Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Lista- og nýsköpunarbraut (Staðfestingarnúmer 214) 18-214-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Á lista- og nýsköpunarbraut er lögð áhersla á grunngreinar í lista- og nýsköpunargreinum, verklegum smiðjum og tölvuvinnslu sem og almennum kjarnagreinum. Nemendur sem stunda tónlistarnám á mið-eða framhaldsstigi geta fengið tónlistarnámið metið í frjálsu vali. Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. þrepi en er einnig góður grunnur fyrir áframhaldandi nám á stúdentsbraut og hentar vel fyrir þá sem stefna að starfi eða frekara námi í list- og nýsköpunargreinum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi.
Skipulag: Nám á brautinni skiptist í almennan kjarna, bundið val, áfangaval og frjálst val. Við valið þurfa nemendur að huga að því að þrepaskiptingu aðalnámskrár sé fullnægt. Ef nemendur hyggjast ljúka stúdentsprófi þurfa þeir að skipuleggja valið í samráði við náms- og starfsráðgjafa í samræmi við framtíðaáætlanir.
Námsmat Fjölbreytt námsmat er lykilatriði í námsmati skólans. Umgjörð námsmatsins er útfærð í skólanámskrá en nánar er kveðið á um námsmat einstakra áfanga í námsáætlun hverju sinni. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Skólinn er með leiðsagnarnám.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Lágmarkseiningafjöldi á brautinni er 120 feiningar. Námstími er tvö ár.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • taka ábyrgð á eigin námi og sýna sjálfstæði
  • sýna frumkvæði og skapandi hugsun í námi og starfi
  • nálgast viðfangsefni af víðsýni og umburðarlyndi
  • tengja þekkingu sína við starfsumhverfi og daglegt líf
  • njóta menningarlegra verðmæta
  • leita lausna í samvinnu við aðra
  • tjá skoðanir sínar og skýra verklag tengt listum og nýsköpun á sjálfstæðan og skýran hátt
  • geta unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra
  • virða umhverfi sitt og læri að nýta það á skynsamlegan hátt
  • takast á við frekara nám og/eða þátttöku í atvinnulífinu

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

120  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Bundið áfangaval

25 af 125
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 25 af 125

Bundið áfangaval

35 af 70
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Fjöldi eininga (framhaldsskólaeininga) sem nemendur þurfa að velja: " 35 af 70

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Nemendur velja áfanga að eigin vali. Val nemenda á áföngum skal miðast við að í heildina séu 25-50% eininga á hæfniþrepi 1, 50-75% eininga á hæfniþrepi 2 og að hámarki 10 feiningar á hæfniþrepi 3. Nemendur sem stunda viðurkennt listnám í öðrum skólum, geta fengið það nám metið inn í frjálsa valið. Nemendur sem ljúka brautinni taka 30 feiningar í frjálsu vali. Þeir sem stefna að því að ljúka stúdentsprófi eftir nám á brautinni velja áfanga í samráði við náms- og starfsráðgjafa.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
  • öllum gefst kostur á að sækja námið sem lokið hafa grunnskóla
  • nemendum velja námshraða við hæfi
  • námsmatið er fjölbreytt
  • nemendur skoða jafnan rétt jarðarbúa til auðlinda jarðarinnar
Námshæfni:
  • í nýnemafræðslu er lögð áhersla á að nemendur átti sig á námskröfum skólans og hvað felst í því að ljúka námi á brautinni
  • nemendur eru aðstoðaðir við að átta sig á eigin styrkleikum og hvernig þeir geti bætt árangur sinn í námi. Nemendur fá fjölda tækifæra til að læra að þekkja og vinna með styrkleika m.a. í Fab Lab og smiðjum
  • í skólanum er markvisst unnið að því að efla sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum og þeir aðstoðaðir við að meta eigin vinnubrögð og annarra m.a. með sjálfsmati og jafningjamati
  • nemendur eru þjálfaðir í að setja sér raunhæf markmið í námi og vinna að þeim. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir sem kalla á fjölbreyttar námsaðferðir og gögn
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • nemendur eru hvattir til að taka frumkvæði í eigin námi og sýna ígrundun og gagnrýna hugsun
  • nemendur eru hvattir til að leita ólíkra leiða við lausn verkefna og skila verkefnum á skapandi hátt eftir áhuga og hæfni
  • nemendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraft í verkefnum í áföngum brautarinnar. Tækifæri til þess gefast jafnt í bóklegum og verklegum áföngum, sérstaklega í smiðjum
  • markvisst er unnið að því að víkka sjóndeildarhring nemenda meðal annars með viðfangsefnum sem þeir hafa ekki tekist á við áður
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að vera sjálfbær í kennslu t.d. með því að nýta þá þjónustu og þekkingu sem til er á svæðin
  • með því að leggja áherslu á sjáflbærni í áföngum í listum- og nýsköpu
  • með því að vinna með endurnýtingu efna og hlut
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að í erlendum tungumálum öðlast nemendur þekkingu, leikni og hæfni sem veitir þeim aðgengi að upplýsingum og faglegu efni
  • lögð er áhersla á erlend samskipti og nemendum gefst kostur á að taka þátt í nemendaskiptaverkefnum eða taka valáfanga sem ganga út á að undirbúa heimsóknir til annarra landa
Heilbrigði:
  • í skólastarfinu er lögð áhersla á heilsusamlegan lífsstíl m.a. í tengslum við heilsueflandi framhaldsskóla
  • skólinn kemur til móts við mismunandi þarfir, getu og áhugasvið nemenda
  • nemendur geri sér grein fyrir hvernig þeir geti stundað heilbrigt líferni til að auka lífsgæði sín
  • unnið er að því að byggja upp og styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • í skólastarfinu er unnið með eflingu orðaforða og nemendur þjálfast í vandaðri málnotkun í ræðu og riti
  • í öllum áföngum er læsi og tjáning í forgrunni og þurfa nemendur að geta rökstutt skoðanir sínar
  • nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem áhersla er á tjáningu
  • nemendur kynnast menningu frá ýmsum tímum
  • í hönnunarsögu kynnast nemendur innlendri og erlendri hönnunarsögu sem og hönnunarstílum
Lýðræði og mannréttindi:
  • nemendur eru virkjaðir til samábyrgðar, meðvitundar og virkni um að móta samfélag sitt
  • nemendum gefst kostur á verkefnum sem hægt er að leysa á ýmsa vegu
  • skoðanir nemenda eru virtar og þeir aðstoðaðir við að virða skoðanir annarra
  • nemendum gefst kostur á að þróa eigin leiðir í náminu
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • í listaáföngum og smiðjum vinna nemendur með tölur, horn, flatarmyndir og rúmmyndir sem auðveldar þeim að greina hugmyndir og miðla þei
  • í Fab Lab, er unnið með tölur, tölulæsi og tæknilæsi með notkun tölvuforrita