Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Starfsbraut (Staðfestingarnúmer 354) 17-354-1-12 | starfsbraut | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Nám á starfsbraut er sniðið að þörfum nemenda sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa sveigjanlegt, einstaklingsmiðað nám. Nemendur þurfa að hafa viðurkennd greiningargögn til að komast inn á brautina. Námsgreinarnar eru skipulagðar með hliðstæðum hætti og á öðrum námsbrautum skólans. Áfangar eru einingarbærir á fyrsta hæfniþrepi og áhersla er lögð á fjölbreytt nám; bóklegt, verklegt og tengt atvinnulífinu. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur geti tekið áfanga á öðrum hæfniþrepum og námsbrautum ef þeir hafa áhuga og/eða hæfni til þess. Námið undirbýr nemendur undir sjálfstætt líf, búsetu, starfsþátttöku eða áframhaldandi nám hjá fræðslumiðstöðvum. Nám á starfsbraut er að hámarki fjögur ár. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992 auk gögnum um námslega stöðu við lok grunnskóla. |
Skipulag: | Námstíminn miðast að hámarki við átta annir. Brautinni er skipt í kjarna og val. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Kjarnagreinar hafa mest vægi fyrstu þrjár annirnar en valgreinar síðari fimm annirnar. Námið er bóklegt, verklegt og tengt atvinnulífinu. Áhersla er á að styrkja náms,- starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Allir nemendur hafa umsjónarkennara sem aðstoða þá við námið og miðlun upplýsinga til og frá skóla. Námið er bæði einstaklings- og hópmiðað þar sem horft er til styrkleika og áhugasviðs. Haldið er utan um námsáætlanir allra nemenda. Nemendur geta sett fram óskir um valáfanga á öllum sviðum skólans; bóknám, verknám og listnám. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og ávallt er haft í huga að í hverjum námshópi geta námsaðlaganir verið með fjölbreyttum hætti. Ríkulegt námsval á að tryggja að allir nemendur finni eitthvað við sitt hæfi |
Námsmat | Námsmatið er einstaklingsmiðað, s.s. leiðsagnarmat, jafningjamat, verkefnaskil, virkni í kennslustundum, mæting, sjálfsmat, ástundun og lokapróf. Regluleg endurgjöf er frá kennara á vinnuframlag nemenda og verkefnaskil. |
Starfsnám: | Starfsnám getur farið fram innan skólans eða utan hans. Nemendur fara í tvo fjölbreytta starfsnámsáfanga þar sem þeir kynnast vinnumarkaðinum, starfsheitum, réttindum og skyldum, ýmiss konar vinnustöðum og mikilvægi góðra samskipta á vinnustað. Áhersla er á að finna út hvar styrkleikar og áhugasvið nemenda liggja, ásamt því að efla jákvæðni og áhuga þeirra í garð atvinnulífsins. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera þá hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á vinnubrögð, öryggismál, mætingar og vinnu í hópi. Jafnframt fá nemendur reynslu og yfirsýn sem nýtist þeim í framtíðinni. Árangur námsins verður markvissari þegar hægt er að tengja námið við vinnustaði því það veitir nemendum oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður oft skýrari. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara. Námið er metið í samráði við vinnuveitendur og einkum er leitast við að meta þætti á borð við ástundun, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Viðverutími og stuðningur við nemendur er einstaklingsmiðaður. |
Reglur um námsframvindu: | Námi á starfsbraut lýkur með brautskráningu eftir þrjú til fjögur ár. Brautskráning er óháð fjölda áfanga eða eininga sem nemandi hefur lokið. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
240 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur velja fjölbreytta valáfanga og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Hluti valáfanga getur verið á öðru hæfniþrepi. Miðað er við að nemendur ljúki námsbrautinni á fjórum árum. |