Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Framhaldsskólabraut (Staðfestingarnúmer 381) 18-381-2-3 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 2 |
Lýsing: | Framhaldsskólabraut er 3. anna námsbraut sem ætluð er fyrir nemendur sem ekki uppfylla skilyrði inn á aðrar námsbrautir og fyrir þá nemendur sem ekki hafa gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi nám. Um er að ræða 90 eininga nám sem lýkur með framhaldsskólaprófi á öðru hæfniþrepi. Tilgangurinn er að nemendum sé boðið upp á menntun sem henti þörfum hvers og eins. Megináherslan er á að styrkja almenna þekkingu, leikni og hæfni nemenda með áherslu á hagnýtt nám. Ennfremur að undirbúa nemendur undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og áframhaldandi nám. Til að útskrifast af framhaldsskólabraut þá þurfa nemendur að stunda nám í a.m.k. þrjár annir og hafa lokið 90 einingum. Nemendur geta eftir eitt ár á framhaldsskólabraut valið um að skipta yfir á aðrar námsbrautir skólans ef þeir ná tilskildum árangri í kjarnagreinum á hæfniþrepi eitt. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. |
Skipulag: | Nemendur geta lokið framhaldsskólaprófi af framhaldsskólabraut og skilar hún nemendum með hæfni á 2. þrepi. Framhaldsskólabraut er 90 einingar og meðalnámstími er 3 annir. Framhaldsskólabraut er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 67 einingar og 23 einingar í frjálsu vali af 2. hæfniþrepi. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. Hyggi nemendur á áframhaldandi nám verða þeir að gæta að hlutfalli milli hæfniþrepa. Nemendur skipuleggja nám sitt á framhaldsskólabraut í samráði við námsráðgjafa. Inngönguskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið grunnskóla. Nauðsynlegt er að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið. |
Námsmat | Námsmat við skólann er í formi leiðsagnarmats. |
Starfsnám: | |
Reglur um námsframvindu: | Brautinni lýkur með framhaldsskólaprófi. Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 90 einingum. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að fá hann metinn og til að hann öðlist rétt til að sækja framhaldsáfanga. Ætli nemandi að færa sig yfir á stúdentsbraut þarf hann að hafa lokið 1. þreps áföngum í kjarnagreinunum íslensku, ensku og stærðfræði. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
90 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Frjálst val á framhaldsskólabraut er 23 einingar á 2. hæfniþrepi. |