Námsbraut
Titill brautar: | Námsleið: | Námslok: |
Framhaldsskólabraut (Staðfestingarnúmer 391) 18-391-1-1 | framhaldsskólapróf | hæfniþrep 1 |
Lýsing: | Framhaldsskólabraut er 100 feiningar á 1. þrepi og lýkur með framhaldsskólaprófi. Námsbrautin er ætluð þeim nemendum sem ekki hafa náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum í grunnskóla (íslensku/stærðfræði/ensku). Meginmarkmið brautarinnar er tvíþætt: Annarsvegar að styrkja námshæfni nemandans með það fyrir augum að nemandinn komist inn á aðrar brautir framhaldsskólans. Hinsvegar gefa nemendum tækifæri á að fá kynningu á starfstækifærum og vinnustaðaþjálfun á sínu heimasvæði og ásættanleg námslok. Námstíminn eru fjórar annir en gert er ráð fyrir útgönguleið yfir á aðrar brautir eftir tvær annir og er brautin því jafnframt góður undirbúningur undir frekara nám á öðrum námsbrautum. |
Grunnupplýsingar Meginatriði brautarlýsingar
Inntökuskilyrði: | Að hafa lokið grunnskóla eða sambærilegri menntun. |
Skipulag: | Framhaldsskólabrautin er skipulögð sem 100 feiningar á fjórum önnum. Brautinni er skipt í kjarna og frjálst val. Kjarni brautarinnar eru 79 feiningar. Í kjarna eru skylduáfangar á brautinni. Nemendur þurfa að auki að ljúka 21 feiningu í frjálsu vali, Nemendur taka valáfanga á seinna árinu í náminu. Nám á brautinni er blanda af bóklegu og verklegu námi. Rík áhersla er lögð allan námstímann á að styrkja einstaklinginn hvort sem um er að ræða námshæfni hans, félagshæfni, samskiptahæfni eða sjálfstraust. Þar af leiðandi er umsjón með nemendum, atferlis- og félagsþjálfun, náms- og starfsfræðsla auk forvarna stór þáttur í námi á brautinni sem og áhersla á samfelldan skóladag. Valáfangar taka mið af því sem er í boði í skólanum hverju sinni en geta verið ýmiskonar s.s verknámsáfangar, matreiðsluáfangar, listnámsáfangar, Fab Lab áfangar, útivist, íþróttaáfangar og háráfangar. Opinn möguleiki er á að nemendur geti fengið metna valáfanga sem og kjarnaáfanga inn á aðrar brautir skólans. Kennsluhættir brautarinnar eru á formi leitarnáms og fjölbreyttra kennsluhátta s.s málstofa, vettvangsferða, bíómynda, fræðslumynda og gestafyrirlesara frekar en fyrirlestra og heimanáms. |
Námsmat | Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat. Lokanámsmat áfanga byggir m.a. á lokaprófi, mætingu, ástundun, verkefnaskilum, skyndiprófum, ritgerðum og sjálfs- og jafningjamati. |
Starfsnám: | Vinnustaðaþjálfun eru 10 feiningar, skipt upp í tvo fimm feininga áfanga, kenndir á þriðju og fjórðu önn. Vinnustaðaþjálfunin miðar sérstaklega að þeim hópi nemenda á framhaldsskólabrautinni sem fara ekki yfir á aðrar brautir, en munu væntanlega ljúka brautinni og skólagöngu sinni allavega að sinni. Markmið náms og þjálfunar á vinnustað er að kynna nemendum möguleika á störfum í nærumhverfi sínu og gera nemendur hæfari til að takast á við almenn störf á vinnumarkaði, ekki síst með tilliti til vinnubragða, öryggismála,mætinga, árangursríkra samskipta og vinnu í hóp. Jafnframt að nemendur fái reynslu og yfirsýn sem gæti nýst þeim í atvinnulífinu síðar meir. Nemendur velja sér vinnustað/vinnustaði í heimabyggð er tekur mið af áhuga nemanda. Vinna nemenda er skipulögð í samráði við vinnuveitendur en er undir eftirliti kennara í framhaldsskóla. Námið er metið í samráði við vinnuveitendur og umsjónarmenn námsins frá skólans hendi og einkum er leitast við að meta þætti s.s ástundun, sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði. Gert er ráð fyrir að nemandi sé í vinnustaðaþjálfun c.a 120 klukkustundir á önn per 5 feininga áfanga. Í vinnustaðaþjálfun er krafist 100% mætingar. |
Reglur um námsframvindu: | Brautinni lýkur með framhaldsskólaskírteini. Til að útskrifast af brautinni þarf nemandi að hafa lokið 100 feiningum. Nemandi þarf að hafa lokið fullnægjandi árangri (4,5) í áfanga til að fá hann metinn og til að hann öðlist rétt til að sækja framhaldssáfanga. |
Hæfniviðmið: |
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
|
Einingafjöldi Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni
100 fein. |
Kjarni Skylduáfangar brautarinnar
Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: | Frjálst val á brautinni eru 21 feining. Við val á áföngum þarf nemandi að hafa í huga samsetningu áfanga hvað þrepaskiptingu varðar til að uppfylla skilyrði aðalnámskrár. |