Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Fisktæknibraut (Staðfestingarnúmer 284) 19-284-2-5 fisktæknir hæfniþrep 2
Lýsing: Nám á fisktæknibraut býr nemendur undir störf í fiskvinnslu, við fiskveiðar og fiskeldi. Námið getur enn fremur verið grunnur að öðru námi í framhaldsskóla. Námið er skipulagt sem tveggja ára nám. Eitt ár í skóla og eitt ár á vinnustað undir leiðsögn. Nemendur geta á námstímanum tekið námskeið í stjórnun vinnuvéla. Fisktæknir starfar við vinnslu sjávarafurða sem sérhæfður starfsmaður eða flokkstjóri með ábyrgð á ákveðnum verkstöðvum hjá fiskvinnslufyrirtækjum, útgerðum, fiskeldisstöðvum eða öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Fisktæknir getur einnig starfað sem sölumaður hjá fisksölufyrirtæki eða fyrirtæki sem selur tæki og búnað fyrir sjávarútveg. Námslok brautar eru á öðru hæfniþrepi.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á fisktæknibraut eru samkvæmt framhaldsskólalögum og skólanámskrá viðkomandi framhaldsskóla. Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun og náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám á Fisktæknibraut. Kröfur um undirbúning og önnur skilyrði innritunar skulu miðast við skólaeinkunnir við lok grunnskóla og aðra þætti sem staðfesta að nemendur hafi nægan undirbúning til að stunda nám á viðkomandi námsbraut. Skólameistari getur jafnframt heimilað nemendum, sem ekki uppfylla skilyrði til innritunar að fullu, að hefja nám ef telja má líklegt að þeir standist þær kröfur sem gerðar eru um námsárangur. Nemandi sem útskrifast úr grunnskóla með B eða hærra í kjarnagreinum getur hafið nám á öðru hæfni þrepi í ensku, íslensku eða stærðfræði.
Skipulag: Fisktæknibraut er tveggja ára nám í skóla og á vinnustað. Námið skiptist í almenna bóklega áfanga, fagbóklega áfanga, vinnustaðanám og starfsþjálfun. Fyrsta og þriðja önn námsins fara fram í skóla en önnur og fjórða önnin á vinnustað. Fagáfanga má bjóða í fjarkennslu. Samstarf er um hluta námsins við aðra skóla og er gerð grein fyrir því í skólanámskrá. Vinnustaðanám er skipulagt í ferilbók og framkvæmt í samstarfi skóla, nemanda og tilsjónarmanns á vinnustað. Vinnustaðanám er bæði skipulagt undir handleiðslu tilsjónamanns og svo sem starfsþjálfun á vinnustað. Nemendur geta á námstímanum tekið námskeið í stjórnun vinnuvéla (J flokk lyftara - með 10 tonna lyftigetu og minni) á vegum Vinnueftirlits ríkisins og fengið metið sem hluta vinnustaðanáms (þjálfunar á vinnustað). Vinnustaðanám og starfsþjálfun er á ábyrgð skólans sem útvegar námspláss í samráði við nemendur hjá viðurkenndum fyrirtækjum. Nánari útfærsla og skipulag vinnustaðanáms kemur fram í skólanámskrá. Nemendur í grunnnámi velja smáskipanám og vélgæslu, en þeir nemendur sem hyggja eingöngu á vinnu í fiskvinnslu eða við önnur störf í landi, geta valið áfanga í fiskeldi, rekstur fiskvinnslu eða frumkvöðlafræði sjávarútvegs í stað smáskipanáms og vélgæslu í samráði við skóla. Nemendur geta nýtt niðurstöður úr raunfærnimati til staðfestingar á hæfni sinni á vinnumarkaði og til styttingar námstímans.
Námsmat Námsmat byggir á verkefnum nemenda og/eða lokaprófum áfanga þar sem við á. Viðurkenndur prófdómari metur námsárangur í þeim áföngum sérgreina sem geta leitt til formlegra réttinda s.s. í siglingafræði smáskipa, vélgæslu. Próf í einstaka áföngum sérgreina til smáskipanáms og vélstjórnar koma frá kjarnaskóla - auk þess sem hluti verklegrar kennslu s.s. í siglingahermi og fjarskiptatækni fer fram á ábyrgð kjarnaskólans – í samræmi við samstarfssamning skólans og kjarnaskóla. Námsárangur vinnustaðanáms og starfsþjálfunar er metinn samkvæmt ferilbók sem tilsjónarmaður færir undir eftirliti skólans. Raunfærnimat er í boði fyrir fólk á vinnumarkaði. Áfangar eru metnir til framhaldsskólaeininga (fein) í samræmi við námskrá. Vinnustaðanám er jafnframt metið til eininga í samræmi við lengd á lotum. Námsmat tekur mið af lokamarkmiðum áfanga og brautar samkvæmt kröfum um þekkingu, leikni og hæfni.
Starfsnám: Vinnustaðanám byggir á nánu samstarfi skóla og fyrirtækja í veiðum og vinnslu. Skólinn útvegar nemendum námspláss í samráði við þá og annast gerð þríhliða samnings. Í vinnustaðanámi er sérstaklega gætt ákvæða vinnuverndarlaga og reglugerða um vinnu barna og unglinga. Skipulagning vinnustaðanáms nemenda skal eindregið taka tillit til öryggis og andlegs og líkamlegs heilbrigðis þeirra. Vinna skal ekki hafa truflandi áhrif á þroska þeirra og nám. Námið er skipulagt samkvæmt ferilbókum og sjá tilsjónarmenn um að skrá námsframvindu og árangur. Nemendur skila greinagerð um starfsnám sitt. Tilsjónarmenn eru starfsmenn samstarfsfyrirtækja í veiðum og vinnslu. Tengiliður skóla, tilsjónarmenn og nemendur hafa regluleg samskipti um skipulag, framvindu og árangur vinnustaðanámsins. Boðið er sérhæft námskeið fyrir tilsjónarmenn sem taka að sér umsjón með vinnustaðanámi nemenda.
Reglur um námsframvindu: Brautinni lýkur með prófskírteini. Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að ljúka 120 einingum þar af 22 einingum í kjarnagreinum (almennar greinar), 30 einingum í brautarkjarna, 60 einingum í vinnustaðanámi og starfsþjálfun og 8 einingum í bundnu vali. Lágmarkseinkunn til að ljúka áfanga er samkvæmt skólanámskrá. Falli nemandi eða standist ekki fyrri hluta verklega námsins getur nemandi ekki haldið áfram og tekið síðari hluta verklega námsins fyrr en hann hefur lokið þeim fyrri.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

 • starfa í matvælaframleiðslu þar sem hámarksnýting hráefna og gæði afurða eru lykilatriði
 • fjalla um framleiðsluferli fiskveiða og fiskeldis, vinnslu og neyslu fiskafurða (virðiskeðju)
 • sýna fyllstu aðgát og ábyrgð við stjórnun og umgengni við vélar, bæði til sjós og lands
 • meta afstöðu sína, getu og áhuga á áframhaldandi námi og störfum í veiðum vinnslu og fiskeldi
 • bera ábyrgð á eigin heilsufari og tileinka sér lífshætti sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og velferð
 • taka afstöðu til starfsumhverfis og starfsaðstöðu og leggja að mörkum til úrbóta, sjálfum sér, samstarfsfólki, fyrirtæki og umhverfi til hagsbóta

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Brautarkjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Vinnustaðanám
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

8 af 24
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 8 af 24

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
 • með því að þjálfa nemendur í því að nýta sér margvíslega tækni í þekkingarleit
 • með því að þjálfa nemendur í að afla sér gagna, flokka og nýta sér upplýsingar á gagnrýninn hátt
 • með því að nemendur vinni með talnagögn i í áföngum
 • taka siðferðilega afstöðu til samskipta og efnis á samskiptamiðlum og temja sér vönduð vinnubrögð við notkun netmiðla.
 • tileinka sér trúnað í meðferð netupplýsinga
Námshæfni:
 • með því að leggja áherslu á að efla sjálfstæð og öguð vinnubrögð nemenda
 • með því að kenna nemendum að meta vinnu sína og setja sér raunhæf markmið
 • með því að nemendur geri áætlanir um uppbyggingu náms síns og áætluð námslok
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
 • með því að leggja áherslu á skapandi verkefnavinnu nemenda
 • með því að gefa nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum innan atvinnugreinarinnar í gegnum starfsnám
Jafnrétti:
 • með því að hvetja nemendur til að fagna fjölbreytileikanum í þjóðfélaginu
 • tengja lýðræðis- og mannréttindahugsjónir við hversdagslegan raunveruleika sinn í starfi, félags- og einkalífi með skilningi á eigin afstöðu til lýðræðis, gagnrýninnar hugsunar, umburðarlyndis, jafnréttis, mannréttinda ásamt virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra
Menntun til sjálfbærni:
 • með því að gera nemendur meðvitaða um umhverfi sitt, kenna þeim að njóta þess og virða og nýta á skynsamlegan hátt
 • með þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum
 • með því að vekja athygli nemenda á samfélagi sínu og möguleikunum sem þar felast
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega á ensku
 • með umfjöllun um mismunandi samfélög og menningarhópa
 • með því að heimsækja erlenda sjávarútvegsskóla og kynnast því starfi sem fer þar fram
Heilbrigði:
 • með því að fylgja settri forvarnarstefnu og hvetja nemendur til að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu
 • bera ábyrgð á eigin heilsufari og tileinka sér lífshætti sem stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan og velferð
 • þekkja grundvallaratriði í næringarfræði og hollustu í mataræði og annarri neyslu.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
 • með því að þjálfa nemendur í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir bæði munnlega og skriflega
 • með því að efla tengsl náms við samfélagið og efla menningarlæsi nemenda
Lýðræði og mannréttindi:
 • með því að þjálfa nemendur í lýðræðislegu gildismati
 • tengja jafnréttis-, lýðræðis- og mannréttinda hugsjónir við daglegt umhverfi sitt í starfi og einkalífi með skilningi á eigin afstöðu til samfélags, jafnræðis, jafnréttis og réttlætis