Námsbraut

Titill brautar: Námsleið: Námslok:
Framhaldsskólabraut (Staðfestingarnúmer 391) 18-391-1-1 framhaldsskólapróf hæfniþrep 1
Lýsing: Framhaldsskólabraut er 100 feiningar á 1. þrepi og lýkur með framhaldsskólaprófi. Námsbrautin er ætluð þeim nemendum sem ekki hafa náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum í grunnskóla (íslensku/stærðfræði/ensku). Meginmarkmið brautarinnar er tvíþætt: Annarsvegar að styrkja námshæfni nemandans með það fyrir augum að nemandinn komist inn á aðrar brautir framhaldsskólans. Hinsvegar gefa nemendum tækifæri á að fá kynningu á starfstækifærum og vinnustaðaþjálfun á sínu heimasvæði og ásættanleg námslok. Námstíminn eru fjórar annir en gert er ráð fyrir útgönguleið yfir á aðrar brautir eftir tvær annir og er brautin því jafnframt góður undirbúningur undir frekara nám á öðrum námsbrautum.

Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun.
Skipulag: Framhaldsskólabrautin er skipulögð sem 100 feiningar á fjórum önnum. Brautinni er skipt í kjarna og frjálst val. Kjarni brautarinnar eru 79 feiningar. Í kjarna eru skylduáfangar á brautinni. Nemendur þurfa að auki að ljúka 21 feiningu í frjálsu vali, Nemendur taka valáfanga á seinna árinu í náminu. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Rík áhersla er lögð allan námstímann á að styrkja einstaklinginn hvort sem um er að ræða námshæfni hans, félagshæfni, samskiptahæfni eða sjálfstraust. Þar af leiðandi er umsjón með nemendum, atferlis- og félagsþjálfun, náms- og starfsfræðsla auk forvarna stór þáttur í námi á brautinni sem og áhersla á samfelldan skóladag. Valáfangar taka mið af því sem er í boði í skólanum hverju sinni en geta verið ýmiskonar s.s verknámsáfangar, matreiðsluáfangar, listnámsáfangar, Fab Lab áfangar, útivist, íþróttaáfangar og háráfangar. Opinn möguleiki er á að nemendur geti fengið metna valáfanga sem og kjarnaáfanga inn á aðrar brautir skólans. Kennsluhættir brautarinnar eru á formi leitarnáms og fjölbreyttra kennsluhátta s.s málstofa, vettvangsferða, bíómynda, fræðslumynda og gestafyrirlesara frekar en fyrirlestra og heimanáms.
Námsmat Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Lokanámsmat áfanga byggir m.a. á lokaprófi, mætingu, ástundun, verkefnaskilum, skyndiprófum, ritgerðum og sjálfs- og jafningjamati.
Starfsnám: Vinnustaðaþjálfun eru 10 feiningar, skipt upp í tvo fimm feininga áfanga, kenndir á þriðju og fjórðu önn. Vinnustaðaþjálfunin miðar sérstaklega að þeim hópi nemenda á framhaldsskólabrautinni sem fara ekki yfir á aðrar brautir, en munu væntanlega ljúka brautinni og skólagöngu sinni allavega að sinni. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera nemendur hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði, ekki síst með tilliti til vinnubragða, öryggismála,mætinga, árangursríkra samskipta og vinnu í hóp. Jafnframt að nemendur fái reynslu og yfirsýn sem gæti nýst þeim í atvinnulífinu síðar meir. Nemendur velja sér vinnustað/vinnustaði í heimabyggð er tekur mið af áhuga nemanda. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara í framhaldsskóla. Námið er metið í samráði við vinnuveitendur og umsjónarmenn námsins frá skólans hendi og einkum er leitast við að meta þætti s.s ástundun, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Gert er ráð fyrir að nemandi sé í vinnustaðaþjálfun c.a 120 klukkustundir á önn per 5 feininga áfanga. Í vinnustaðaþjálfun er krafist 100% mætingar.  
Reglur um námsframvindu: Brautinni lýkur með framhaldsskólaskírteini. Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 100 feiningum. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að fá hann metinn og til að hann öðlist rétt til að sækja framhaldssáfanga.
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • þekkja styrkleika sína jafnt sem veikleika og hafa öðlast aukið sjálfstraust.
  • hafi þá þekkingu sem nýtist til undirbúnings fyrir frekara náms og störf.
  • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.
  • þekkingu og þor til að tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir.
  • geti átt jákvæð samskipti við aðra er byggjast á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn.
  • hafi tileinkað sér lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði.
  • hafi öðlast hæfni til að lesa, skrifa og tjá sig á erlendu tungumáli sér til fróðleiks og gamans.
  • hafi öðlast leikni í ritun, tjáningu og læsi á íslensku sem móðurmál.
  • hafi öðlast almennan skilning á tölum og tölulegum upplýsingum s.s prósentum, hlutföllum, jöfnum og geti lesið sér til gagns úr tölulegum upplýsingum.
  • hafi öðlast leikni í að vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn.
  • hafi öðlast aukna leikni í félagslegri færni s.s í samskiptum við aðra, hvernig leysa á úr ágreiningi, taka sameiginlegar ákvarðanir og hugsa að sameiginlegum lausnum, setja gagnrýni fram á viðeigandi og árangursríkan hátt.

Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

100  fein.

Kjarni Skylduáfangar brautarinnar


Kjarni
Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
fein.
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni

Lýsing: Frjálst val á brautinni eru 21 feining. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • með því að unnið er með raunveruleg verkefni daglegs lífs og áhugamál nemenda
  • með því að þjálfa markvisst talnalestur og túlkun á tölulegum upplýsingum
  • með því að leggja áherslu á sjálfstæða upplýsingaöflun nemenda í öllum námsgreinum
Námshæfni:
  • með því að nemandi hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að undirgangast frekara nám t.d á öðrum brautum skólans
  • með því að nemandi hafi sjálftraust til að þekkja sína veikleika og styrkleika og geta sett sér markmið
  • með því að nemandi geti tekist á við áskoranir í námi og daglegu lífi
  • með því að nemandi geti beitt góðum vinnubrögðum á vinnustað undir leiðsögn.
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • með því að bjóða uppá áfanga er víkka sjóndeildarhring nemenda utan hefðbundin ramma menntunar t.d í átthagaáfanga, hönnunaráföngum og fleiri valáföngum
  • með því að nemendur geti miðlað þekkingu sinni í náminu til baka á fjölbreyttan og skapandi hátt t.d hvað varðar verkefni
Jafnrétti:
  • með því að gefa öllum kost á að sækja nám þó þeir hafi ekki uppfyllt skilyrði inn á námsbrautir framhaldsskólans og námslok með reisn
  • með því að viðhafa fjölbreyttar kennsluaðferðir og fjölbreytt námsmat þar sem einstaklingurinn fær tækifæri til að nýta styrkleika sína
  • með því að jafnrétti sé hluti af öllu því starfi sem fer fram í skólanum, jafnt í kennslu sem öðru starfi hvort sem um er að ræða ólík verkefni eða samskipti milli einstaklinga og hópa innan skólans
Menntun til sjálfbærni:
  • með því að gera nemendur meðvitaða um margvíslegar auðlindir náttúrunnar og skynsamlega nýtingu þeirra t.d í átthagaáfanga
  • með því að taka þátt í sjálfbærniverkefnum sem fyrirtæki og stofnanir standa fyrir, sérstaklega í nærsamfélaginu
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • með því að kenna ensku og dönsku og fræðast í leiðinni um þau málsvæði sem þessi tungumál tilheyra
  • með því að nemendur afli sér upplýsinga á erlendum tungumálum og túlki þær
  • með umfjöllun um ólík samfélög
Heilbrigði:
  • með því að á framhaldsskólabraut eru áfangar sem taka markvisst á fræðslu er varðar heilbrigði t.d hreyfingu, svefnvenjur, matarræði, heilbrigðan lífstíl, forvarni og þjálfun í að taka ábyrgð á eigin lífi
  • með því að nemendur greina áhættuþætti í umhverfi sem valdið geta skaða s.s vímefni og tóbak
  • með því að nemendur skoða lífssýn sína og gildi. Einnig áhrif hegðunar sinnar og lifnaðarhátta á líðan og heilbrigði
  • með því að nemendur séu virkir þátttakendur í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli t.d. með þátttöku sinni í félagslífi skólans og einstaka áfögum sem tengjast því
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • með því að rökræða siðferðileg álitamál, átta sig á annmörkum eigin röksemdarfærslu og finna skynsamlegar lausnir á siðferðilegum álitamálum. Einnig móta eigin skoðanir um siðferðileg viðfangsefni og setja þær fram á skipulagðan og á gagnrýninn hát
  • með því að leggja áherslu á tengsl náms við samfélagið
Lýðræði og mannréttindi:
  • reynt er að koma til móts við þarfir mismunandi einstaklinga og hópa með sterku utanumhaldi s.s umsjón og einstaklingsbundna aðstoð.
  • með því að í skólanum er stuðlað að því að gera nemendur að virkum og ábyrgum þátttakendum í lýðræðissamfélagi t.d. með því að leita eftir viðhorfum þeirra til ákveðinna þátta í þeim tilgangi að bæta skólastarfið. Til að tryggja þetta þá eiga nemendur fulltrúa í skólaráði, áheyrnarfulltrúa í skólanefnd og allir nemendur eiga að jafnaði rétt til þess að sitja skólafundi a.m.k einu sinni á önn
  • með því að hvetja nemendur til gagnrýnnar hugsunar