 • þrífa og sótthreinsa húsnæði og búnað samkvæmt stöðluðum hreinlætiskröfum HACCP
 • hafa vald á fagorðum greinarinnar og getur tjáð sig og leiðbeint um fagleg málefni á íslensku og erlendum tungumálumHann tekur ábyrga afstöðu til sjálfbærni og hefur tileinkað sér hugmyndafræði um sjálfbæra nýtingu sláturdýra
 • hafa færni í ensku, íslensku og stærðfræði sem svarar til krafna af öðru náms þrepi

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

290  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Bóklegt og verklegt nám í skóla 90 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Starfsnám á vinnustað 200 einingar
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • nemendur læra að lesa í aðstæður, samskipti, eigin líðan og annarra
 • nemendur læra að túlka upplýsingar og setja þær fram
 • nemendur eru þjálfaðir í heimildaleit, að vera gagnrýnir á heimildir
 • nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig í ræðu og riti
 • nemendur læra að vera gagnrýnir á tölulegar upplýsingar um hollustu og heibrigði fæðutegunda og geti stutt niðurstöður sínar með rökum
 • nemendur kynnast ýmsum menningarheimum og verða læsir á ólík samfélög með tilliti til matar og menningar
 • nemendur gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegra samskipta og hvernig þau eru háð umhverfi og aðstæðum, jafnt á vinnustað sem í samfélagi
 • nemendur leggja áherslu á eflingu orðaforða síns og íslenska hugtakanotkun í matvælagreinum
Námshæfni:
 • nemendur vinna með styrkleika sína til þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd
 • nemendur læra að setja sér raunhæf markmið og meta hvort þau hafi náðst
 • nemendur eru hvattir til þess að vera gagnrýnir á það sem þeir eru að gera hverju sinni
 • nemendur eru gerðir meðvitaðir um hæfniviðmið námsins, kennsluaðferðir og námsmat
 • nemendur taka ábyrgð á eigin námi
 • nemendur öðlast færni í að meta verk sín og annarra með sjálfs- og jafningjamati
 • nemendur læra að færa rök fyrir máli sínu á gagnrýninn hátt
 • nemendur fá umsagnir um verkefnin sín þar sem lögð er áhersla á að veita því athygli sem vel er gert og leiðbeina um hvað betur megi fara
 • nemendur nýta umsagnir kennara til þess að bæta verkefnin sín
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi, ígrunda og efla gagnrýna hugsun
 • nemendur eru hvattir til að nýta sköpunarkraft sinn í þeim verkefnum sem þeir fást við
 • nemendur verði meðvitaðir um styrkleika sína og geti nýtt þá í vinnu sinni
 • nemendur leita ólíkra leiða við lausn verkefna
 • nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð við úrvinnslu verkefna
Jafnrétti:
 • nemendur taka þátt í gagnrýnum umræðum um sérþarfir einstaklinga og hópa og rétt þeirra til sérþjónustu
 • nemendur vinna með mismunandi verkefni frá fyrir hópa með sérþarfir
 • nemendur vinni að fjölbreyttum verkefnum með fjölbreyttu námsmati sem hentar fjölmenningarlegu umhverfi
Menntun til sjálfbærni:
 • nemendur séu færir um að taka upplýsta afstöðu til umhverfis, náttúru, samfélags, menningar og efnahagskerfis
 • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu við val á framreiðsluaðferðum rétta
 • nemendur fái þjálfun í sjálfbærri hugsun með því að nýta vel þá aðferðafræði sem til þarf við þjónustu og framreiðslu
 • nemendur fái þjálfun í að ígrunda vel innihald og samsetningu rétta
 • nemendur fái þjálfun í að flokka úrgang og nýta afganga sem best
 • nemendur fái þjálfun í að taka ábyrga afstöðu til nýtingar orku og auðlinda
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • nemendur vinni með námsgögn og ítarefni á erlendum tungumálum
 • nemendur nýti sér erlendar heimild/-ir í tenglum við sín fög og verkefnavinnu þeim tengdum nemendur fái þjálfun í að lesa fagmál
 • nemendur taki þátt í nemendaskiptaverkefnum
 • nemendur taki þátt í fagkeppnum er tengjast námi þeirra
Heilbrigði:
 • nemendur geri sér grein fyrir hvernig mögulegt er að auka lífsgæði með heilbrigðu líferni
 • nemendur byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd með því að gera sér grein fyrir sterkum hliðum sínum og hæfileikum
 • nemendur verði meðvitaðir um tengsl hollrar fæðu og heilbrigðis
 • nemendur geri sér grein fyrir tengslum persónulegs hreinlætis og eigin heilbrigðis
 • nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi öryggisvarna á vinnustað
 • nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þekkingar á óþols- og ónæmisvöldum
 • nemendur vinni að fjölbreyttum verkefnum með fjölbreyttu námsmati sem hentar fjölmenningarlegu umhverfinemendur vinna með mismunandi gesti frá ólíkum menningarheimum og fyrir hópa með sérþarfir
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • nemendur fá þjálfun í öllum þáttum læsis, tjáningar og samskipta í áföngum námsins
 • nemendur þjálfast í samskiptum og samskiptahæfni í verklegu námi
 • nemendur þjálfast í tjáningu bæði í rituðu og töluðu máli við kynningu á verkefnum
 • nemendur þurfa að geta svarað spurningum á málefnalegan hátt og rökstutt skoðanir sínar og niðurstöður í verkefnaflutningi
Lýðræði og mannréttindi:
 • nemendur fá val um fjölbreytt verkefni og námsmat
 • nemendur fá val um framsetningu verkefna
 • nemendur öðlast hæfni í samskiptum við aðra í gegnum hópvinnu í fjölbreyttum nemendahópi
 • nemendur taka þátt fjölbreyttu námsmati, s.s. sjálfsmati og jafningjamati
 • nemendur þjálfast í að vera virkir þátttakendur í lýðræðissamfélagi s.s. með því að hlustað er á skoðanir nemenda varðandi útfærslu náms og námsmats