- Með því að nemendur fái kennslu í hagnýtri stærðfræði þar sem unnið er með talnaskilning, fjármálalæsi og þjálfun í stærðfræði daglegs lífs
- Með því að vinna með raunveruleg verkefni daglegs lífs og áhugamál bæði í skólanum og úti á vettvangi
- Með því að nemendur yfirfæri stærðfræðikunnáttu sína yfir á athafnir daglegs lífs
- Með því að efla notkun á viðeigandi stuðningstækjum, s.s. reiknivélum, smáforritum í símum og öðrum búnaði
|
- Með því að nemendur geti sótt sér nýja þekkingu og leikni, jafnframt því að geta beitt þekkingu sinni
- Með því að nemendur auki sjálfstraust sitt og þekki styrkleika sína
- Með því að nemendur verði ábyrgir og skapandi í þekkingarleit sinni, ígrundi og rökstyðji
- Með því að nemendur fái tækifæri til að fást við mismunandi viðfangsefni sem tengjast menningu, samfélagi, umhverfi ungmenna og daglegu lífi
- Með því að nemendur takist á við áskoranir í námi og daglegu lífi
- Með því að beita góðum vinnubrögðum á vinnustað
- Með því að nemendur geti tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær
|
- Með því að nemendur vinni með og skilgreini hugtakið sköpun í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun
- Með því að nemendur verði meðvitaðir um að vinnuferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn og að hægt er að leita leiða á fjölbreyttan hátt
- Með því að nemendur geti sótt áfanga sem víkka sjóndeildarhring utan hefðbundins ramma
- Með því að nemendur fá æfingu í fjölbreyttum og skapandi vinnubrögðum
- Með því að hvetja nemendur til að spyrja spurninga sem leiða til forvitni, með það í huga að þekkingarleit og sköpunarferli eru ekki síður mikilvæg en svör og niðurstöður
- Með því að hvetja nemendur til að gera margvíslegar tilraunir og líta á mistök sem tækifæri til að læra af reynslu
- Með því að nemendur taki nýjungum opnum örmum og noti nýja miðla og tæki á áhugahvetjandi og skapandi hátt
- Með því að hvetja nemendur til að hafa verk sín sýnileg svo þau verði hvatning og innblástur fyrir aðra
- Með því að nemendur fáist við fjölbreyttan efnivið og hafi val um ólíkar leiðir í úrvinnslu hugmynda sinna
- Með því að nemendur fái fjölbreytilegt vinnurými
|
- Með því að skilgreina hugtakið jafnrétti með þverfaglegri nálgun
- Með því að veita tækifæri til náms í skóla án aðgreiningar og veitt nám við hæfi
- Með því að stuðlað að jöfnum aðgangi að menntun óháð kyni, uppruna, fötlun, félagslegri stöðu, þjóðerni, kynhneigð, tungumáli og lífsskoðunum
- Með því að skapa tækifæri til að undirbúa sig fyrir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi
- Með því að efla nemendur til að geta greint aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra
- Með því að efla samvinnu og samskipti sem mótast af virðingu fyrir margbreytileika
- Með því að jafna möguleika á aðgengi og þátttöku sem tengjast skólastarfinu og skólasamfélaginu
- Með því að jafnréttismenntun verði samofin öllu skólastarfinu, bæði því formlega og óformlega
|
- Með því að vinna með og skilgreina hugtakið sjálfbærni með þverfaglegri nálgun
- Með því að nemendur séu upplýstir og meðvitaðir um mismunandi auðlindir náttúrunnar
- Með því að nemendur taki gagnrýna afstöðu gagnvart umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi
- Með því að nemendur séu upplýstir um margbreytileika lífsins og sérstöðu manna meðal lífvera
- Með því að nemendur temji sér lífsvenjur sem stuðla að heilbrigði jarðar, náttúru og fólks
- Með því að nemendur séu hvattir til að horfa til framtíðar, virða rétt komandi kynslóða til sæmandi lífs og heilbrigðis
- Með því að nemendur verði upplýstir um vistspor mannsins
- Með því að nemendur velti fyrir sér uppruna efna sem notuð eru í daglegu lífi
|
- Með því að eiga kost á valáföngum í erlendum tungumálum sé þess kostur
- Með því að taka þátt í samskiptum við erlenda skóla sé þess kostur
|
- Með því að styrki sjálfsmynd nemenda
- Með því að vinna með og skilgreini hugtakið heilbrigði með þverfaglegri nálgun
- Með því að nemendur eigi kost á fjölbreyttum íþróttum með áherslu á áhuga, færni og leikni þeirra
- Með því að nemendur eigi kost á bóklegum og verklegum áföngum í heilbrigðisfræði
- Með því að aukna þekkingu á mikilvægi heilbrigðs lífstíls, forvarna og í að taka ábyrgð á eigin lífi
- Með því að greina áhættuþætti í umhverfi sem valdið geta skaða, s.s. áfengi, vímuefni og tóbak
- Með því að efla andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði nemenda
- Með því að flétta eigið heilbrigði saman við daglegt líf
|
- Með því að skilgreina hugtakið læsi í víðu samhengi með þverfaglegri nálgun
- Með því að efla læsi nemenda í víðu samhengi svo sem á bókstafi og hljóð, umhverfi, tákn, reglur, samskiptamiðla, hugtök, tjáskipti, tilfinningar, lesefni og samskipti
- Með því að gefa nemendum tækifæri til að velja á milli mismunandi táknkerfa og miðla, t.d. miðað við notagildi, markmið, mismunandi efni og markhópa eða mismunandi námslag nemenda
- Með því að gefa kost á fjölbreyttu lesefni/námsefni
|
- Með því að skilgreina hugtökin lýðræði og mannréttindi með þverfaglegri nálgun
- Með því að efla þekkingu á að í lýðræðisríki þurfi borgarar að búa við mannréttindi og komast að samkomulagi
- Með því að hafa jafnan rétt til náms og kennslu óháð búsetu, efnahag, fötlun, kyni, kynhneigð, litarhætti, lífsskoðunum, menningu, eða þjóðerni
- Með því að fara yfir tenginguna á milli réttinda og skyldna
- Með því að færni nemenda í að taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
- Með því að gefa kost á sveigjanlegum námsvettvangi t.d. með einstaklings- og hópavinnu, vettvangsferðum, skýrslugerð, umræðum og gegnum veraldarvefinn
- Með því að vinna með og skilgreini hugtökin fordómar og minnihlutahópar
- Með því að vinna með og skilgreini hugtakið einelti
|