Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut (Staðfestingarnúmer 381) 18-381-2-3 framhaldsskólapróf hæfniþrep 2
Lýsing: Framhaldsskólabraut er 3. anna námsbraut sem ætluð er fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði inn á aðrar námsbrautir og fyrir þá nemendur sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám. Um er að ræða 90 eininga nám sem lýkur með framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi. Tilgangurinn er að nemendum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Megináherslan er á að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda með áherslu á hagnýtt nám. Ennfremur að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám. Til að útskrifast af framhaldsskólabraut þá þurfa nemendur að stunda nám í a.m.k. þrjár annir og hafa lokið 90 einingum. Nemendur geta eftir eitt ár á framhaldsskólabraut valið um að skipta yfir á aðrar námsbrautir skólans ef þeir ná tilskildum árangri í kjarnagreinum á hæfniþrepi eitt.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla.
Skipulag: Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af framhaldsskólabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Framhaldsskólabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3 annir. Framhaldsskólabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 67 einingar og 23 einingar í frjálsu vali af 2. hæfniþrepi. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á framhaldsskólabraut í samráði við námsráðgjafa. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Nauðsynlegt er að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið.
Námsmat Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats.
Starfsnám:
Reglur um námsframvindu: Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi. Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 90 einingum. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að fá hann metinn og til að hann öðlist rétt til að sækja framhaldsáfanga. Ætli nemandi að færa sig yfir á stúdentsbraut þarf hann að hafa lokið 1. þreps áföngum í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • beita góðri almennri þekkingu í þeim fögum sem þeir hafa lagt stund á
  • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu sem tengjast skilgreindu sérsviði
  • nýta þá kunnáttu sem þeir hafa öðlast sér til áframhaldandi náms eða starfs sem tengist sérkunnáttu þeirra
  • geta tjáð sig á viðeigandi hátt í ræðu og riti
  • nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni
  • geta lesið, skilið og tjáð sig á viðeigandi máta á íslensku og erlendum tungumálum
  • taka þátt í lýðræðissamfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu innan þess

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

90  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á framhaldsskólabraut er 23 einingar á 2. hæfniþrepi.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að þjálfa talnalestur, framsetningu og túlkun á tölulegum upplýsingum.
  • með því að kenna vinnubrögð og aðferðir sem nýtast til frekara náms.
  • með kennslu og þjálfun í rökhugsun.
Námshæfni:
  • með því að kenna góð vinnubrögð og þjálfa markvissa notkun þeirra.
  • með leiðsagnarmati.
  • með því að nemandi læri að setja sér markmið í námi og starfi.
  • með því að nemandi læri að bera ábyrgð á eigin námi.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með leiðsagnarmati.
  • með samvinnu milli ólíkra greina, kennara og nemenda.
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum og verkefnum þar sem mismunandi hæfileikar nemenda fá að njóta sín.
Jafnrétti:
  • með fjölbreyttum kennsluaðferðum.
  • með leiðsagnarmati.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að kenna mikilvægi þess að skapa samábyrgt samfélag.
  • að nemandur þekki, skilji og virði umhverfi sitt og náttúru.
  • með því að kynna nemendum mikilvægi þess að nýta auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt.
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
  • með því að kynna nemanda menningu og siði viðkomandi málsvæðis.
Heilbrigði:
  • með góðri forvarnarfræðslu.
  • með kennslu í íþróttum og lýðheilsu.
  • með því að stuðla að heilbrigði og velferð.
  • með því að styrkja sjálfsmynd nemenda.
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að efla skilning á mikilvægi góðrar málvitundar.
  • með þjálfun í framsögn, lestri og lesskilningi.
  • með því að kenna nemendum að færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti.
Lýðræði og mannréttindi:
  • með þvi að hvetja nemendur til gagnrýninnar hugsunar.
  • með því að kenna lýðræði, með lýðræði í lýðræði.
  • með því að allir nemendur fái tækifæri til að rækta hæfileika sína á jafnréttisgrundvelli.