Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Húsasmiður (Staðfestingarnúmer 295) 19-295-3-8 | húsasmiður | hæfniþrep 3 |
Lýsing: | Húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem húsasmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald mannvirkja, bæði stór og smá. Námið samanstendur af bóklegu námi í skóla og verklegu námi á vinnustöðum. Nám sem fer fram á vinnustað er samtvinnað bóklega náminu út námstímann og hefur að markmiði að þjálfa nemendur í vinnuferlum, auka vinnufærni þeirra á atvinnumarkaði, þjálfa samvinnu á vinnustað og auka getu nemenda til þess að takast á við raunverulegar aðstæður úti í atvinnufyrirtækjum. Námið tekur þrjú og hálft ár að jafnaði sem skiptast í 5 annir í skóla og 54 vikna starfsþjálfun á vinnustað. Við lok húsamíðanámsins staðfesta nemendur kunnáttu sína og færni í sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Inntökuskilyrði á brautina eru að nemendur hafi lokið kjarnagreinum grunnskóla með fullnægjandi árangri. Námsárangur í kjarnagreinum mun einnig hafa áhrif á inn á hvaða þrep nemandinn innritast. Ef fleiri sækja um nám á brautinni en skólinn getur tekið við getur inntökuviðmið orðið hærra en lágmarkið. |
Skipulag: | Fyrsta önnin felst í aðfararnámi byggingagreina, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múrsmíði, pípulagningum og dúkalögn. Önnin er sameiginlegur grunnur fyrir byggingagreinarnar og inniheldur kjarnagreinar og iðnnámsgreinar, bæði bóklegar og verklegar. Næstu fjórar annir innihalda faggreinar (iðnnámsgreinar) í húsasmíði, auk kjarnagreina sé þeim ólokið. Námið felst í bóknámi og verknámi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað. Náminu lýkur með burtfararprófi úr framhaldsskóla og sveinsprófi þegar nemandinn er tilbúinn. |
Námsmat | Lögð er áhersla á leiðsagnarmat og símat sem gefur nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og metur vinnuframlag þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Námsmat er fjölbreytt og aðferðir taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum, námsmarkmiðum og hæfni nemenda. Námsmat á brautinni er fólgið í símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats s.s. skiladagar verkefna og vægi kemur fram í námsmatsreglum skólans. |
Starfsnám: | Starfsþjálfun er 54 vikur sem telja til 90 eininga. Starfsþjálfun fer fram á vinnustöðum og er launuð samkvæmt kjarasamningum um laun til iðnnema. Starfsþjálfun fer fram í skólafríum, utan skólatíma og á tímabilum sem nemandi ákveður í samráði við sinn iðnmeistara að henti til að vinna samningstímann. Starfsþjálfun er færð í ferilbók sem nýtist nemanum og iðnmeistaranum til að halda utan um þá verkþætti sem unnir eru á samningstímanum. Tilgangur starfsþjálfunar er að nemandinn þjálfi sem best þá færni sem hann tileinkaði sér í skólanáminu og bæti við þeim verkþáttum sem skólinn hefur ekki aðstöðu til. Starfsþjálfun getur verið samfelld eða í styttri tímabilum. Starfsþjálfuninni ætti að mestu að vera lokið áður en nemandi hefur nám á lokaönn í skólanum. |
Reglur um námsframvindu: | Nám á brautinni er 222 einingar og skilar nemendum hæfni á 3. þrepi. Til að standast námsmat í áfanga og fá heimild til að hefja nám í eftirfarandi áfanga þarf lágmarkseinkunnina 5. Reglur um námsframvindu eru birtar í skólanámskrá. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
222 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Nemendur hafa 5 einingar í frjálsu vali. |